Vikan - 20.09.1973, Síða 25
* ~ V
*
I
eim til Reykvíkinga
Spjallað við Þóru Þórðardóttur, sem er orðin 74 ára
og keypti sér nýjan Toyota-bil fyrir skömmu.
dreif hún sig til aö taka ökupróf.
— Þaö er náttúrlega erfiöara
að læra núna, heldur en þegar
maöur var ungur. Þá var umferö-
in svo litil. Þó er hún skipulegri
núna, ef almennilega er ekiö og
vegirnir eru náttúrlega miklu
betri. Þá var eini vegurinn, sem
eitthvað var hægt aö hreyfa sig á,
smáspotti i Sogamýrinni. Ég ók
dýralækninum stundum upp aö
Korpúlfsstööum og vegurinn
þangaö var allur einn kattargörn,
nema þessi smáspotti i Sogamýr-
inni.
— Var þá ekki þungfært i
snjónum um veturinn?
— Þaö var töluvert mikiö um
snjóa þennan vetur og færöin var
stundum slæm, en viö höföum
keöjur á bilnum og þeir skriöu
alltaf. Billinn, sem ég haföi, var
af Opelgerð og var ágætis farar-
tæki. En ég er ósköp fegin þvi aö
þurfa ekki aö vera að setja á keðj-
ur núna. Þvi myndi ég ekki
nenna. Ég lenti aldrei i vandræö-
um á bilnum minum i vetur. Hann
skreið oft framhjá öðrum, sem
stóöu fastir.
— Hvernig bil áttu?
— Ég keypti mér Toyota
Corolla Sprintex. Kunningjar
minir voru aö segja mér að kaupa
notaöan bil, en ég vil ekki hvað
sem er. Ég vildi fá almennilegan
bil úr þvi að ég var aö fá mér
hann á annað borö. Ég sé ekki eft-
ir þvi aö kaupa Toyota. Hann hef-
ur reynzt mér ákaflega vel og
aldrei bilað nokkur skapaöur
hlutur i honum. Þeir hafa lika lit-
iö eftir honum fyrir mig á' verk-
stæöinu. Svipurinn á þeim var
hálfskritinn, þegar ég kom þang-
aö á honum fyrst. Þeim fannst ég
visl svolitið gömul til aö vera á
svona bil. Þeir hafa sagt mér, aö
til þeirra komi menn, sem hafi
langað til aö eignast bilinn minn,
en ég er ekkert aö hugsa um aö
selja hann. Hann vekur svolitla
eftirtekt sumra, þvi aö hann er
litið eitt frábrugöinn öörum
Toyotabifreiöum, enda var hann
svolitið dýrari. Það kom til min
maður i vetur og vildi endilega fá
mig til að selja sér hann og var aö
benda mér á hina og aöra bila,
sem hentuöu mér betur. Ég sagði
nú litiö viö hann, en hugsaöi meö
mér, hvaöa hornhagldadruslur
það væru og hann gæti sjálfur átt
þær.
— Hvaö var vinnutiminn lang-
ur i mjólkurakstrinum?
— Þaö var svolitið misjafnt.
Mjólkin kom ofan aö um sjöleytið
og þá byrjuöum viö aö aka henni
út. Ég þurfti að hlaða bflinn
tvisvar og mig minnir að ég hafi
veriö búin að fara tvær ferðir um
klukkan ellefu. Eftir hádegiö
þurfti ég að fara og rukka og
safna sa man flöskum, þvi að þær
komu aldrei allar til skila á
morgnana. En mér þótti þetta
skemmtileg vinna. Mér hefur
alltaf þótt gaman aö aka bfl og
mig langaði mikiö til aö læra aö
fljúga. Þvi haföi ég ekki ráö á,
þegar ég var yngri, þó aö ég láti
allt eftir mér núna, þegar ég er
komin á áttræðisaldur. Mér þykir
óskaplega gaman aö feröast meö
flugvélum og ég er ékki búin aö
gefa upp alla von um aö fá aö taka
i flugvél.
— En hefuröu nokkurn tlma
stýrt skipi?
— Ég er ek'ki eins hrifin af þvi
að vera á vatni. Ég hef ferðast á
skipum, en mér likar það ekki
eins vel og aö feröast á landi eöa i
lofti.
Þóra hefur viöa farið, bæði hér
heima og erlendis. Henni þykir
gaman aö sækja aörar þjóðir
heim, en finnst það þó ekki jafn-
ast á viö feröalög hér heima. Hún
var búin aö fara um allt land áöur
en hún eignaöist bil. Einusinni fór
hún riðandi austur i öræfasveit.
— Viö fengum hesta i Fljóts-
hverfinu og riðum yfir vötnin.
Fljótshverfingar fylgdu okkur
austur á miðjan sand og þar tóku
öræfingar á móti okkur. Hestarn-
ir voru vanir vötnunum og vatniö
var hvergi mjög djúpt á þeim. En
mest dáöist ég aö þvi, hve vel þeir
fótuöu sig á jöklinum, en viö fór-
um yfir Jökulsá á Jökli. Þaö var i
eina skiptiö i feröinni, sem ég
fann til þreytu. Mér fannst áin svo
hrikaleg, þar sem hún kom undan
jöklinum. En mér finnst yndislegt
að feröast á hestum. Fyrst þegar
ég fór noröur Sprengisand og viö
fórum yfir Köldukvisl, lá viö að
ég óskaöi þess aö vera komin á
hestbak.
— Hefuröu feröast svolitiö á
bilnum þinum?
— Þaö er nú ekki mikið. I
fyrrasumar fór ég til Vopnafjarö-
ar og þaö er eina langa feröalag-
iö, sem ég hef farið i á honum. Svo
hef ég farið þó nokkuö hérna i
kringum bæinn, en ég treysti mér
varla til þess aö fara I langar
feröir á honum. En billinn minn
er afbragö. Aö stjórna honum er
engu likara en aö vera á góöum
hesti. Þaö þarf ekki nema rétt aö
snerta bensingjöfina til að hann
geysist áfram.
Þóra lét ekki sitja viö oröin
tóm, heldur bauö mér i ökuferö.
Hún tók öruggum og styrkum
höndum um stjórntæki bifreiöar-
innar og ók án þess aö setja upp
gleraugu. Henni fataöist hvergi i
akstrinum og ég gleymdi þvl
fljótt, aö ég sat I bil, sem sjötiu og
fjögra ára gömul kona ók.
38. TBL. VIKAN 25