Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.09.1973, Qupperneq 43

Vikan - 06.09.1973, Qupperneq 43
nætti i ibúö þeirra, og hann sjálfur hálfri klukkustund seinna. En hvað aöhaföist hún þessar siðustu stundir? Það heldur áfram að vera leyndardómur, sem einungis er hægt að geta sér til um. Alls konar sögur hafa komizt á kreik. 'En það eina, sem vitað er með vissu, er að Paul Getty yngri, vaknaði um hádegisbilið á sunnu- deginum og sá að Talitha var enn sofandi. Hann reyndi að vekja hana. En hún rumskaöi ekki. Hann hringdi I lækninn, sem flýtti sér á staöinn. Og stuttu seinna var Talitha flutt i sjúkrabil eftir hálfauðum götum Rómar á sjúkrahúsiö Villa del Rosario. En sjúkdómsgreiningin var skýr og greinileg, „dauðvona.” Læknirinn hafði séð tómt svefn- pilluglas við hliðina á rúminu. Dánarorsökin var sögð vera „eitrun af völdum ofneyzlu alkóhóls og svefnlyfja.” Þaö lá beint við aö álykta, að Talitha hefði valið sigilda leiö lifsþreyttra rikra kvenna frá örðugleikunum, sem hún varð fyrir. „Ekki sú manngerö, scm fyrirfer sér.” En enginn þeirra fjölmörgu, sem þekktu Talithu og ég átti tal viö, vilja viðurkenna, aö hún hafi fyrirfarið sér aö yfirlögðu ráði. Hún gæti hafa veriö illa upplögð, gæti hafa verið aö örvilnast — „en hún var ekki sú manngerð, sem fyrirfer sér. Til þess elskaöi hún lifið með öllum sinum vandamál- um allt of mikið”. Hvað sem um það er, þá var hún lögö til hinztu hvilu i litla kirkjugarðinum i Wassenaar 20. júli 1971. Hún var jarösett við hlið móður sinnar. Likkistan var þakin blómum og á meðal þeirra var rósavöndur úr hundrað rós- um, sem á stóð: „Frá Paul.” Hvers vegna dó Talitha? Ég fór á fund dr. Domenico Sica, ungs málafærslumanns i Róm og hann sagði mér: „Leiki einhver vafi á dánaror- sök er krufningar krafizt sam- kvæmt Itölskum iögum. 1 þessu tilfelli var krufningar sam- stundis krafizt. En rannsókn sýnanna, sem tekin voru, tók meira en sex mánuði vegna þess aö mjög fáir sjúkdómafræðingar eru starfandi I Róm og hafa þess vegna mjög mikið að gera og heróin er mjög erf- itt að finna i likamanum eftir dauðann. 1 þvi verða efna- breytingar, sem breyta þvi i tvö mismunandi efni.” Takið eftir oröinu heróin, hættulegast allra fiknilyfja og af allt öörum toga spunnið en svefnlyf. Enda var opinber tilkynning um niöurstööu krufningarinnar ekki samhljóma sjúkdóms- greiningu læknanna. Dauða- orsökin var sögð vera of stór skammtur herólns. Þetta setti allt annan svip á dauða Talithu. Sonur hennar er kominn aftur til Rómar og elst upp hjá fyrri konu Pauls, sem er lukkulega gift leikara. Eftir að ég var farinn frá Róm átti brezkur blaðamaður tal viö dr. Domenico Sica. Þaö var I september 1972 og Sica sagöi meðal annars: „Ég held að öllum væri fyrir beztu, að Paul kæmi hingað af sjálfsdáðum og segði okkur allt, sem hann veit.” En Talitha er látin. Hvað gagn- ar það manni hennar aö fara að rifja alla söguna upp aftur? Kirkjugarðsstarfsmaður I Wassenaar sagöi mér, að Paul kæmi oft að gröf konu sinnar. Heróin er tæpast fyrsta nautna- lyf, sem fólk reynir. Það gerir fólk aö forföllnum eiturlyfja- neytendum. Þvi þarf að sprauta i æö með hárflnni nál, sem er erfitt að gera hjálpariaust — og getur veriö mjög hættulegt. Og ef þú ert nógu rikur er