Vikan - 06.09.1973, Page 19
fH
Gustavsberg
Mikilvægustu „húsgögn" baöherbergisins eru auóvitaó
hreinlætistækin, - handlaug, baókar, salernisskál
og undirlifsskál. Annaö eru fylgihlutir sem auka nota-
gildi, öryggi og þægindi. Allir slíkir smáhlutir gegna
aukahlutverki samanboriö viö hina mikilvægari.
Hönnun baöherbergisins miðast þannig fyrst og fremst
við hreinlætistækin, einkum þar sem þau eru fast-
tengd. Þegar þeim hefur einu sinni veriö búinn staöur
fá þau venjulega aö vera þar kyrr.
Þeim mun mikilvægara er því aö skipuleggja vel frá
upphafi. Gera þarf ráö fyrir nægu rými og velja
„baöherbergishúsgögnin“, sem henta vel jafnvel þótt
stærö og venjur fjölskyldunnar kunni aö breytast.
GUSTAVSBERG postulínshreinlætistækin eru úr þétt-
stroknu kísilhrúðri og hafa haröa sprunguþétta
glerhúö. Allir fletir eru aógengilegir og auöhreinsan-
legir. Baökörin eru framleidd úr úrvals stálplötum og
glerungurinn er skv. bestu alþjóðlegu gæöaflokkun.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Innflutningsdeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080
Hið Ijúfa líf
framhald af bls. 17.
Amsterdam, en hún vildi ekki
tala við mig: „Mér þykir það
leitt,” sagði hún, „Ég er að verða
88 ára gömul. Ég er hrædd um að
komast i of mikla geðhræringu.
Ég get ekki tekið á móti yður.”
Faðir Talithu giftist aftur og þá
dóttur Augustus Johan, frægs
velsks listamanns. Þau settust að
i suðurhluta Frakklands. Talitha
dvaldist áfram hjá ömmu sinni,
gekk i skóla i Hollandi — og gaf út
litla ljóðabók. Ljóðin fást ekki
lengur, en vinir hennar minnast
þeirra sem sapurlegra og
leitandi.
Eftir dauða hennar skrifaði
einn vina hennar i minningar-
grein um hana: „Þrátt fyrir töfra
sina og kosti, þjáðist hún alla ævi
af óöryggi, sem ef til vill
orsakaðist af uppeldinu i
japönsku fangabúðunum. En
þetta óöryggi veitti henni sér-
kennileg einkenni, því að hún unni
öllum litlum dýrum og öllu ungu
og varnarlausu”.
Atján ára að aldri hélt hún til
London til þess að leggja stund á
leiknám við Royal Acedemy of.
Dramatic Art. Hún þótti efnileg
og árið 1964, þegar hún var
einungis 23ja ára, gerði hún
samning við kvikmyndafram-
leiðandann J. Lee Thompson,
sem að sögn færði henni 100.000
pund (nálægt 22 milljónum
króna) í tekjur á næstu fjórum
árum.
Það var ekki ást við fyrstu sýn.
Leikkonuferill hennar var
hafinn. Þó gerði þunglyndið enn
vart við sig. Hún bjó ein í litilli
ibúð við Tottenham Court Road i
London og þar safnaði hún kring-
um sig tömum fuglabúrum. Það
var helzta tómstundagaman
hennar að safna þeim. Hvers
vegna? Hvaða innri þörf fékk
þessa h r a f n s v a r t h æ r ð u ,
aðlaðandi ungu leikkonu, sem öll
tækifæri átti til að geta sér frægð
og frama, til að velja tóm búr?
Um þetta leyti sagði hún i gamni:
„Vinir minir kalla mig fuglinn
með gylltu búrin.”
Sumarið 1965 gerðist atburður,
sem átti eftir að breyta öllu lifi
hennar og leiða til svartnættisins i
Róm. 1 von um að hitta eftirlætis-
goð sitt, rússneska ballettdansar-
ann Rudolf Nureyev, fór hún I
veizlu i London. Hann kom ekki til
veizlunnar — en þar hitti hún hins
vegar Paul Getty yngri. Þá var
Paul 33 og vann fyrir föður
sinn á Italiu, þar sem hann
leit eftir hagsmunum
þeirra. Hann var giftur dóttur
kalifornisks dómara og átti með
henni fjögur börn. Nafn hans
hafði aldrei valdið sérlega miklu
umtali og hann haföi aldrei verið
bendlaður við hneykslismál.
Myndir af honurh sýna við-
kunnanlegan mann, hvorki friðan
né ófriðan. Hann var að minnsta
kosti ekki nærri þvi eins myndar-
legur og Nureyev.
