Vikan - 25.10.1973, Side 21
hans ílytja ekki ncinn boðskap i þeim
skilningi, að þau séu gagnrýnin á neina
eina stefnu eða kerfi framar öðrum, og
þeim er ekki ætlað að svara neinum
spurningum i eitt skipti fyrir öll. Jökull
leiðir persónur sinar oftast fram á sviðið
úr gráum hversdagsleikanum. Litið er
um, að stórviðburðir gerist i leikritum
hans. Á sviðinu getur áhorfandinn virt
þessar persónur og lif þeirra fyrir sér.
Kannski eru þetta manneskjur. sem við
könnumst vel við. Þær gætu buið i næsta
húsi, jafnvel á hæðinni fyrir neðan, en við
veigrum okkur við að viðurkenna, að þær
beri nokkurn svip af okkur sjálfum.
Okkur gengur mæta vel að skilja þetta
fólk á sviðinu, og þó skiljum við það
kannski alls ekki. Við kennum einhverrar
óskýrðrar angurværðar og finnum á
vissan hátt til með Signýju, Jialidóri og
Eiriki, já og jafnvel henni Sigurlaugu á
fjórtán, sem er búin að vaka yfir syni
sinum i nitján ár og biða eftir þvi að hann
fái lausnina. Þó að við hlæjum að Þuriði,
verður hún okkur ósjálfrátt nákomin, og
annað fólk á greiðari aðgang að lijarta
okkar en áður.
1 ,,Hart i bak” og ..Sjóleiðin til Bagdad”
sýndi sig áþreifanlega, hve vel Jökli lætur
að skapa stemningar og segja sögu i ein-
földum orðum og æði leikpersóna sinna.
Kannski kemur þetta enn betur fram i
næsta leikriti hans. ..Sumarið 37”,
sem Leikfélagið frumsýndi i byrjun árs
1968. ,, Að segja það án þess að segja
það”, segir athafnamaðurinn i viður-
kenningartóni um likræðu prestsins yfir
eiginkonu sinni. Þessi orð gætu eins verið
yfirskrift „Sumarsins 37”. Orð og
setningar á mörkum ljóðsins veita okkur
innsýn i lif persónanna, einnig utan sviðs-
ins.
„Sumarið 37” er að þvi leyti ólikt fyrri
verkum Jökuls, að nú gerist leikurinn i
„finu” húsi. Jafnvel þar finnast draumar,
sem aldrei geta ræst, nema þá það hafi
gerst sumarið '37 og sá daumur verði
aldrei samur ov áður. Sjálfsagt breytir
engu að taka kaþólska trú, og kannski er
„ekkert til við þessu nema wiský”.
A listahátið 1972 sýndi Leikfélag
Reykjavikur enn nýtt leikrit Jökuls.
„Dóminó” ber glögg merki höfundar sins,
og þar kemur gjörla fram, hve vel Jökull
er i takt við timann. Plastframleiðandinn
og eiginkona hans eiga sér tvimælalaust
margar hliðstæður á íslandi, og hver
kannast ekki við dótturina, táninginn,
sem drepur timann með hassi og sýru og
leitar þar þeirrar lifsfullnægju, sem hún
finnur ekki annars staðar.
Og nú á þessu leikári bjóða bæði leikhús
höfuðstaðarins upp á sýningar á leikritum
eftir Jökul. t Iðnó verður „Kertalog” sýnt
undir vorið, og „Klukkustrengir” koma á
svið Þjóðleikhússins innan skamms.
Jökull Jakobsson skrifaði „Klukku-
strengi” fyrir Leikfélag Akureyrar i
fyrravetur.. Leikritið gerist i litlu sam-
félagi, þar sem hver einstaklingur á erfitt
með að komast úr þeim stakki, sem
honum hefur verið sniðinn. Orgelstill-
arinn kemur til bæjarins, og kven-
peningurinn þar leitast við að finna i
þessum manni þá drætti, sem hverja og
eina vantar i lifsmynd sina.",,Mér datt
aldrei i hug ég' ætti eítir að upplifa það i
okkar litla bæ”, segir Jórunn, sem er i
stjórn kvenfélagsins.
Þetta er i fyrsta skipti, sem Þjóðleik-
húsið sýnir leikrit eftir Jökul, og verður
gaman að sjá hvernig til tekst, Brynja
Benediktsdóttir leikstýrir verkinu og
setur upp þá klukkustrengi, sem Jökull
Jakobsson og leikkraftar Þjóðleikhússins
leggja henni til
„Það gerðist ekkert. Ég get alveg svarið það”.
Valgcrður Dan og Guðrún Ásmundsdóttir í
„Sjóleiðinni til Bagdad.”
Guðrún Stephensen og Jón Laxdal i
Dóminó.
„Signý, við komum bæði. Burt héðan.” Guðrún Ásmundsdóttir og Helgi Skúlason i
„Sjóleiðinni til Bagdad.”
43. TBL. VIKAN 21