Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 12
PHAGRIMSFERÐ
Jólasvipmynd eftir Mogens Lorentzen
„Maður á ekki að fara pflagrimsferð
til hins helga lands
bernsku sinnar. Það á að fá
að lifa óbrenglað
i endurminningunni. . .
Frú Spentrup vatt s^r inn i
vinnuherbergi eiginmanns slns.
Matarlyktin og eimurinn úr eld-
húsinu stóö af henni eins og gufu-
strókur.
„Vilhelm”, sagöi hún og var
mikiö niðri fyrir, „getur þú ekki
haft ofan af fyrir börnunum svo-
litla stund. Þau eru gjörsamlega
óviðráðanleg, og mér er ómögu-
legt að vera bæði i eldhúsinu og
borðstofunni.”
Spentrup ýtti skrifborðs-
stólnum aftur á bak yfir slitiþ
gólfteppið og reis treglega á
fætur. Þar með var búið að eyöi-
leggja fyrir honum þessa næðis-
stund, sem hann hafði stolið sér á
sjálfan aðfangadaginn, —
friðurinn rofinn af sælu heimilis-
lifsins, sagði hann viö sjálfan sig,
og gremjan og samvizkubitiö
tóguðust á i huga hans.
Hann gekk inn i borðstofuna,
þar sem börnunum hafði verið
gert að halda sig, og þar reyndu
þau að hemja óþolinmæði sina,
svo sem aldurinn frekast leyfði.
Hans, sem var átta ára og elztur
lá úti i horni og litaði mynd.
Morten, sá næstelzti, stóð
iskyggilega nálægt borðinu með
gjafahrúgunni og greip höndum
grunsamlega snöggt aftur fyrir
bak, og Marianne, sú óstýriláta
ungfrú, var búin að tina allt upp
úr saumakörfunni og dreifa þvi
samvizkusamlega út um allt gólf.
Börnin horfðu hljóð á föður
sinn. Þau vissu, að þau þurftu
aðeins að halda sig á mottunni,
þangað til hann sneri aftur til
vinnuherbergis sins, jafn viðutan
og fyrr. En Spentrup stóö
kyrr . . . já, stóð aðeins og horfði
á þau, fullkomlega meðvitandi
um vanmátt sinn i þessum að-
stæðum. Hér dugðu engar minni
háttar ráðstafanir.
„Komið þið!” sagði hann
skyndilega, ,,við förum i göngu-
ferð”.
„Hverjir?”, sagði Hans og leit
upp úr litabókinni, „hverjir fara i
gönguferð?”.
„Við . . við fjögur . . . ,við
förum öll. Meðan mamma býr til
matinn”.
Börnin risu á fætur og horfðu
vantrúuð á hann. Þetta hafði
aldrei komið fyrir áður, og þau
skildu ekki almennilega, hvað um
var að vera.
„Svona,” sagði faöirinn, ,,út i
forstofu meö ykkur og i fötin i
snatri.” Þetta varð ekki mis-
skilið. ,
„Hvað nú?” sagði móðirin og
stakk höfðinu út um eldhús-
dyrnar.
„Við förum. Við förum i svona
klukkutima gönguferð”, sagði
Spentrup. Rödd hans — hann
heyrði það alveg sjálfur — var
þrungin biturð, eins og hann vildi
halda áfram og segja”........og
þú skalt ekki búast við okkur
aftur, en þakka þér fyrir þennan
tima, sem við höfum búið saman,
og ég vona, að þú verðir
hamingjusöm, ef þú giftist aftur,
og fjandinn hirði þetta allt
saman! ”
Þegar þau komu út I myrkrið,
tók Marianne I aðra hönd hans og
Morten I hina, og Hans hélt sig
nálægt með þann möguleika i
huga að gripa hönd föðurinSj ef
ahnað hvort yngri systkinanna
léti óvart þau forréttindi af hendi.
Faðirinn stefndi niður að opna
svæðinu, org þau voru brátt
komin á gangstiginn undir stóru
trjánum. Hann sagði ekki orð.