Talitha hreifst heldur ekki
samstundis: „Ég kunni ekki sér-
lega vel við hann i fyrstu,” sagði
hún við einn vina sinna. „Það var
ekki ást við fyrstu sin — en seinna
elskaði ég hann.”
1 þetta sinn var þetta ekki leik-
ur ótrúlega riks manns að fátækri
stúlku. Talitha var sjálf mjög vel
stæð efnalega og ættingjar
hennar i móðurætt eru efnaðir
bankamenn i Hollandi.
Skömmu eftir að þau hittust i
fyrsta skipti, fór Paul að fljúga
tvisvar sinnum i viku milli
Rómar og London til þess að hitta
hana. Rúmu ári seinna skildi
hann við konu sina og var frjáls
að þvi að giftast Talithu.
Hollenzki handritahöfundurinn
Hans van der Meyden segir: „Ef
ég hefði kvænzt Talithu hefði
verið hægt að segja að fátækur
piltur hefði gengið að eiga rfka
stúlku. En gifting þeirra Pauls
Getty og Talithu var gifting riks
manns og rikrar konu”.
En það var auðséð þegar af
brúðkaupinu, að ýmislegt var
óvanalegt við þetta hjónaband.
Það var engin hátiðleg athöfn og
engin veizla með kaviar og
kampavini eins og vera á við
brúðkaup riks fólks.
Paul Getty eldri var ekki við-
staddur, þó að einkaritari hans
segði að hann væri ánægður með
tengdadótturina: „Hann ferðast
alltaf með lest og náði ekki i
tima.” Giftingin fór fram á
borgaralegan hátt i ráðhúsi
Rómaborgar á nöprum desem-
berdegi 1966 og var mjög látlaus.
Paul gekk yfir götuna úr ibúð
sinni i Palazzo Ara Coeli og
Talitha kom akandi i leigubil,
klædd hvitum minipelsi. Hún var
falleg, en leit ekki út eins og
brúður milljónamærings.
Eftir athöfnina tóku brúðhjónin
á móti örfáum gestum i veitinga-
húsi i Villa Borghese görðunum.
Þau fóru ekki i brúðkaupsferð og
settust þegar að i ibúð Pauls. Enn
var ekkert sem benti til þess, sem
á eftir fylgdi.
Að tilmælum Pauls hætti
Talitha að leika i kvikmyndum.
Hann vildi ekki að konan hans
ynni. Hann keypti gifurlega stóra
höll i Marrakesh, tveggja hæða og
á stærð við fimm til sex venjuleg
hús. Hann fékk skreytingasér-
fræðing til þess að ganga frá öllu
innandyra. Straumur auðugra og
glitrandi gesta naut glæsileiks
þessarar fornu hallar með hús-
ráðendum.
Hún varð brátt leiö og
óhamingjusöm.
Arabisk áhrif virðast líka hafa
verið mikil i Róm. Hank van der
Meyden hitti Talithu fyrst árið
1968, um það bil ári eftir aö hún
giftist. „Ég var á leið til Rómar,
svo að ég hringdi-til hennar frá
Hollandi og spurði hana, hvort ég
mætti heimsækja hana. Hún varð
sVo ánægð yfir þvi aö fá tækifæri
til að tala móðurmál sitt.”
Aðkoman var vægast sagt
óvenjuleg: „011 ibúðin var eins og
austurlenzkt musteri, á gólfunum
voru alls konar sessur og dyrnar
voru skreyttar á austurlenzkan
hátt. Við töluðumst viö i svefn-
herbergi hennar. Það var mjög
dimmt enda voru gluggatjöldin
dregin fyrir — þó að þetta væri
skömmu eftir hádegi — og
maðurinn hennar svaf i rúminu
bak við tjald. Andrúmsloftið var
undarlegt.”
Eftir þetta hringdi Hank van
der Meydan alltaf i Talithu, þegar
hann var i Róm, og oft heinasótti
hann hana: „Það var næstum
alltaf það sama upp aftur og
aftur. Hún sagði, að maðurinn
sinn svæfi yfirleitt mestan hluta
dagsins. íbúð þeirra var afar
iburðarmikil og iburðurinn frem-
ur óx en hitt.
Ég er viss um að henni leiddist.
Hana langaði til að vinna — en
maðurinn hennar vildi ekki leyfa
henni það.”
Með leiðindi og auð að vega-
nesti, er mjög auðvelt að rata inn
Framhald á bls. 42
36. TBL. VIKAN 19