Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.09.1973, Qupperneq 6

Vikan - 06.09.1973, Qupperneq 6
AÐGERRIIN ffvwviiii i ifin B JARGAÐII þeim I þorpinu Mirandisa á hásléttu Norður-Brazilíu biðu hjónin Man- oel Bernardino og Ursula Terez Pereira sins sjöunda barns. Þau voru bláfátæk, en samt hlökkuðu þau til komu barnsins, þvi að eins og I svo mörgum frumstæöum samfélögum er auðlegð fjölskyld- unnar talin f börnum. Þvi fleiri börn — þvi betra. Eins og venja var til I þorpinu hafði ljósmóðirin skoöað Ursulu nokkrum sinnum um meðgöngu- tlmann og hafði með nærri yfir- skilvitlegri nákvæmni sagt til um fæðingardag og stund. Hinn stóra dag gekk allt sinn vanagang i kofa Pereira fjöl- skyldunnar. Barnsfæðing var ekki óvenjulegur atburður og var ekkert til að gera veður út af. Allt var til reiðu fyrir fæðinguna, kyrnur og balar með sjóðandi vatni og hreint lin við höndina. Þegar hriðirnar byrjuðu voru öll börnin, nema elzta dóttirin, rekin út á akurinn til föður sins, sem var aö vinnu i steikjandi sólarhit- anum. Allt I einu hrópaði ljósmóðirin undrandi: — En hvað þú er heppin, Ur- sula. — Þú færð ekki bara blessun eins barns heldur tveggja. Það verða tviburar. Svo hélt hún áfram að hjálpa börnunum til þessa heims eftir beztu getu. Það olli henni nokk- urri undrun og erfiðleikum, að börnin komu ekki eitt I einu, eins og venja er til við tviburafæöing- ar. Nú sá hún tvö höfuö hlið viö hlið bjaka sér fram úr skauti móðurinnar, henni til mikilla þjáninga. Það var ekki fyrr en börnin voru fædd og lágu spriklandi i fangi ljósmóöurinnar sem hún uppgötvaði, að ekki var allt með felldu. Þau voru samvaxin um magann. Þrátt fyrir hræðslu og undrun vegna hinnar óvenjulegu sjónar, hélt hún áfram að þvo og þurrka börnin eins og ekkert hefði i skorizt, og afhenti þau móður- inni, sem tók þau ástúðlegum og viðkvæmum höndum og gaf þeim brjóst. Eiginmaðurinn, Manoel, var kallaðurheim frá akrinum. Hann varð óttasleginn, þegar hann sá börnin, þvi að slikt hafði hann aldrei séð áður. En þótt hann væri bæöi hræddur og undrandi, var Siömsku tviburasystumar hefðu senni- lega verið samvaxnar allt sitt líf, ef presturinn sem skirði þær hefði ekki komið með tillögu. •Tviburasysturnar sem voru að öllu öðru leyti fullkomlega heil- brigðar hefðu senniiega veriö samvaxnar allt sitt lff, cf þorps- presturinn hefði ekki bent for- eldrunum á að fara með þær til læknis. Þeir mölduðu fyrst i mót- inn, en þegar læknarnir fuliviss- uöu þá um að stúlkurnar gætu orðið eins og öll önnur börn, var aðgeröin framkvæmd. það gleðin yfir börnunum, sem var rikjandi tilfinning. Stoltur og hamingjusamur sendi hann boð til allra vina og ættingja i nálægum héruðum um, að nýtt brum hefði bætzt við Pereira-stofninn. Börnunum*var fagnaö a venjulegan hátt með flösku af „cachaga”, sterku vini framleiddu úr sykurreyr. Allir sættu sig við, að örlögin hefðu skapað börnin sem raun bar vitni: og Ursula annaðist börnin eins og um venjuleg börn væri að ræða sem þau voru að öllu ööru leyti. Mánuður leið og allt gekk sinn vanagang I kofa Pereira fjöl- skyldunnar. Siamstviburarnir voru skirðir af þorpsprestinum, föður Hosane. Tviburarnir voru skiröir Monica og Mararida. Eftir skirnina benti faðir Hosane foreldrunum á að fara meö stúlkurnar til næsta sjúkra- húss og láta lækni rannsaka þær. t byrjun mölduðu foreldrarnir I móinn, en sáu svo fram á, aö þaö var kannske ekki svo vitlaust. Þau yrðu að gera það, sem börnunum var fyrir beztu meö tilliti til framtiðarinnar. En hvernig ættu þau aö komast til sjúkrahússins? Það var I 400 km fjarlægð. Presturinn kom þeim aftur til hjálpar og hringdi til sjúkrahússins og útskýrði málin. Læknirinn lofaöi að senda sjúkra- bil til að sækja móður og börn. Sjúkrabillinn kom strax daginn eftir, og viö komuna til sjúkra- hússins voru stúlkurnar rann- sakaðaraf hópilækna, sem ákváð að sendá þær áfram til barna- Ursula og Manoei fyrir framan fátæklegan kofa sinn umkringd af börnum sinum og vinum, ásamt ljósmóðurinni sem tók á móti tvl- burunum. 6 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.