Vikan - 06.09.1973, Side 45
hún honum upplýsingar, sem
hann gat notfært sér.
— Ég er reyndar aðeins gestur
hérna sagði Cilla. — Ég er hrædd
um að þér hafið farið erindis-
leysu. Þér ættuð að heimsækja
hina viðskiptavinina og hringja
svo til frú Söderberg siðar.
— Eruð þér gestur hér? Ég hélt
þér væruð heimilismanneskja. Þá
erum við liklega i sama báti!
— Ég er systir frú Söderberg og
hugsa um húsið hérna, þegar hún
er fjarverandi, sagði Cilla . Þetta
var misheppnuð tilraun til að fá
yfirtökin. Hún heyrði strax sjálf,
hve einstaklega asnalega þetta
hljómaði. Einu áhrifin af blaðri
hennar á herra Isaksson, var að
háðsglottið varð æ breiðara. En
Cilla lét sér ekki segjast, hún hélt
áfram:
— Hún getur alveg eins verið
fjarverandi allan daginn og það
er tilgangslaust fyrir yður að
biða.
— Allan daginn? sagði hann. —
Rétt áðan sögðuð þér, að þér
hefðuð ekki hugmynd um hvar
hún væri eða hvenær hún væri
væntanleg. Hann leit á úrið. — Nú
jæja, þar sem ég þarf að hitta
hana og þér hafið greinilega
ákveðið að biða eftir henni, þá er
eins gott, að við reynum að gera
það bezta úr þessu. Ef frú Söder-
berg hefði verið heima, þá er ég
viss um, að hún hefði boðið mér til
hádegisverðar. Þér eruð búin að
smyrja brauð, hvernig væri, ef
þér settuð nú upp vatn i kaffi?
Jæja, hann hafði þá hrugsað sér
að fá ókeypis mat! Cilla róaðist
verulega við þessa hugsun. Það
gat verið að hann færi, ef hún gæfi
honum kaffi og'brauð.
Harald Isaksson hafði sett frá
sér skjalatöskuna, hallaði henni
upp að stólfæti. Cilla settist and-
spænis honum. Það leit út fyrir að
hann væri hinn ánægðasti, þegar
hann haföi von um mat.
— Þér verðið að fyrirgefa mér,
en þannig er nú mál með vexti, að
ég hafði ekki tima til að borða,
áður en ég fór að heiman i
©
— Og á morgun geturðu
fengið þér annan lærling,
andstyggi lega skepnan
þín!
Mikið úrval af skólaritvélum.
Sendurri í póstkröfu.
SKRIFVÉLIN,
Suðurlandsbraut 12 — sími 85277.
morgun. Billinn minn fór ekki i
gang og ég varð að láta vinnu-
félaga minn aka hingað með mig.
Hahn fór að ná sér i brauðsneið
og Cilla sá, að hendur hans voru
allar rispaðar, eins og hann hefði
verið klóraður af ketti.
— Svona varð ég útleikinn hjá
einum viðskiptavininúm i
morgun. Það var gömul frú, sem
heimtaði að ég færi i gegnum
mjög þéttan rósarunna. Það eru
oft furðulegar mannéskjur,- sfem
maður hittir i þessu starfi. Það
er beinlinis unun, að koma i
annan eins garð og hér' er, þegar
maður hefir séð verulega illa
hirta garða.
Hún veitti honum athygli
meðan hann borðaði. Það fór ekki
á milli mála, hann minnti hana á
éinhvern, sem hún hafði séð.
Það lá við, að hún ræki upp öp,
þegar henni varð ljóst hver það
var. Þessi maður minnti hana
sannarlega á Hedström, unga
morðingjann, sem hún hafði séð á
myndunum, sem Eva sendi henni
i morgun. En Hedström hafði
svipt sig lifi i fangelsinu. Dagmar
hafði liklega á réttu að standa,
þegar hún sagði að Cilla hefði
fengið sjúklegt hugmyndaflug,
við að fást við þessi glæpamál.
En það var eitthvað annað, sem
blundaði i undirvitund Cillu, eitt-
hvað, sem var að brjóstast upp á
yfirborðið.... Svo kom það: Lasse
Frederikson og Björne! Striðnis-
rödd Lasse i morgun: ,,Éghéltþú
hefðir ætlað að drekkja þér
viljandi! Að fara út að fiska i þvi-
liku veðri, það var sem rigndi eldi
og brennisteini á föstudaginn
var”.
