Vikan


Vikan - 21.12.1972, Page 6

Vikan - 21.12.1972, Page 6
r r SIÐAN SIÐAST í STAÐINN FYRIR GUÐFÖÐURINN Sagt er, að Burt Lancaster hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum yfir því að fá ekki að leika aðalhlutverkið í hinni frægu kvikmynd, „Guðföðurnum". En í staðinn hefur hann nú fengið annað hlutverk, sem hann gerir sér miklar vonir um. Það er aðalhlutverkið í mynd, sem heitir „Scorpio". Hann er þar í gervi leynilögreglumanns hjá CIA, sem leikur tveim skjöldum og selur Rússum leyniskjöl. PRINSINN í FULLRI STÆRÐ VERÐLAUNAMYND FRÁ ÍSLANDI Mynd þessi birtist í franska vikublað- inu Paris Match 28.-október síðastlið- inn. Hún kemur vissulega kunnuglega fyrir sjónir, enda er hún af Hallgríms- kirkjuturninum og listaverki á síðustu skúlptúrsýningu á Skólavörðuholti. — Myndin hlaut verðlaun í umfangsmik- illi ljósmyndakeppni, sem blaðið efndi til, og höfundurinn er 28 ára gamall Frakki, Philippe Béau að nafni. HELG11 HEIMSPRESSUNNl Fyrsta málverkið af Charles Breta- prins í fullri líkamsstærð var til sýnis í Painters Hall í Lundúnum fyrir skemmstu. Það er málað af Leonard Boden, einum af örfáum listamönnum, sem hefur tekizt að fá Charles prins og aðra úr konungsfjölskyldunni til að sitja fyrir hjá sér. Prinsinn er klædd- ur í skikkju sokkabandsorðunnar, en innanundir er hann í einkennisbúningi flughersins. Og ísland kemur við sögu í öðru er- lendu stórblaði um svipað leyti. í þýzka vikublaðinu Stern birtist þessi mynd af þeim fræga atburði, þegar Helgi Hóseason sletti skyrinu á helztu fyrirmenn þjóðarinnar. Nafn Helga er að vísu ekki nefnt í textanum, en að- eins getið um forsetann og biskupinn. Og skyrið hafa Þjóðverjarnir ekki þekkt; þeir tala um hvítan lit. Það styttist óðum til jóla, enda farið að bera á ös og annríki í verzlunum höfuðborgarinnar. Verzlunarmiðstöðv- ar hafa farið í vöxt að undanförnu til hægðarauka fyrir kaupendur. Ein slík verzlanasamsteypa er að Laugavegi 66. Þar eru til húsa fimm verzlanir: Gluggatjöld. Herradeild P & Ó, Káp- an, Karnabær og Tízkuskemman. NÚ LEIKUR HÚN LADY HAMILTON Sagnfræðileg efni hafa löngum verið eftirsótt til kvikmyndunar, en líklega aldrei eins mikið og nú. Glenda Jack- son varð fræg fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu eins og allir vita, en næsta hlutverk hennar er Lady Hamilton. Peter Finch leikur Nelson lávarð. Myndin fjallar um síðustu mánuðina í lífi Nelsons og endar á því, þegar hann fellur, einmitt á sama andartaki og sigur er tryggður í orr- ustunni við Trafalgar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.