Vikan

Útgáva

Vikan - 20.09.1973, Síða 33

Vikan - 20.09.1973, Síða 33
; iRÍ&lS' Cobham á trommurnar. San- tana haföi hins vegar með sér Doug Rauch á bassann, Ar- mando Perazo á ásláttarhljóð- færi og Mingo Lewis á conga. Auk þeirravvoru svo Don Elias úr Lou Rawls band á trommur og Calid Yasim á orgel. Þess ut- an voru svo Santana og Mc- Laughlin á gitar, auk þess lék McLaughlin litillega á pianó. Þegar tvær súperstjörnur sem Santana og McLaughlin koma saman, mætti imynda sér, að allt gengi stirt fyrir sig og að hvor um sig vildi sýna meira en hinn. Það var hins vegar allt annað upp á teningn- um, báðir spiluðu mjög vel og allt gekk fyri sig eins og i sögu, ekkertego og tónlistin flóði. Mc- Laughlin hafði skýringu á reið- um höndum: „Samstilling and- ans skapar samstillingu á tón- listarsviðinu”. A þeim tima, sem tók að hljóðrita plötuna, urðu algjörar breytingar á lifnaðarháttum Santana. Hann var tekinn inn i söfnuð Sri Chinmoy. Þessi Sri Chinmoy heldur trúarfundi i viku hverri á vegum Sameinuðu þjóðanna og fyrir starfsfólk þess i New York. Fyrir nokkrum mánuðum Carlos Santana (t.v.) og John Mc- I.aughlin við upptökuna á „Love, Devotion, Surrender”, I Columbia stúdióinu i New York. t og Santana inn, Sri Chinmoy. Saniana hafði sjálfur nýbyrjað að lesa ind- verska heimspeki og almenn trúarbrögð. Eftir hljómleikana fór Santana svo i búningsher- bergi McLaughlins og kynnti sig, og eftir það varð ekki skort- ur á umræðuefni, hvorki á tón- listarsviðinu né á sviði trúar- bragöa og heimspeki. Þetta varö upphafið að þeirra vinskap þvi þessir tveir frábæru gitar- leikarar áttu eftir að hittast aft- ur siðar. Mahavishnu Orchestra hélt hljómleikaferðalagi sinu áfram, en á meðan gékk mikið á hjá Santana. Mestur hluti upphaf- legu Santana hljómsveitarinnar hafði hætt, deilur voru miklar vib umboðsmenn og syndum spillta lögfræðinga, sem höfðu áttað sjá um heill hljómsveitar- innar á fjármálasviðinu, en voru ekki allir þar sem þeir voru séðir. Og mitt i öllum þess- um látum hélt Santana áfram viö lestur sinn á bókum um hin ýmsu trúarbrögð og hætti gjör- samlega að nota fikniefni eða eiturlyf. Hann tók að horfa i al- gjörlega aðra átt, ef það má segja það á þann máta. Mánuðirnir liðu og dag einn vaknaði John McLaughlin upp með hugmynd i kollinum, að hann langaði að gera plötu með Santana, að þvi er hann sagði sjálfur. Hann áleit, að það væri vilji guðanna. Hann hringdi þvi i Santana þann sama dag og ræddi við hann málin og þar kom að þvi að þeir voru báðir tilbúnir til upptöku. Það var i nóvember 1972. Upptakan skildi fara fram I stúdiói Clombia i New York, sem er staðsett i gamalli kirkju. í kirkjunni er mjög góður hljómburður, að marga áliti sá bezti i Bandarikj- unum. Santana og McLaughlin höföu með sér til upptökunnar nokkra af slnum beztu mönnum. McLaughlin hafði með sér Jan Hammer, sem venjulegast leik- ur á pianó með Mahavishnu, en lék I þetta skipti á ásláttarhljóð- fæ'ri. Hann var og með Billy kom Santana úr hljómleikaferð um Evrópu. Þá voru lokahljóð- ritanirnar gerðar og sú ástæðan fyrir þvi, að platan kom ekki á markað fyrr en nú I sumar. En þegar lokið var við plötuna, varð það augljóst, að Carlos Santana var ekki hinn sami, og hann var við upphaf kunnings- skapar þeirra John McLaugh- lins. Aður hafði Santana verið með sitt hár, gengið um i galla- buxum og vinnuskyrtu. öliu þessu hafði hann skipt fyrir hvitan virðulegan alklæðnað, — og stutt hár. Hann hafði tekið upp hátt John McLaughlins og byrjaði nú hljómleika sina á gjörsamlega annan máta en áð- ur. Hann kom hljóður upp á sviðið, setti mynd af Sri Chin- moy á magnarann sinn og draup siðan höfði I hljóðlátri bæn. — Carlos Santana hefur, eins og John McLaughlin, verið endur- fæddur i nýrri imynd I gegnum trú sina á hinum andlega læ'ri- föður þeirra beggja, Sri Chin- moy. edvard sverrisson 3m nuisik með meiru 38. TBL. VIKAN 33 > e.s.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.