Þegar Harald Isaksson sagði,að
hann hefði verið að skoða garðinn
með Dagmar á föstudaginn var,
þá var henni ljóst, að hann var aö
íjúga. Einmitt þennan dag hafði
veðrið veriö hræðilegt, ausandi
rigning, stormur og að lokum
haglél. Dagmar hefði aldrei dott-
ið i hug, að sýna nokkrum manni
garðinn sinn I þviliku veðri.
Isaksson hafði nú næstum lokið
við allt brauðiö og hann var tölu-
vert hressilegri. Hann hallaði sér
aftur á bak og kveikti i sigarettu.
— Býr garðyrkjumaðurinn
hérna? spurði hann svo.
Spurningin var svo óvænt, að
Cilla svaráöi ósjálfrátt:
— Hversvegna spyrjið þér að
þvi. Röddin bar með sér, að
henni fyndist honum ekki koma
það neitt við.
— Ég spyr rétt svona, sagði
hann. — Þaö hlýtur aö vera ein-
manalegt fyrir einhleypa konu að
búa svona afskekkt.
Þaö var eins og eitthvert sjötta
skilningavit varaði Cillu við og
hún svaraði kæruleysislega:
— Það er ekki svo afskekkt
hérna. Fólk er alltaf á ferð hér.
Ræstingakonan kemur fjórum
sinnum i viku. Og Curt, garð-
yrkjumaðurinn, er yfirleitt hér
eða hjá nágrönnunum allan dag-
inn. Systir min þekkir margt fólk
og það er mjög gestkvæmt hjá
henni.
Hún var ekki viss um að þetta
hljómaði sennilega. Að minnsta
kosti hafði hún ekki löngun til aö
halda samtalinu áfram. Hún tók
af borðinu, setti á sig eldhús-
svuntu Dagmar og fór að þvo upp.
— Ég skil ekki hversvegna þér
hafið gert yöur þaö ómak að
koma alla þessa leið. Gátuð þér
ekki lokið þessu máli, þegar þér
voruð hér siðast , hvenær var það
nú annars?
— Á föstudag i siðustu viku. Við
vorum úti i garðinum lengi dags,
frú Söderberg gat ekki ákveðið
sig.
Andartak fann Cilla hjá sér
löngun til aö segja honum, að
henni væri ljóst að hann væri aö
ljúga, en þaö myndi ábyggilega
leiöa til fleiri lyga. Hún þagði
meðan hún lauk við uppþvottinn,
svo sagði hún:
— Mér þykir leitt, að þér hafið
fariö erindisleysu, en nú nenni ég
ekki að vera hér lengur, svo ég er
að hugsa um að fara og læsa hús-
inu.
„Læsa”, það var nú ósköp ein-
falt, aðeins að fara út um eldhús-
dyrnar og skella i lás á eftir sér.
Þá gæti hún losnað við Isaksson,
falið sig svo bak við limgerðin við
lóðamörkin. Svo gæti hún farið
aftur inn I húsið.
Hann yppti öxlum, stóð upp,
stakk skjalatöskunni undir
arminn, dró sólgleraugun upp úr
vasanum og setti þau á sig. Þegar
hann tók upp gleraugun, hékk
eitthvað fast við þau og hann
hristi þau ergilegur á svipinn.
Einhver gljáandi lítill hlutur féll á
gólfið. Það var lykill og hún
þekkti hann. Lykillinn að skýli
Curts!
Cilla hefði aðeins þurft að stilla
sig I nokkrar minútur i viðbót,
hengja upp svuntuna og hleypa
Isaksson út. Þess I stað beygði
hún sig snögglega og tók lykilinn
upp, áður en hann náði honum
sjálfur og svo hrópaöi hún:
— Hvar hafiö þér náð i þennan
lykil?
Hann greip leiftursnöggt 'um
úlnlið hennar, sneri handlegginn
aftur á bak og skellti aftur dyr-
unum.
Eftir hádegisverö, fóru Eke-
bom systurnar venjulega inn i
36. TBL. VIKAN 45