mjög auðvelt að verða sér úti um nægar birgðir til þess að I stað þess að veita ánægjuna, sem þú þráir, og gerir lifið ofurlitið bjartara um stund, eyðileggur líkama þinn algjörlega. Ég held að Talitha hafi dáið vegna þess að hún hafi tekið of stóran skammt heróins af misgáningi. Amma hennar hefur neitað þvi algjörlega að dóttur- dóttir hennar hafi neytt nokkurra eiturlyfja. Þaö eru takmörk fyrir þvi, hve nákvæmlega hægt er aö rannsaka ^inkalif manneskju, sem er svo nýdáin. Vinir Talithu eru trúir minningu hennar og það sýknar þá. Ég kenni engum um hvernig fór, hvorki lifandi né dauöum. Allt sem ég veit, er að þegar ég og konan min stóðum hliö við hlið við latlausa gröf i krikjugarðinum I Wassenaar, fann ég óumræði- legan daupurleika gripa mig og mér varð hugsaö hvilik sóun lif Talithu hefði veriö. Óendanlegur dagur Fbamhald af bls. 35 garðinum sínum i ritið, verður að sjálfsögðu gert að greiða ein- hverja upphæð, þaö veröur reyndar aö reikna meö tveim þúsundum eöa rúmlega þaö meö söluskatti, en þetta verða þrjú bindi... Þvilikt sjálfsöryggi, hugsaði Cilla. En nýtizku slölumenn eru aö likindum þjálfaöir upp I þetta. Hann haföi dregið upp úr tösk- unni stóran bunka af litmyndum og var farinn að ráöa þeim upp á boröið. Vonin um að þessi maður gæti gefið einhverjar upplýsingar um Dagmar, dó nú út. Þvi fyrr sem ég losna við þennan náunga, þvi betra, hugsaði Cilla. Hún kærði sig ekkert um að lita á þessi sýnishorn. — Skiljið þetta þá eftir, svo frú Söderberg geti skoðað það sjálf, sagði hún. Hún getur þá hringt til yðar, þegar hún kemur. Fyrir hvaöa forlag eruð þér umboös- maður? — Já, ég gleymdi að segja yður þaö, Ég heiti Harald Isakssón og ég vinn hjá Ringholm og Rönn. Það hefir ekkert upp á' sig, aö skilja prófarkirnar eftir, þvi frú Söderberg er áður búin að fá afrit af þeim. Þess utan þartég að hafa þessi sýnishorn meö mér, þvi að ég á eftir að heimsækja nokkra viðskiptavini i dag. — Jæja, þá það, sagöi Cilla og stóð upp og Isaksson fór að tina saman plögg sin. — Ég verð þá að láta mér þaö lynda. Hvenær eigið þér von á frú Söderberg? — Ég hefi ekki hugmynd um það, sagði Cilla og það var auð- vitað sanni næst. — Já, en þér hljótið nú að vita þaö, svona hér um bil. Hann virtist vera orðinn óþolinmóður. Hann sýndi engin merki þess að vera á förum. Augu hans voru grá, eiginlega sviplaus. r 'V Electrolux Hl Frystikista 310 Itr. 4 W L_ Electrolux Frystikista TC114 310 litra. Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Oryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður. sem heldur lokinu uppi. © Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLA IA. SlMI 86112, REVKJAVlK. ( Cilla fór að hafa það einkenni- lega á tilfinningunni, aö hún væri hér ein með ókunnum manni, sem hún vissi ekkert um. Þá var þaö, sem henni varð fyrst alvarlega á i messunni og það voru örlagarik mistök. Ef hún hefði neitað að tala við hann um Dagmar, þá gat veriðáðhann hefðieinfaldlega farið i burtu. En nú fékk hann yfir- höndina. Cilla var frá upphafi taugaóstyrk. Hún gat ekki losnað við þá hugsun, aö eitthvað alvar- legt hefði komið fyrir Dagmar. Til aö tefja timann, talaði hún i sifellu og þar af leiðandi veitti 36. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.