Vikan - 16.11.1972, Side 46
vera skemmtilegur, en það
tókst ekki betur en vel. Frú
Hervey fölnaði æ meira eftir
því sem tíminn leið. Hún snerti
varla við matnum og tilraunir
hennar til að leggja orð í belg
fóru allar út um þúfur. Öðru
hverju horfði Hervey á hana
með áhyggjusvip, en hún veik
sér alltaf undan. Ég vissi vel,
að þetta var óvenjulegt á heim-
ili þeirra hjóna. Allt andrúms-
loftið var óeðlilegt og það var
eins og einhver ógn hvíldi yfir
öllu.
Við fluttum okkur inn í setu-
stofuna til að drekka kaffið, og
frú Hervey lék nokkur lög á
slaghörpuna. Hún lék annars
ágætlega, en nú var eins og
henni væri eitthvað mislagðar
hendur. Hún hætti í miðju kafi
og gekk út að opna gluggan-
um og var þá líkust skugga-
mynd með svart myrkrið að
baki. Ég stóð upp og gekk til
hennar. Hún gekk út á gras-
blettinn og svo gengum við
saman. Loftið var hlýtt og
þungt og fullt af blómailmi.
— Þér eruð enn taugaóstyrk,
frú Hervey, sagði ég.
Hún svaraði ekki alveg strax,
heldur horfði á ljósin í húsinu
handan við grasblettinn, og
enda þótt ég snerti hana ekki,
fann ég, að hún skalf.
— Já, ég er taugaóstyrk. Það
var þessi hræðilegi maður, sem
kom hingað. Ég gleymi ekki
andlitinu á honum, það var svo
hræðilegt. Og svo því, hvemig
hann Gault hagaði sér. Hún
greip andann á lofti. Svo stanz-
aði hún og lagði höndina á
handlegg mér .
— Hér er eitthvað óhugnan-
uegt á seyði, dr. Redman. Það
er ég alveg viss um. Ég sá það
í svipnum á þessum manni. Ef
hann hittir hr. Gault, er ég
viss um, að eitthvað voðalegt
skeður.
Hún herti takið á handleggn-
um á mér. Við vorum nú kom-
in út af grasblettinum og geng-
um eftir stíg undir stóru trján-
um yzt í garðinum, en hann lá
í stóran hring aftur að húsinu.
— Eg er hrædd, sagði hún
lágt. — Þessi maður hatar hr.
Gault. É'g gat séð það í augna-
ráðinu . . . ég sé það fyrir mér
enn — og svo tónninn þegar
hann sagðist koma aftur . . .
hann var hræðilegur.
— Sennilega kemur hann
ekki aftur, reyndi ég að hugga
hana.
— Hann kemur áreiðanlega,
sagði hún. — Enginn maður
getur sagt það sem hann sagði,
án þess að honum væri alvara.
Ég veit alveg, að hann kemur.
Við gengum áfram. Ég veit
ekki hve lengi, kannski hálf-
tíma, áður en við komum að
beygjunni og stefndum aftur
að húsinu. Þegar við vorum svo
sem tuttugu skref frá stofu-
gluggunum, kom Hervey út.
Hann stanzaði þegar hann sá
til okkar.
— Halló! Eg var að geta mér
til um, hvert þið hefðuð farið.
Er ekki Gault með ykkur?
Frú Hervey dró snöggt að
sér andann og stanzaði.
— Nei. Við höfum ekki séð
hann. Ég hélt hann væri enn
uppi í herberginu sínu.
— Hann kom niður skömmu
eftir að þið fóruð. Hann virt-
ist talsvert hressari. Ég fór inn
í bókastofuna til að ná í vindla
en þegar ég kom aftur með þá,
var hann farinn. É'g hélt hann
hefði slegizt í för með ykkur í
garðinum.
— Við höfum ekki séð hann,
endurtók hún. — Hann hlýtur
að hafa farið upp aftur.
Við gengum inn í setustof-
una. Hervey blandaði í viskí-
glös og gaf mér einn góða vind-
ilinn sinn. Við skröfuðum um
daginn og veginn í um það bil
hálftíma. Þá stóð Hervey upp
og leit á klukkuna, órólegur.
—• Hvert í ósköpunum getur
hann Gault hafa farið? sagði
hann gremjulega. — Mér finnst
einum of mikið að haga sér
svona. Ég ætla að hlaupa upp
og sjá, hvort hann er kominn
aftur.
