Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 4
7 Hvað cr verið ^
t að skamma mann?
Eru þetta ekki Sommcr-teppin,
Jrá Litaveri sem þola allt^i
Teppin sem endast. endast og endast
á stigahús og stóra gólffleti
Sommer teppin eru úr nælon. ÞaS er sterkasta teppaefnið
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá-
réttum þráðum. Und'rrlagið er áfast og tryggir mýkt,
sislétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln
hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
járnbrautarstöðvum Hvrópu.
Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum
góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og
Sommer gæði.
LITAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SfMAR: 30280 - 32282
P0STURINF9
Gengur í svefni
Kæri Póstur!
Af því þú ert svo ráðagóður,
ætla ég að biðja þig að gefa
mér ráð. Eg veit, að ég hef lengi
talað upp úr svefni, en undan-
farið er ég líka farin að ganga
í svefni og gera ýmislegt, en
kem aðeins til sjálfrar mín, þeg-
ar ég fer upp í rúm aftur. Getur
þetta næturrölt mitt verið ástæð-
an fyrir því, að mig syfjar svo
mikið á daginn? Getur þetta
ekki verið hættulegt, t. d. ef ég
fer út? Og er ekkert hægt að
gera við þessu? Mér finnst svo
óþægilegt, að bróðir minn, sem
sefur í næsta herbergi við mig,
hefur komizt að mörgu, sem ég
hef talað af mér Elsku Póstur,
gefðu mér ráð.
Virðingarfyllst,
náttugla.
....
í—^^
Ekki dugir þetta, náttugla góð,
þetta er alltof spennandi fyrir
bróður þinn, hann gæti orðið
taugaveiklaður af svefnleysi!
Við erum litlir sérfræðingar í
svefngöngu hér á Vikunni og
gefum þér það eitt ráð að leita
læknis. Líklega ertu eitthvað
spennt á taugum, og ekki batn-
ar það, ef þú heldur áfram að
spjalla og spranga, þegar þú
átt að liggja róleg og steinþegj-
andi á þínu græna eyra.
Svar til einnar
örvæntingarfullrar
Vertu bara vongóð, það er mjög
líklegt, að hægt sé að ráða bót
á þínu vandamáli. Sennilegt er,
að vandræði þín stafi af óeðli-
legri hormónastarfsemi, og við
ráðleggjum þér eindregið að
leita strax til læknis.
Svar til Fáskrúðs-
firðings
Ertu viss um, að þetta sé svo
mikið vandamál? Ýmsir mundu
nú kannski öfunda þig af þessu.
Farðu samt ekki að fiíka því við
hvern sem er. Við erum alls
engir sérfræðingar í þessu, en
erum þó á því, að þú leysir
sjálfur þitt vandamál á réttan
hátt, svo langt sem það nær. —
Hins vegar sakar varla að gera
sjálfan þig meira spennandi og
eftirsóknarverðan í augum konu
þinnar, svo að þið fáið oftar
notið ánægju samlífsins.
Hver myrti?
Kæri Póstur!
Mig langar til að leita til þín
til þess að fá úr því skorið, hver
það var, sem myrti eiginkonu
dr. Kimbles í samnefndum þætti.
Því fólk er ekki á einu máli um
það, sumir segja lögreglumann-
inn hafa gert það, aðrir ein-
henta manninn. Heldurðu, að þú
getir ekki leyst úr þessu fyrir
mig? Hvernig er skriftin? Astar-
þakkir.
I.H.
Lengi lifir í gömlum glæðum.
Ekki hefði okkur dottið það í
hug að óreyndu, að dr. Kimble
ætti ennþá rúm í hugum fólks.
Það var víst örugglega sá ein-
henti, sem myrti eiginkonu þessa
víðfræga læknis. Skriftin er
snotur og bendir til nákvæmni,
sem jaðrar við smámunasemi,
ennfremur varfærni og sam-
vizkusemi.
Með lafandi brjóst
Kæri Póstur!
Ég þakka þér kærlega fyrir allt
gamalt og gott. Mig langar til
að biðja þig að hjálpa mér dá-
lítið. Þannig er mál með vexti,
að ég hef svo lafandi brjóst.
Getur þú bent mér á einhverjar
æfingar eða annað, svo að þetta
lagist. Ég vona bara, elsku Póst-
ur, að þú getir bent mér á eití-
hvað, sem að gagni kemur. —
Hvernig eiga steingeit og hrút-
ur saman? Með fyrirfram þökk
og von um, að þú svarir sem
fyrst.
Ein í vanda.
Leitaðu til einhverra af öllum
þeim skara, sem bjóða konum
upp á alls konar leikfimisæfing-
ar sér til heilsubótar. Það eru
áreiðanlega til ýmsar æfingar,
sem miða einmitt að því að
styrkja brjóstvöðvana. Sé málið
alvarlegt, skaltu ekki hika við
að leita læknis. Hrútur og stein-
geit geta átt ákaflega storma-
samt samlíf.
4 VIKAN 51.TBL.