Vikan

Útgáva

Vikan - 06.09.1973, Síða 11

Vikan - 06.09.1973, Síða 11
t■Jxtsí, 'Alniriv, \Luxem hMaZ\ Virton \s> LMunor • ' • -»•_ .AON ywv/«vi rpouiltcux £nm,fi»v* MVl£<wurF\ Tompitgne l/ía Vfitrrir " [Jeiitm Sanu<i' Rtttin ^Keims .LON5 hampaæne 'i Vitrýntm r\ r/ancy < fDulrij Orð Fersens eru skýr og ákveð- in rétt eins og hann væri að til- kynna brottfarartima flugvélar á alþjóðaflugvelli á tuttugustu öld- inni. Hjólin fóru að snúast. Mennirn- ir, sem Bouillé hafði skipað til að vera í Pont-Sommevesle, fengu skipun um að vera til staðar þar um hádegisleytið þann tuttugasta og fyrsta til þess að vera viðbúnir komu konungshjónanna um hálf þrjú leytið. Allan mánudaginn 20. júní 1791 gekk lifið i Tuilerihöllinni i Paris sinn vana gang. Konungurinn var að störfum i skrifstofunni, sem hann hafði til umráða, þar sem hann tók á móti mörgum fulltrú- um þjóðþingsins. Drottningin fór til messu klukkan ellefu og krón- prinsinn var að leik i garðinum. En einn eftir annan gqrðust at- burðir, sem áttu eftir að hafa ó- fyrirsjáanleg áhrif á flóttann. Klukkan eitt sendi Marie Anto- inette eftir Léonard hárgreiðslu- meistara sinum og fékk honum bréf, sem hann átti að færa her- toganum af Choiseul i húsi hans við rue d’Artois.... Choiseul ruglaði Léonard i rim- inu svo aö þessi siblaðrandi mað- ur varð einn þýðingarmesti hlekkurinn ikeðjunni, sem orsak- aði það, að flóttatilraunin mis- tókst. Hlutverk hans var i raun- inni ekki annað en fara með skartgripaskrin drottningarinnar til Montmédy svo að hún gæti bor- ið viðeigandi skartgripi kvöldið eftir, þegar konungurinn klæddist einkennisbúningi sinum i Mont- médy..... Siðdegis fór Fersen til Tuileri- hallar til þess að ráðgast við kon- ung og drottningu. Þaö varö að samkomulagi milli þeirra, að ef eitthvað gengi úrskeiðis færi Fer- sen til Brussel og reyndi að fá að- stoð þjóðhöfðingja álfunnarvið að koma Frakkakonungi aftur til valda. Taugar Marie Antoinette voru komnar að þvi að bresta. „Hún grét mikið”, skrifaði Fer- sen einfaldlega i dagbók sina. Konungurinn fór með Sviann á af- Flóttaleiðin frá Paris til Varenn- es eins og hún er sýnd á frönsku korti frá 18. öld. „Hún grét mikiö”, skrifaði Axel i dagbók sina eftir heimsókn sina i Tuilerihöllina daginn, sem flótt- inn var hafinn. vikinn stað og sagöi: „Monsieur de Fersen, hvað sem kann að ger- ast skal ég aldrei gleyma þvi, sem þér hafið gert fyrir okkur”. Axel.fór úr höllinni á minútunni klukkan sex og flýtti sér til húss sins við rue Matignon. Hann átti annasamt kvöld fyrir höndum. Vagninn, sem flytja átti konungs- hjónin til Montmédy, var allt of stór og klunnalegur til þess að hægt væri að aka honum I grennd við Tuilerihöllina og þess vegna var honum ekið út úr Paris til Metz. Þangað ætlaði Fersen siðan að aka flóttafólkinu i venjulegum vagni, klæddur eins og ekill. Lausn vandamálanna, sem sköp- uöust vegna þess að útvega þurfti vagna og hpsta, krafðist þess að trúa þurfti þremur mönnum til viðbótar fyrir leyndarmálinu. Þessir þrir menn hétu Malden, Moustier og Valroy, nöfnum sem Dumas hefði eins getað gefið söguhetjum sinum. Ævintýra- blærinn, sem er á þessum nöfn- um, eykst enn séu lesnar um þá lögregluskýrslur, sem varðveitzt hafa. Moustier var svo hávaxinn að