Hann fór út. Frú Hervey
hallaði sér aftur á bak í stóln-
um og reykti sígarettu, rétt eins
og ósjálfrátt. Hún virtist vera
dauðhrædd en talaði þó eðli-
lega. Klukkan á arinhillunni
sló tíu. Þá kom Hervey hlaup-
andi inn aftur.
— Sjáið þið til, sagði hann.
— Mér iíkar þetta ekki. Ég er
hræddur um, að eitthvað illt
sé á seyði. Gault er ekki í her-
berginu sínu, en hann hefur
komið þangað og haft fata-
skipti!
Það heyrðist hálfkæft óp að
baki okkar. Frú Hervey hafði
staðið upp og stóð þarna, ná-
föl í framan, hallaði sér að
stólnum og stóð á öndinni. Her-
vey tók upp glaSið sitt og
tæmdi það.
— Smókingfötin hans eru út
um allt rúmið. Hann hlýtur að
hafa verið mikið að flýta sér.
Eg aðgætti fötin hans. Brúnu
fötin hans voru horfin, svo að
hann hlýtur að hafa farið í þau.
Hvað í ósköpunum ætlar hann
að fara?
Hann gekk hratt til konu
sinnar og lagði arminn utan um
hana.
— Vertu ekki hrædd, Nancy
elskan. Hann hlýtur að vera að
leika einhvern skrípaleik.
Hún greip fast um hendur
hans og röddin var lítið meira
en hvísl.
—• Þessi hræðilegi gráklæddi
maður! Ég sagði ykkur, að eitt-
hvað mundi koma fyrir.
— En hver skrattinn getur
hafa komið fyrir? sagði Her-
vey. Hann stóð kyrr andartak
og horfði út um gluggann. —
Kannski ættum við að leita
hérna í kring. Það er hér um
bil það eina, sem við getum
gert . . . Ég ætla að ná okkur
í vasaljós.
Hann flýtti sér út. Einhver
einkennileg tilfinning hafði
gripið mig. Einhvern veginn
fannst mér allt kvöldið hafa
verið óeðlilegt frá fyrstu byrj-
un. Ég sneri mér að frú Her-
vey.
— Þér ættuð að vera kyrr
hérna. Ég ætla að fara út ef ég
get eitthvað hjálpað.
Hún hristi höfuðið og átti
bágt með að stilla sig. — Eg
verð að koma líka, hvíslaði
hún. — Ég get ekki verið hérna
alein.
Hervey kom með vasaljósin
og við gengum aftur út í garð-
inn. Ég gekk við hliðina á frú
Hervey, en Hervey fór í aðra
átt. Við heyrðum hann kalla á
Gault nokkrum sinnum, en
ekkert svar heyrðist. Við höf-
um sjálfsagt verið á gangi í
hálftíma, áður en Hervey kall-
aði úr hinum enda garðsins.
Frú Hervey greip fast í hand-
legginn á mér og rak upp neyð-
aróp. Hervey gaf okkur merki
með ljósinu og við flýttum
okkur til hans. Hann lá á hnján-
um á jörðinni.
— Guð minn góður! sagði
hann. — Þetta er gráklæddi
maðurinn!
Ég lagðist á hnén hjá honum.
Líkið lá a harðri jörðinni und-
ir trénu. Það var hræðilegt
ásýndum. Svipurinn á andlit-
inu var hræðilegur, eins og frú
Hervey hafði sagt. Eina eða
tvær tennur vantaði og það
gerði manninn sérstaklega
óhugnanlegan á svipinn. Hann
var iklæddur óhreinum gráum
flúnelsfötum og kraginn og
bindið óhreint, en á fótunum
voru óhreinir tennisskór. Eg
áætlaði, að hann væri búinn að
vera dauður í tæpan klukku-
tíma. Hann hafði fengið bylm-
ingshögg með þungum staur
eða steini og höfuðkúpan var
moluð. Það var greinilegt, hvað
gerzt hafði. Gault hafði hitt
hann þarna í garðinum, ráðizt
á hann og drepið hann, en síð-
an flýtt sér heim í húsið og
haft fataskipti.
Hervey hljóp inn til þess að
hringja á lögregluna. Frú Her-
vey stóð kyrr eins og stein-
stytta. Svo greip hún allt í
einu höndunum fyrir andlitið,
og ég var rétt nógu fljótur á
46 VIKAN 46. TBL.