Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 35
/ kostlegir, Þorsteins 0. Stephensens, Þóru Borg, Reginu Þórðardóttur. Leikur þeirra er dásamlegur, og raunar leiðinlegt að þau skuli ekki fyrr hafa fengið tækifæri til að leika i kvik- myndum. Samstarfið við þau var sérstaklega ánægjulegt og lærdómsrikt fyrir mig, og von min er að þetta samstarf hafi einnig orðið þeim ánægjuleg og fróðleg reynsla. — Eftir þau kynni, sem þér hafiö nú haft af tslendingum og islenzkri menningu, hafið þér þá i huga gerð fleiri kvikmynda um hérlend efni? — Vissulega. Ég hef hynnst landinu, fólkinu, rithöfundum, leikurum, og þá hafa vaknaö ný áhugamál. Það er ekki nema eðli- legt. Ég sá til dæmis nýlega Dóminó, leikrit Jökuls Jakobs- sonar, og varð mjög hrifinn af þeirri sýningu. Við Jón Laxdal erum nú að snúa leikritinu á þýzku, og ég hef fulla ástæðu til að ætla að það geti náð miklum vinsældum i Þýzkalandi. Vita- skuld hef ég einnig i huga i þessu sambandi leikrit Halldórs Laxness. Þar að auki hef ég auð- vitað heyrt fjölda af sögum og reynt margt sjálfur, og ef svo fer, sem er full ástæða til að ætla, að frekari samvinna verði milli landa okkar á sviði kvik- myndunar, þá vildi ég mjög svo gjarna gera eitthvað um ísland nútimans. — Þér teljið grundvöll fyrir vaxandi áhuga á islenzkum bók- menntum og menningu yfirleitt i hinum þýzkumælandi heimi? — An alls vafa. Halldór Laxness á þegar marga trygga lesendur i Þýzkalandi og að sjálf- sögðu i Skandinaviu, og við höfum góbar ástæður til að ætla að myndin falli i góðan jarðveg hjá þeim. Þar að auki ber ýmislegt til, að tsland hefur verið óvenju- mikið i heimsfréttunum þétta árib. Það var heimsmeistara- einvigið i skák, af þvi voru fréttir i fjölmiðlum um allan heim, þar á meðal þýzkum, Der Spiegel, okkar merkasta vikurit, gerði það að forsiðuefni. Svo er það útfærsla fiskveiði- landhelginnar i fimmtiu milur, og deilurnar sem út af þvi hafa spunnizt. Sem sagt: þaö var ýmislegt, sem á þessu ári hjálp- aðist að þvi aö vekja athygli á tslandi og efalaust gerir það sitt til að vekja áhuga á myndinni, auk þess sem hún eykur efalaust þann áhuga á landinu, sem þegar hefur skapast i Þýzkalandi. Menningarviðskipti milli landa okkar eru þegar veruleg, hér er nú til dæmis' staddur leikstjórinn Ulrich Erfurt þeirra erinda að færa Mariu Stuart upp i Þjóð- leikhúsinu, maður mjög fær i sinni grein og nýtur mikils álits, og þá ber ekki siöur að nefna jafn ágæta leikara og Jón Laxdal og Róbert Arnfinnsson, sem báðir tala þýzku eins og bezt gerist og hafa starfað i þýzkum leikhúsum, en eru þó tslendingar og lita á sig sem slika. Það eru allar likur til að það, sem gerst hefur i ár, geri að verkum að fólk kunni i vaxandi mæli að meta slik menningar- viðskipti. — Hvað viljið þér segja um hæfni islenzkra leikara yfirleitt, annarra en þeirra Jóns og Róberts, sem nú eru vel þekktir af þýzkum leikhússunnendum? — Ég hef á tilfinningunni að islenzkir leikarar séu margir mjög góðir. Ég varð til dæmis mjög hrifinn af sýningunni á Atómstöðinni, og þar fannst mér sérstaklega mikið til um frammi- stöðu Margrétar Helgu Jóhanns- dóttur i aðalhlutverkinu. Ég gæti llka nefnt Helgu Bachmann, Guðrúnu Stephensen, Steindór H j ör 1 e i f s s o n , Margréti Guðmundsdóttur, Gunnar Eyjólfsson og fleiri og fleiri. Ekki Hzt mér siður á leikstjórana, eins og Brynju Benediktsdóttur og Helga Skúlason, miðað við sýningarnar á Lýsiströtu og Dóminó. Það er leitt að islenzku leikhúsin skuli ekki gera að þvi jieitt að ráði að senda leikflokka út, til dæmis á listahátiðina i Berlin. Við höfum fengið þangað verk frá fjölda landa, en aldrei frá tslandi. Ég held að það væri vel þess virði fyrir tslendinga að reyna þetta. Þótt leikhúsgestir skilji ekki málið. þá hafa þeir áhuga á gestasýningum, ekki sizt ef áhugi þeirra á hlutaðeigandi landi er vakandi fyrir. Og islenzku leikararnir eru án efa á heimsmælikvarða. t þessu sam- bandi vil ég lika með sérstöku þakklæti og virðingu geta Sveins Einarssonar, Þjóðleikhússtjóra sem er textaleikstjóri kvik- myndarinnar. — Hvað finnst yður þegar þér berið saman tslendinga og Þjóðverja? Þetta eru þegar allt kemur til alls skyldar þjóðir, og menningarleg áhrif þýzk hafa löngum haft greiban gang til Islands. — Það kom okkur, mér og félögum minum frá Þýzkalandi á óvart þegar i byrjun, að við fundum alls ekki til þess að við værum hér útlendingar. Þetta er ólikt reynslu okkar frá öðrum löndum, eins og Frakklandi, Spáni, ttaliu og svo framvegis, eftir nokkrar vikur fer mann að langa heim. Ég var hér þrjá mánuði, og finnst nú leiðinlegt að þurfa að fara héðan. Við höfum stofnað til sambanda, og þykir orðið vænt um landið, svo að við vonum eindregið að fá tækifæri til ab koma hingað aftur. