Vikan - 06.09.1973, Side 18
í fullri alvöru
Ef til vill er ofmælt, að sumarið hafi farið fyrir neðan garð hjá
okkur i ár, en sannarlega hafa sólardagarnir verið fáir og strjálir.
Vera má, aö rysjótt tið valdi þvi, að ekki hefur skort umræðuefni og
deilur i sumar fremur en i svartasta skammdeginu.
Gamli miöbærinn i höfuðborginni hefur verið sá möndull, sem allt
hefur snúizt um. Þangaö hafa fjölmiðlarnir beint kastljósum sinum
feginsamlega.
Það er alltaf fróðlegt að fylgjast með deilum, sem risa i einni
svipan og verða umfangsmeiri og háværari með hverjum degi.
Þegar slikt gerist má öllum ljóst vera, aö almenningur telur sér
málið skylt og vill sitthvaö á sig leggja til að beina þvi á heillavæn-
lega braut.
Svo að segja á samri stundu og það fréttist, að Seðlabankinn hefði
þegar byrjað framkvæmdir við byggingu stórhýsis i einu horni
Arnarhóls, var sýnilegt, aö meginþorri manna hafði allt annað við-
horf til þess máls en ráöamenn stofnunarinnar. Nýleg skoðana-
könnun, sem eitt dagblaðanna efndi til, staðfestir þetta. Það er ein-
mitt eftirtektarvert við deiluna um Seðlabankahúsiö, sem nefnt
hefur veriö ýmsum nöfnum i háðungarskyni, svo sem musteri,
öfugur pýramidi og gorkúla, hvilikt hyldýpi getur veriö milli þess,
sem almennt er álitið og hins, sem ráðamenn telja réttlætanlegt.
Engu er þá likara en háu herrarnir, sem sitja i hægindastólum við
fundarborð og reykja digra vindla, séu með öllu slitnir úr tengslum
við fólkið úti á götunni.
Enn athyglisverðara er, að jafnvel þótt sterk andstaöa komi
fram, virðist hún ekki nægja til aö fá breytt ákvöröun, sem tekin
hefur veriö. Ef til vill má segja, aö umrætt mál sé alveg sér á báti,
af þvi aö Seölabankinn er viðriðinn það. Þó er hægt að benda á
önnur dæmi, sem eru að nokkru leyti hliðstæð. Deilan um
Bernhöftstorfuna var býsna langvinn og hávær, og liklega hafa
skoöanir um hana veriö skiptari en Seölabankahúsiö. Þó erfreistandi
að ætla.að torfan tittnefnda væri nú horfin af sjónarsviöinu, ef
nokkrir röggsamir áhugamenn um verndun gamalla bygginga
hefðu ekki sýnt þá framtakssemi að mála hana i leyfisleysi á
laugardagsmorgni. Þaö þurfti sem sagt lögbrot til að koma i veg
fyrir, að Bernhöftstorfan yrði rifin! Nú siðast er sjálf borgin farin
aö nýta hana: hefur látiö útbúa gæzluvöll i proti hennar, og borgar-
stjóri hefur lýst yfir aö liklega fái torfan aðstanda i framtiðinni.
Rökin gegn byggingu musteris Seðlabankans á Arnarhóli eru
einkum þessi:
Reykvikingum er annt um Arnarhól og vilja ekki láta spilla útsýni
yfir sundin blá. Þetta er auðvitaö tilfinningamál, en þó ber að taka
fullt tillit til þess,ekki sizt nú á dögum, þegar töfraorðin umhverfis-
vernd og vistfræði hljóma úr hverju horni.
A þenslutimum eins og nú rikja situr sizt á Seðlabankanum að
ráðast i fjárfreka framkvæmd. Þessi röksemd er i svo nánum
tengslum við sjálfa starfsemi bankans og tilgang, að hún hlýtur aö
vega þungt á metaskálunum.
Siðast en ekki sizt er spurt: Hvers vegna á Seðlabankinn að fá til
umráða glæsilegt stórhýsi i hjarta bæjarins, þegar vitað er, aö
margarfleiri stofnanir og alls ekki ómerkari búa við þröngan húsa-
kost?
Það er gömul og sígild viðbára, þegar verja þarf ákvörðun, sem
almenningur gagnrýnir harðlega, að málið sé miklu flóknara en þaö
sýnist i fljótu bragði. A þvi séu ótalmargar hliðar og ekki allt sem
sýnist. Fáfræðin er viðkvæmur strengur, sem auðvelt er að slá á
með óskiljanlegum tölum, þegar margflækt efnahagsmál eiga i
hlut. En musterismál Seðlabankans er ósköp einfalt og auðskilið,
enda hefur gengið illa að hrekja rökin gegn þvi.
Og fyrr en varði geröust önnur stórtiðindi i miðbænum, sem
þokuðu Seölabankanum i skuggann Austurstræti átti að breyta i
göngugötu. Hugmyndin hlaut strax byr undir vængi, svo aö áróðurs-
vélin var óöara sett i gang. En það getur verið varhugavert aö berja
bumbur og blása i lúöra af of litlu tilefni. Þegar ævintýrið blasti loks
við sýn, uröu margir fyrir vonbrigðum: Fáein nöturleg jólatré i ljót-
um stömpum og gamlir bekkir af ýmsum gerðum. Þaö var allt og
sumt.
Hugmyndin sjálf er engu siður góö, og eflaust verður Austurstræti
göngugata i framtiöimii. Þaö verður ekki séð eftir þvi fé, sem þarf
til aö strætiö likist fallegu teikningunni i blöðunum.
Fjaðrafokið fyrirgefst, þar sem óðum styttist til næstu borgar-
stjórnarkosninga.
En skyldi mönnum ganga eins vel aö gleyma þvi, ef aimennings-
álitið verður hunzað og musteri Mammons ris af grunni viö fótskör
Ingólfs?
G. Gr.
18 VIKAN 36. TBL.