Vikan - 21.12.1972, Page 20
æsKa
FRAMHALDSSAGA EFTIR
FRED MUSTARD STEWART
Doktor Mentius er heimsfrægur fyrir yngingar-
tilraunir sinar og á hinu glæsilega hallarsjúkra-
húsi hans i Sviss eru margir á biðlista. En þegar
Amerikanarnir sex komu þangað, eru þar engir
sjúklingar fyrir. Doktor Mentius fer ekkert i
launkofa með ástæðuna fyrir þvi: hann ætlar að
reyna alveg nýja aðferð, uppfinningu, sem á að
gera drauminn um eilifa æsku að veruleika.
Þetta verður i fyrsta sinn, sem hann reynir að-
ferðina á manneskjum og doktor Mentius full-
vissar þau um að aðferðin sé ekki á nokkurn hátt
hættuleg. En er það hending ein að þetta eru
þrjár eldri manneskjur, semhafa, hver fyrir sig,
ungt fólk sér við hlið?
Tjaldið féll eftir stórkostlega sýningu Bolshoi-
ballettsins á Svanavatninu og hinn glæsilegi
áhorfendahópur reis ósjálfrátt strax úr sætum
sinum og klappaði ákaft.
Ung og fögur stúlka, eða réttara sagt ung kona
— i einni stúkunni, klappaði ákaft og augu hennar ljómuðu af
hrifningu. Hún var hávaxin, grönn og fagurlimuð og hefði
sem bezt sjálf getað verið dansmær.
— Þarna koma þau aftur fram. Þetta er i þriðja sinn, sem
þau eru kölluð fram, ég vildi að það yrði tuttugu sinnum.
Maður hennar brosti. Hann var glæsilegur maður, en
greinilega miklu eldri en hún. Ann var fjórða konan hans og
hann virtist skemmta sér vel yfir þvi hve hrifin hún var.
Listafólkið varð að koma átta sinnum fram og fimm
minútum siðar lagði Michael Brandywine chinchillasláið um
axlir konu sinnar og þau gengu niður teppalagðan stigann á
Metropolitanóperunni út á Lincoln Center Plaza, þar sem
einkabilstjóri þeirra beið með Bentleyinn, til að aka þeim til
uppáhaldsveitingahússins
20 VIKAN 5). TBL.