fólk staönæmdist á götunni til þess að horfa á hann. Hann var „glaseygður og fölleitur” og hafði flókinn skeggbrúsk á hökunni. Hann var svo nærsýnn að hann sá tæpast niður á tær sér. Valroy var svo áttavilltur að hann, eins og hann viðurkenndi seinna, fann ekki götuna, sem lá frá Tuileri- höllinni til Palais Royal. Allir höfðu þessir þrir menn veriö i lif- verði konungsins og voru trúir og tryggir konungssinnar. Þegar konungurinn tjáði þeim hvert hlutverk þeim væri fólgið og sagði: „Auðna okkar er i höndum ykkar”, urðu þeir djúpt snortnir og fórö að gráta. Lúðvik XVI. var að visu daufgerður en hann hlýtur að hafa komizt við af að sjá kjökr- andi hermennina, sem hann trúði fyrir auðnu sinni. Jafnvel þó þessir þrir menn væru ekki vel færir um starf sitt voru þeir nauðsynlegir til þess að áætlun Bouillés fengi staðist. Einn þeirra —' Valroy —- átti að fara á undan flóttafólkinu og sjá um að hafa til taks óþreytta hesta Lúðvik XVI. þakkaöi Fersen með þcssuni orðum: „Monsieur de Fersen, hvað sem fyrir kann að koma skal ég aidrei gleyma þvl, sem þér hafiö gert fyrir okkur. til þess að spenna fyrir vagninn. Annar átti að aka vagninum og sá þriðji átti að hafa auga með veg- inum, bæði sem framundan var og eins að fylgjast með þvi, hvort veitt væri eftirför. 1 flóttaáætluninni var gert ráð fyrir þvi að Marie Antoinette ferðaðist i gervi Madame de Flóttinn til Varennes. Þannig leit vagninn, sem notaður var til flótt- ans, út. Korff ásamt tveimur stúlkubörn- um. Þess vegna var krónprinsinn klæddur eins og átúlka. Með I ferðinni var þjónn (konungur- inn), herbergisþerna og barn- fóstra. Um ellefuleytið að kvöldi tuttugasta júni var börnunum laumað út um bakdyr á garðin- um, þar sem Fersen beið þeirra. Konungur og drottning urðu að ganga opinberlega til sængur áö- ur en þau gætu klæðzt dulargerv- um sinum og læðzt i gegnunv göngin, sem láu til Place du petit Carriusel, þar sem Fersen og börnin biðu i litlum vagni. Seinkun varð þegar i byrjun, vegna þess að Marie Antoinette, sem ekki var vön að vera fylgdar- laus á ferli úti við, villtist. Það tók hana meira en hálftima að finna vagninn og dýrmætur timi hafði tapazt. Hefðu þau komiö hálfum klukkutima fyrr til Varennes, hefði flóttinn að öllum likindum tekizt. Þetta voru fyrstu en ekki siðustu mistökin, sem urðu til þess að flóttatilraunin fór út um þúfur. Annar hálftimi tapaðist við það að Fersen tók á sig krók til þess að ganga úr skugga um, aö stóri vagninn hefði farið úr borg- inni samkvæmt áætlun. Og klukk- an var að verða hálf tvö, þegar vagninn loks fór i gegnum Porte Saint Martin og var utan borgar- hliðanna. En þar beið ógæfan þeirra lika. Moustier hafði tekið fyrirmælin um að leyna vagninum svo alvar- lega, að erfiðlega gekk að finna hann. Næturmyrkrið, sem átti að hjálpa til við flóttann, varð nú til trafala og þriðji hálftiminn leið áður en þeim tókst að finna vagn- inn og Moustier. Fersen hafði snör handtök við að koma flótta- fólkinu yfir i stærri vagninn og stökk siðan upp i ekilssætið við hlið Moustiers og hrópaði: „ökum af stað og það hratt!” Innan klukkustundar myndi byrja að roða af degi og Paris myndi vakna. Framhald á bls. 36 36. TBL. VIKAN 11 ■ V

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.