Nei, Spentrup^agði ekki orð,
þvi aö sumpart hafði hann ekki
hugmynd um, hvað hann gæti
sagt við börnin sin, og sumpart
var hann þrúgaður af til-
hugsuninni um, hversu litið
samband var,i rauninni milli hans
og barnanna. Honum hafði
eiginlega aldrei dottiö þaö i hug
fyrr. Vissuiega voru þau ekkert
feimin aö bulla við hann, og hamn
svaraði þeim, en hann hafði vist
aldrei stofnaö til samræðna við
neitt þeirra framyfir nauð-
synlegustu málefni liðandi
stundar.
,,Er ég kannski slæmur faðir?”
sagöi hann við sjálfan sig, „mér
finnst þó ég gera það, sem ég get
fyrir börnin . . .þegar þau eru
veik. . .og ég sé um, að þau
skorti ekkert og reyni að gleðja
þau lika . . en okkar tengsl eru
náttúrlega ekkert lik þvi eðlilega
trúnaðarsambandi, sem er á milli
þeirra og Gustu. Það er einkenni-
legt, en mér finnst aldrei neitt er'-
fitt að tala við fullorðið fólk, en
börn . . .kannski er ég i rauninni
lélegur faðir, ómögulegur
faðir . . .” hugsaði Spentrup og
kreisti litlu hendurnar tvær, sem
leituðu trausts i lófum hans. „En
liklega hafa þau vanizt mér, eins
og ég er”, hugsaði hann, „og hvað
i heiminum gæti ég lika rætt við
þau núna, einmitt núna?”
„Pabbi, hvað hefur kóngurinn
stórt jólatré?”, spurði Morten allt
i einu.
„Stórt”, svaraði Spentrup
stuttur I spuna, þvi að um leið
vissi hann, aö hér hafði hann
fengið tækifæri til frásagnar, sem
börnin hefðu hrifizt af, en þó hann
hefði veriö skrúfaður niður á
piningarbekk, hefði hann ekki
getaö kreist út úr sér svo mikið
sem tvær setningar um þetta mál.
Ónei.
,,.....og hvað var þitt jólatré
stórt?” spurði Marianne lágmælt.
„Mitt jólatré”, sagði
Spentrup . . . og um leið stóð
bernskan honum lifandi fyrir
hugskotssjónum......
„Mitt jólatré,” sagði hann,
„það var ekki svo fjarska stórt,
ekki nærri eins stórt og okkar
núna, en við keyptum það ekki á
götunni, eins og mamma gerir,
við sóttum það sjálf út i skóginn,
þar sem ég bjó, þegar ég var litill.
Skógarvörðurinn var vinur minn,
og strax um sumarið völdum við
tré, alveg ákveðið lítiö tré, og svo
hafði ég auga með þvi allt
haustiö. Og þegar jólin komu,
fórum við, hann og ég, á
aöfangadag, — þvi hann var alltaf
hjá okkur á jólakvöld — og svo
hjuggum við það með exi og
bárum það heim.”
Spentrujtvarð að ýta aðeins við
Hans til aö komast áfram.
„Stundum var snjór, og við
urðum aö draga það á sleða.”
sagöi Spentrup, ”og nú man ég
ekki lengur hvers vegna, en við
komum aldrei heim með það, fyrr
en orðið var næstum dimmt. Svo
var kveikt ljós, og Laes,
skógarvörðurinn kraup úti á
hlaðinu og hjó tréð að neðan, svo
það passaði á fótinn.”
Og tendraður af endur-
minningunni — likara þvi
sem hann talaði við sjálfan sig —
hélt Spentrup áfram að segja frá
skóginum þar heima,
skógarverðinum, föðurnum og
móðurinni, afa og ömmu, sem nú
voru löngu dáin, hann sagði þeim
frá sumrinu og leikjum sinum þá,
félögunum, skólaárunum
æskunni, þeirri æsku, sem hann
haföi ekki I rauninni rennt huga
til I fjölda ára, sem hafði verið ýtt
til hliðar i huga hans, orðið að
Framhald. á bls. 31
12 VIKAN 51.TBL.