Vikan - 25.10.1973, Side 3
SKOPSKYGGN A ALLA
NEMA SJÁLFAN SIG
„Hann vildi hvergi vilja eiga heima nema i
fjölmenni. Þaðan vill hann svo koma út i dreifbýli
og fásinni með glaðhlakkalegu fasi og viömóti
gestsins. Hann þykir vinum sinum traustur og veit-
ull, en andstæðingum harðleikinn og fjandmönnum
grimmur. Hann bregður sér i margan ham og er
skopskyggn á menn og málefni nema sjálfan sig. bá
hefðarpersónu sér hann aðeins i ljósi alvörunnar”.
Sjá palladóm Lúpusar um Steingrim Hermannsson
alþingismann á bls 10.
ÞÚ VERÐUR FALLEGRI
EFTIR TUTTUGU ÁR
„Ég var feit, ljóshærð stúlka. Þegar ég var
sautján ára, leit Korda á myndir af mér og sagði að
ég hefði andlit, sem yrði fegurra eftir tuttugu ár.
Tuttugu ár! Hvern langar til að lifa eftir tuttugu ár,
þegar hann er sautján ára? En hann hefur reynzt
sannspár. Núna hefur andlit mitt einmitt fengið
ákveðna drætti. Það sést, að undir holdinu eru bein,
,og mér fellur það betur þannig.” Þetta er brot úr
'grein um LilliPalmer þar sem hún segir frá sjálfri
sér og iifsviðhorfum sinum. Sjá bls. 24,
JÖKULL i BÁÐUM
LEIKHÚSUNUM
Jökull Jakobsson er tvimælalaust i fremstu röð
leikritaskálda hér á landi um þessar mundir. Til
marks um það má nefna, að á þessu leikári bjóöa
bæði leikhús höfuðstaðarins upp á verk eftir hann. t
Iðnó verður „Kertalog” sýnt einhvern tima undir
vorið, en það leikrit hlaut verðlaun félagsins á 75
ára afmæli þess. Og „Klukkustrengir” koma á svið
bjóðleikhússins innan skamms, en þá samdi Jökull
fyrir Leikfélag Akureyrar i fyrravetur. Við birtum
yfirlitsgrein um leikritun Jökuls Jakobssonar frá
upphafi á bls. 20.
KÆRI LESANDI:
,,Þar er lífið einfalt og hefur
haldizt óbreytt öldum saman.
Stórfjölskyldan er enn við lýði, —
allar kynslóðir búa saman undir
einu þaki. Það er glæpur að slá til
barns4 Þeir smáu hafa lika ríka
sjálfsvitund. Hjii Hindúum ræður
þjóðfélagsstétt sú, er barn fæðist
inn í, hvað úr þyí verður. Opin-
berlega hefur stétfamunurinn að
vísu verið afnuminn, en hann
ræður engu að síður mestu um
stöðu og starf fólksins. Það er
fyrst við dauðann, sem enginn
stéttamunur er. Konungur og
lægst settu þegnar þeirra eru
brenndir á sama bakka hins
heilaga fljóts Bagmati. Brosandi
leggur faðirson sinn á bálköstinn.
„Lífið er ekki svo mikilvægt",
segir hann og stráir öskunni í
fljótið. Börn dansa í kringum
hann. Undir hakakrossi, sem er
sóltákn búddhatrúarmanna,
kenna tíbezkir munkar búddísk
fræði. Fyrir framan þá sitja hipp-
ar hvarvetna úr heiminum og
leita „eilífs friðar".
Þessi svipmynd er úr fróðlegri
grein um Nepal, litið sjálfstætt
ríki á Indlandsskaga, sem telur
um 8 milljónir íbúa. Nepal er
orðið býsna þekkt, en þangað
hefur ferðamannastraumur farið
vaxandi undanfarin ár. Greinin
er á bls. 6.
VIKAN Útgefandi: Hilmirhf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Matt-
hildur Edwald, Kristín Halldórsdóttir og Trausti Ólafsson. Útlitsteikning.
Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og
Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing, Síðu-
múla 12. Símar: 35320 35323. Póst hólf 533. Verð í lausasölu kr. 100.00.
Áskriftarverðer 1000.00 kr. fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 1950.00 kr.
fyrir26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddag-
ar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst.
Vikan
BLS. GREINAR
6 Nepal, grein um landið, sem fimm
fjölskyldur eiga
8 Dekurbarn fjölskyldu og flokks.
Lúpus skrifar palladóm um Stein-
grím Hermannsson alþingismann
20 Frá Pókók til Klukkustrengja,
grein um leikrit Jökuls Jakobs-
sonar í tilefni af sýningu Þjóðleik-
hússins á nýjasta verki hans.
24 Endalaus fegurð, leikkonan Lilli
Palmer, sem ásamt Merlene
Dietrich og Ingrid Bergman hefur
staðið lengst á frægðartindinum,
segir frá sjálfri sér og lífsvið-
horfum sínum
30 Siðlaust seladráp, örstutt grein
með litmyndum
SÖGUR:
12 Þegar neyðin er stærst..., smásaga
eftir Unu Þ. Árnadóttur með
teikningu eftir Bjarna Jónsson
16 Götustrákurinn, framhaldssaga, 4.
hluti.
32 Hver er Laurel? framhaldssaga, 5.
hluti
Ý MISLEGT:
28 Heimatilbúinn sófi, þáttur í umsjá
Evu Vilhelmsd.
26 3M — músik með meiru
14 Úr dagbók læknis
15 Síðan síðast
46 Svolítið um sjónvarp
FORSiÐAN
Forsíðuna prýðir að þessu sinni
hljómsveitin Júdas, Maggi Kjartans
og félagar. Þeir dvöldu í London í
sumar við upptöku á nýrri hljóm-
plötu. Myndin er tekin klukkan 4 að
nóttu niður við Thames-f Ijót, við einn
hinna gömlu luktarstaura, sem lýsa
gangvegi meðfram ánni. Myndina
tók Edvard Sverrisson, en hann segir
nánar frá þessari upptöku i popp-
þættinum í dag.
43. TBL. VIKAN 3