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég væri hér meðal bræðra, sem ekki hafi einungis lesið þaö sama og ég, kynnst samskonar tónlist og myndlist og ég, heldur og hafi álfka Hfsviðhorf og þenkingar- máta. Ég er þessutan ekki i vafa um, að Þjóöverjar gætu margt lært af tslendingum. Það er til dæmis furðulegt til þess að hugsa, aö svo litið land, með svo fáum ibúum, skuli i meira en þúsund ár hafa getað haldið við eigin máli og menningu. En stjórnmála- ástandið hjá okkur hefur, eins og allir vita, verið nokkuð vandræðalegt siðustu áratugina. landið var hersetið, stór svæði sniðin af þvi og þvi skipt i tvö riki, sem mjög hafa farið hvort slna leið. — Hvaðan úr Þýzkalandi eruð þér sjálfur ættaður? — Ég er frá Mið-Þýzkalandi, fæddur i Saxlandi og uppalinn i Þýringalandi. Faðir minn var kaupmaður, en minar bókmenntalegu tilhneigingar hef ég liklega fremur erft frá móður minni, sem var kona sagnfróð. Ég lærði I Jena, siðar i Berlin og loks i Hamborg. Ég hef átt heima i Vestur-Þýzkalandi siðan 1951. Ég stundaði nám i leikhúsfræðum og bókmenntum, og var lengivel litið gefinn fyrir tækni, elektrik og allt þaö. Tilviljun réði þvi að miklu leyti að ég lenti i kvikmyndum og sjónvarpi, til þess að afla mér fjár sem stúdent tók ég vinnu sem bauðst við sjónvarpið, sem þá var nýtilkomið i Þýzkalandi. En ég fór fljótlega aöhafa mikla ánægju af að snúa bókum og leikhús- verkum i kvikmyndir. Ekki hvað sizt hef ég haft áhuga á að taka þannig til meðferðar höfunda, sem verðskulda að vera þekktir af miklu fleirum, en raun er á, eins og til dæmis Halldór Laxness i Þýzkalandi, eða þá sem sæta kúgun heima fyrir og fá ekki verk sin prentuð, eins og ýmsir höfundar þeir tékkneskir og pólskir, sem ég hef tekið fyrir. Yfirleitt er það mitt áhugamál að kynna góðbókmenntaverk fólki, sem ekki hefur lesið þau. Ég hef þar á móti Htinn áhuga á að kvikmynda metsölubækur, eins og annars er mikill siður, þar eð gert er ráð fyrir að fólk almennt hafi gaman af að sjá á bió bók, sem það hefur lesiö. Kvikmyndin um Brekkukotsannál er þvi fyrst og fremst gerð með þá i huga, er ekki hafa lesið bókina, þótt Islendingum kunni aö koma það einkennilega fyrir sjónir, þar sem þeir þekkja svotil allir efni bók- arinnar. Hvað sem þvi liður, vona ég að með myndinni hafi okkur, með hjálp allra þeirra aðila sem hlut áttu að máli, tekist að koma til skila þeirri mynd af Islandi aldamótatimans, sem bókin gefur. — Mig langat til, Herr Hadrich, að vikja talinu litið eitt að þvi, sem efst er á baugi i föðurlandi yðar i svipinn, til dæmis batnandi ástandi i samskiptum þýzku rikjanna tveggja. Nú hafa þau að mestu verið aðskilin frá striðs- lokum, og komnar á legg heilar kynslóðir, sem hlotiö hafa mjög mismunandi pólitiskt og menningarlegt uppeldi. Hvernig haldið þér að gangi að bræða þjóðina saman aftur, menningar- lega séð, ef svo mætti að orði komast? — Ég er mjög svartsýnn hvaö það snertir. Þjóðverjar eiga yfirleitt gott með að aðlagast nýjum kringumstæðum. Það kom meðal annars i ljós með skiptingu landsins og þeirri óliku þróun mála, sem átti sér stað i hvoru rikinu um sig. 1 Austur-Þýzka- landi hafa menn alið æskuna upp mjög einhliða, klætt hana i úniform, þjálfað hana og kennt henni einhliöa hugmyndafræöi. 1 Vestur-Þýzkalandi er þessu á allt annan veg farið, þar eru ýmsar stefnur uppi i hugsunarmáta, listum og ööru. Þar hefur aldrei verið um það að ræða að fylgja einni, ákveöinni Hnu. Menningar- leg samskipti eru þegar milli rikjanna tveggja, en mjög einhliða. Vib vestan megin höfum i okkar bókabúðum >rit allra helztu höfundanna austan megin, og sömuleiðis eru engar hömlur á þvi að sýndar séu hjá okkur austur-þýzkar kvikmyndir. Þeir austan megin fá hinsvegar hvorki að sjá bækur eða kvikmyndir frá 51. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.