Vikan - 06.09.1973, Síða 37
hvat> um þaö hvað heföi skeö hjá
þeim.
— Charies, segðu mér hvaö þaö
er, sem gengur aö Joan. Hún var
ekki svona lasin, þegar þið fóruð.
— Þetta hefur verið þreytandi
timabil fyrir okkur bæði, en nú er
þessu að verða lokið.
— Er hún þá ekki hressari,
þegar biðin er að verða á enda?
— Anne, Joan er ekkert barn.
Hún veit, að þetta er næstum von-
laust. Harcourt læknir gaf henni
ekki mikla von.
Þannig var það þá. Ég fann hve
þreytt ég var orðin. Ég hefði auð-
vitaö átt að vera kyrr hjá henni,
en ég fann, að ég hafði ekki þrek
til þess.
— Ég held ég verði að leggja
mig, sagði ég. — Ferðin hefur
verið svolitiö þreytandi.
— Já, ég gleymi að spyrja um
liðan þina. Þarft þú ekki á lækni
að halda. Ég skal biðja þá hérna
að hringja til læknis.
Ég man hve hissa ég varð. Það
var sannarlega einkennilegt, að
hann skyldi ekki hringja sjálfur
til Harcourts læknis. En ég sagði
ekkert.
— Ég er bara þreytt, ég þarf
ekki læknis við.
Fyrstu verkirnir vöktu mig af
fasta svefni. Ég hreyfði mig ekki,
en leit á úrið, eins og Raab læknir
hafði sagt mér að gera. Það var
að verða bjart, þegar ég gat ekki
beðið lengur. Ég för i slopp og
vakti Charles.
Við ókum gegnum mannlusar
göturog vorum von bráðar komin
til sjúkrahússins.
— Er þetta sjúkrahúsið. sem
Joan fer til? spurði ég.
— Nei, hún fer á einkasjúkra-
hús Harbrings. Hann hefur aðeins
pláss fyrir einkasjúklinga sina.
Harbring? Hafði hann ekki
sagt, aö læknir Joan hét
Harcourt? En það gat veriö, að ég
heföi tekið rangt eftir.
Charles svaraði nauðsynlegum
spurningum og skrifaði eitthvað á
blað.
Mér var fengið einbýlisher-
bergi, ég var böðuð og kla-dd i
náttkjól frá sjúkrahúsinu. Svo
fékk ég eitthvert lyf, sem geröi
mig syfjaöa og svo var mér ekið
burt á börum. Charles stóð á
ganginum og hann kyssti mig,
áður en ég fór inn á fæðingarstof-
una. — Gangi þér vel, Anne. Ég
býð hér þangað til þetta er yfir-
staðiö. Svo var ég ein með hjúkr-
unarkonunni.
— Þér eigið dásamlegan mann,
frú, sagði hjúkrunarkonan. —
Hann er svo hugsunarsamur. Hún
hafði sannarlega misskilið þetta
allt. Fæðingin gekk eins og i
sögu, alveg eins og Raab læknir
var búinn aö segja. Ég man að ég
SKOLARITVELIN
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
+ “x" Hverfisgötu 33
''fytuK^ Simi 20560
heyrði fyrstu hljóðin i barninu
minu. Heyrði þau i gegnum ein-
hverja móðu.
— Mér heyrist þetta vera
drengur, sagði ég og það var
það lika. Og áður en ég sofnaði
var ég búin að skira hann James
William. Ekki Jimmy, heldur
James.
Ég vaknaöi i sólriku herbergi
við það að siminn hringdi. Það
var Joan. — Charles sagði mér,
að allt væri um garð gengið og að
þér liði vel.
— Það var ekki eins erfitt og ég
bjóst við, sagði ég. — Nú kemur
bráðum að þér!
— Ég vildi óska að það væri
yfirstaðið, sagði hún vesældar-
lega. — Ég á að fara á sjúkrahús-
ið i kvöld.
— Þá.er nú ekki langt að biða.
Þú skalt sjá, að þetta gengur allt
vel.
Charles kom i heimsókn til min
tvisvar á dag. Hann kom með ein-
hverjar gjafir I hvert sinn: sæng-
urtreyju með knipplingum, ilm-
vötn, blóm og vasaklúta. Hrúgan
stækkaði ört og þegar ég fór að
malda i móinn, sagði hann hlæj-
andi:
— Allar nýorðnar mæður eiga
að fá gjafir, sagði hann. — Þú átt
engan að nema mig, svo ég verð
að sjá um það.
Hann leit alltaf á James. — Ég
held hann sér bara farinn að
þekkja írág, sagði hann einu
sinni.
— Þaö getur ekki verið, sagði
ég. — Eöa heldurðu það i raun og
veru?
Sonur minn var ekki eins rauð-
ur og hrukkóttur og ég hafði búizt
við. Hann var ekki sérlega friður,
en mér fannst hann fallegasta
barn, sem ég hafði nokkurn tima
séö.
Ég hefði auðvitaö átt að komast
i samband við frú Smith strax og
ég talaði um það við CHarles, en
hann sagði, að það gæti beðið svo-
litiö.
----------Næsta dag hiíngdi
hann og sagðist ekki koma, þvi að
Joan væri komin meö verki. Hann
virtist eitthvað æstur og ég varð
lika óróleg. Hvernig myndi nú
ganga hjá henni? Siðdegis gat ég
ekki beðiö lengur og ég ákvað að
hringja til fæðingardeildarinnar
til að vita hvernig henni liöi, en ég
fann ekki simanúmeriö i síma-
skránni. Ég spurði hjúkrunarkon-
una, en híin kannaðist ekki við
neinn lækni,sem hét Harbring og
ekki heldur neinn Harcourt.
Þegar ég lá þarna og hugsaði
um þetta, kom Charles.
— Þú verður útskrifuð á
morgun, sagði hann. Ég kem og
sæki þig um ellefuleytið.
— Þaö er ágætt. Hvernig liður
Joan?
Hann hristi aðeins höfuðið.
Hvað áttu við? hrópaði ég.
— Við vitum ekkert ennþá.
Það var sólarhringur frá þvi að
hún fór aö finna til. Ég fann sting
af ótta, en ég spuröí hann ekki
frekar. Honum leið greiniiega
nógu illa.
Charles sótti mig næsta morgun
klukkan ellefu. James var klædd-
ur sinu fínasta pússi og honum
36. TBL. VIKAN 37