Vikan - 06.09.1973, Page 21
Vikan fer á stúfana i morgunsárið og
heimsækir nokkur bakari i höfuð-
borginni.
þarna og aö hann væri ekki að
hugsa um að leggja bakstur fyrir
sig. Hann er í menntaskóla á
veturna og fer I þriöja bekk MT i
haust. Hann sagði, að þetta væri
bel borgaö, en svona næturvinna
væri dálitið léiöinleg til lengdar.
Þegar viö kvöddum, áttu þeir
eftir aö vinna i hálftima, en þeir
hætta klukkan fimm og taka aðrir
bakarar við.
Frá Brauð lá leið okkar á
Umferðarmiðstöðina. Ekki Vegna
þess að þar sé framinn bakstur á
þessum tima sólarhrings, heldur
vegna þess að þar fást pylsur og
kók, og það veröur bara að játast,'
að fyrir mann, sem hvorki er
bakari að starfi né eðlisfari og
reyndar er morgunsvæfur, er slik
hressing næstum nauðsynleg til
að halda manni við efnið um þetta
leyti dags. Annars var mjög
fámennt viö Umferðarmiö-
stöðina, aðeins einn leigubill með
fulla farþega, (nýja reglugeröin
er greinilega ekki komin til fram-
kvæmda) en þeim mup fleira af
máfum. Þeir sveimuðu þar um
liklegast I leit að æti, sem eitt-
hvað virtist um þarna. Ætli þeir
haldi, að Umferðarmiðstööin sé
eitthvert frystihús eða hvaö?
Ekki eru allir bakarar
eins
‘ Frá Umferðarmiðstöðinni héld-
um við áleiðis til brauðgerðar
Mjólkursamsölunnar, og þáhgað
komum viö skömmu siöar, nánar
tiltekið tvær og hálfa minútu yfir
fimm. Þar hittum við fyrir ein-
Jón Jónsson og Ragnar
Sigurösson voru að laga vínar-
brauö. t forgrunni er vél sem
gerir kökukefli ónauösynleg.
hvern bakara, sem greinilega
hafði farið öfugur fram úr rúminu
þann daginn, þvl hann var aliur
hinn óhressasti. Ég var reyndar
búinn að toga upp úr honum, að
fyrsti maður mætti klukkan hálf
fjögur þar, en þegar ég spurði
hann, I hvað hann ætlaði að nota
sykurinn, sem hann var að vigta,
horfði hann lengi á mig og sagðist
ekkert mega vera’ að þvi að tala
við blaðamenn sýbna snemiLa
dags. „Alltaf, þegar blaðamenn
hafá komið hingað, hafa þeir gert
boð á undan sér...”
Hafa bakaó í meir en hálfa
öld
1 bakariinu i Austurveri við
Háaleitisbraut var annað hljóð i
mannskapnum. Sigurður Jónsson
bakarameistari bauð okkur vel-
komna höfðinglegur I bragði
(enda þekkti hann Bjarnleif frá
þvi þeir voru ungir menn i Eyj-
. um) og sýndi okkur bakariið hátt
og lágt.
Þar byrja þeir að vinna
klukkan fimm á morgnana- og
byrja á að laga vinarbrauö og
rúnnstykki.
Sigurður er búinn að vera við-
loöandi bakstur, slðan hann var
átta ára snáði i Vestmannaeyj-
um. Hann var tólf ára gamall,
þegar hann byrjaöi að læra, en til
Danmerkur fór hann 1931, 19 ára
gamall og var þar i tvö ár viö nám
og störf að bakaraiön. (Bjarn-
leifur bætti við, að þaö hefði þótt
mikill viðburður „heima I Eyjum,
þegar hann Siggi” fór út til Dan-
merkur, þvi slikt skeði ekki á
hverjum degi I þá tiö.) A meöan
hann tók út seýdd brauð úr ofni á
neðri hæðinni, sagði hann okkur
frá, að hann hefði stofnsett
Höfðabakari þinn 29. nóvember
1942 i Samtúni. Þá var svo mikið
að gera, að ég hafði ekki tlma til
að fá mér sumarfrl fyrr en 1950.
— Annars get ég sagt ykkur það
strákar, að vinnan drepur engan.
Og það var ekhi á Sigurði aö sjá,
að hann er kominn á
sjötugsaldur. Hann tók þunga
rúgbrauðskassana eins og fis og
bar þá yfir gólfið að borðinu, þar
sem hann hvolfdi úr þeim.
Hann sagði, að hann færi i sund
á hverju kvöldi og það væri
ábyggilegt, að það gerði sér g’ott.
Jón Jónsson er búinn að vinna
hjá Sigurði síðan 1960, en hann
byrjaði að vinna i bakarii áriö
1919 I bakaríinu Laugavegi 5.
Hann sagði, að hann kynni prýði-
lega við sig 1 faginu, enda gæti
ekki annað verið, þar sem hann
hefði fengizt við þetta i meira en
hálfa öld. ‘
Ragnar Sigurðsson var búinn
að baka i tólf ár og alltaf hjá
Siigurðinemá 6 mánuði, sem hann
vann i bakarii i Danmörku. Þegar
ég spurði hann, hvort ekki væri
erfitt að vakna á morgnana, kvaö
hann nei við. Hann næöi þvl að
Guömundur Pétursson er annar
eiganda Breiöholtsbakaris, sem
opnaöi 26. febrúar I vetur.
Þaö fer ekki milli mála, aö þaö
eru væntanleg rúsinubrauö, sem
Sturla Birgisson er aö vigta.
Þessum deigbollum á plötunni
var ætlaö þaö hlutskipti aö veröa
kruöur. Vigfús Björnsson „slagr
upp” kruöunum.
horfa á sjónvarpið, áftur en hann
færi aö sofa.
Okkur var boöið upp á kaffi og
með þvi. Meöan vi6 drukkum úr
bollunum ræddum við almennt
um bakstur, fótaferðatlma ofc
fleira. Kom þá fram, að alltaf
vantar bakara til starfa I1
Framhald á bls._35
36. TBL. VIKAN 21