Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.09.1973, Qupperneq 12

Vikan - 06.09.1973, Qupperneq 12
Ég hafði lesið um það, að konur sem farnar eru að nálg- ast fertugt væru á hættulegum aldri. En það var ekki fyrr en Viktor birt- ist á skerminum, sem ég fann áþreifanlega fyrir því....... Þaö byrjaði með þætti i sjón- varpinu. Við sátum og drukkum te meðan við horfðum á sjónvarp- ið, og áttum okkur einskis ills von, þegar eldingunni sló niður i gula friðsæla einbýlishúsið okkar. Svartur hestur geystist inn á skerminn, og á hestinum sat litill dökkur karl i svartri kósakka- blússu. A eftir fylgdi sprenging af rússneskum eldmóöi og Stenka Rasin og Lygn rennur Don. Nei, það er satt. Don rann alls ekki lygn. Hún fossaði fram gegnum dagstofuna okkar af villtum og óbeizluöum krafti, og mamma missti smurða brauðið niður á knén og varð frá sér numin. — Gæti ég fengið meira te, sagði pabbi og rétti fram bollann. Mamma heyrði ekki. Hún steppaöi við skin hundrað lang- elda, og smjöriö rann niður heitar buxur hennar og Hubbe, hundur- ínn okkar, sleikti það, án þess að hún gæfi þvi hinn minnsta gaum. — Gæti ég fengið meira te, sagði pabbi. — Ha? Hvaö þá? Hinn villti kósakki hafði þá rið- ið út og horfið af skerminum, og mamma kom til sjálfrar sln og sagði skammastín við Hubba, og hellti te I bollann hans pabba. — Guð, hvillkur karlmaður, dæsti hún. — Hver þá? spurði pabbi undr- andi og bætti sykri I tebollann. Pabbi hefur dálltið þunnt hár, og er allur svona fölleitur, en svaka- lega flnn og góður. — Hann, þessi Rússi þarna. Hvað heitir hann annars? — Viktor Klimenko, sagði Anna Soffia, stóra systir mln, sem veit allt um múslk, það er að segja um alla aðra músik en slgilda. — Hvaö með hann? spurði pabbi. — Hann er dásamlegur, dæsti mamma frá sér numin. Hvlllk rödd! Hvllik augu! — Ofsa skinnhúfa sem hann var með, bætti Palli litli, bróðir minn, við. Svona kalla þyrfti maður að hafa með sér á íshokki- ið. Hann yrði eins og Ricky Bruch! Hugsið ykkur hvað strák- arnir mundu segja. — Við verðum að kaupa plöt- una hans, sagði manna, ef hún er komin út. — Við skröpum saman fyrir henni og gefum þér hana I afmælisgjöf, sagöi ég vingjarn- lega, því ég vorkenndi henni á einhvern hátt. Ég meina, maður veit nú hvað henni finnst. Maöur hefur jú gengið I gegnum þetta. Beatles og Dylan og þeir allir. Upp á slðkastið hefur mér llkaö bezt við Jóhann G. og hann kveik- ir ekki eins og hinir, en maður man . . . Ilálfum mánuði seinna átti mamma afmæli. Hún varð 38 ára og þaö er jú ferlega mikið. Þó að hún sé ungleg. Fallegir fætur og nærri þvl jafn grannt mitti og ég, þó.að það séu 25 ár á milli okk- Framhald á bls. Smásaga ef tir Ma jken Cullborg. 12 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.