Vikan - 25.10.1973, Síða 27
er hanabjalkastigi upp á efra
loftiö eða ekki, bert steingólf eða
dúklagt, málað eða ómálað,
skiptir ekki máli. Það varð fljót-
lega ljtfM, þegar liða tók á þessar
tvær vikur, sem dvalið var við
upptökuna i London
Það var júlimánuður og þægi-
Iíeg hitamolla grúfði yfir
Lundúnum. Komudagur var
laugardagur og fyrsti dagur i
stúdióinu mánudagur. Dagurinn
var notaður til þess að stilla upp,
finna sándið, spila dálitið og
reyna að slappa af. Annars er
eftirfarandi lýsingu að finna i
dagbókarkroti frá þessum
minnisstæða degi, mánudeginum
9. júli.:
„Strákarnir fóru i stúdió i
fyrsta skipti i dag. Þeir reyndu að
„filaða”, eins og það heitir vist á
skiljanlegri poppislenzku. Fram
eftir degi sagði tauga-
spenningurinn töluvert til sin.
Allur „filingurinn”, sem náðst
hafði upp á Islandi, var horfinn úti
veður og vind. Maggi sagði, aö
þetta væri eins og hljómarnir
rúlluðu niður brekku á fullu i stað
þess að fara hægt og sigandi upp i
móti. Sjö lög voru tekin upp til
prufu að hafa með sér heim á
hótel og bera saman við upptöku,
sem gerð var i Stapanum, áður en
lagt var i ann yfir pollinn. Fjögur
af þessum sjö lögum, voru hljóð-
rituð eftir að jiðið var rekið út á
„pub” til að fá sér brauðsneið og
bjór. Þau reyndust mun betri en
fyrstu þrjú. Gamli suðurnesja
„filingurinn” virtist endur-
fæddur.”
Svo segir dagbókarkrotið frá
mánudeginum 9. júli, en við þessu
má bæta skemmtilegu atviki,
sem átti sér stað um kvöldið, en
ekki var skrásett sökum góðrar
matarlystar og heilbrigðs þorsta.
-Þegar allir voru saman komnir á
hótelið um kvöldið, var hlustáð á
upptökuna. Kom i ljós, að þeir
spiluðu allt of hratt. Uppgötvaðist
þá svik tauganna og var um-
hverfinu kennt um. Og liklega var
það ekkifjarstæðukennt eftir allt.
Sveitamaður af Suðurnesj. og
jafnvel harðsviruð útgáfa af mal-
biksfólki, kemst ekki hjá þvi aö
verða fyrir áhr. frá ysi og þys,
stórborgarinnar, án þess raun-
verulega aö gera sér grein fyrir
þvi. En þarna var það, ritað
I segulbandsspólu, ósýnilegt á
brúnu eða hvernig sem menn
vilja hafa það. En eftir að menn
höfðu gert sér grein fyrir þessu
með taugarnar, varð einhverjum
að orði, að jafnvel þótt þeir heföu
spilaö hratt, þá heföu þeir aldrei
spilað eins hratt og segulbandið
gaf til kynna. Upphófust nú
miklar bollaleggingar og endan-
leg útkoma þeirra rökræðna var
sú, að þetta væri i fyrsta skipti,
sem segulbandið færi til útlanda
Victor vélamaður var hjálplegur, þegar ræða þurfti um
framburð einstakra orða en allirtextar plötunnar eru á ensku.
Það kom að þvi að syngja þurfti harmóniuna i nokkrum lögum
og ekki var það lengi gert . Hérna eru þeir allir fjórir, Vignir.
Manni. Finnbogi og Hrólfur if.v.) Myndin er tekin ofan
úr upptökuherberginu.
og það væri bara taugastressað,'
eins og þeir. Var það i fyrsta og
liklega siðasta skipti, sem menn
sáu berum augum stressað segul-
band (Siðar kom i ljós, að i þetta
skipti hafði aðeins verið um mis
mun á straumstyrkleika að ræða.
Það þurfti 60 Hz mótstöðu segul-
bandið i stað 50 vegna þess að á
enska kerfinu eru 230 volt i stað
■220 hérna heima)
En hvað segir þessi saga.Þegar
einhver yfirgefur sitt vana
bundna umhverti og kemur i
annað, gjörólikt, er ekki við öðru
að búast, en að sá hinn sami verði
Og hér er sjáifur engmeerinn
eðu vélamaðurinn Victor. Hans
móralska hjalp verður seint
metin til fjár.
fyrir þessum utanaðkomandi a-
hrifum, án þess að gera sér grein
fyrir þvi. Hljómlistarmenn, sem
halda utan til upptöku, verða að
gera sér grein fyrir þvi, að það
sem þeir hljóðrita .erlendis, undir
erlendum áhrifum, getur hæglega
orðið allt annað, en ætlað var i
upphafi. En með tilliti til alls, þá
þarf það heldur ekki að vera neitt
slæmt. - Sem sagt, mánudagurinn
varð lærdómsrikur og nú reyndu
menn að losa sig úr viðjum stór-
borgarinnar. losa sig við tauga-
spennuna sem hlaðizt hafði upp
eftir komuna til London.
Dagarnir, sem fóru i hönd, voru
hvildardagar sannka llaðir.
Ekkert var gert annað, en að
firina beztu matsölustaðina, læra
að rata og reyna að slappa af
fyrir daginn stóra, sem var föstu-
dagurinn 13. júli. Þann dag hófst
hinn raunverulegi stúdiótimi, þá
skildi byrjað fyrir alvöru.
Upptöku tónlistar sem þessarar
er hagað þannig, að fyrst er tekið
upp grunnspilið-, i þessu tilfelli
trommur, gitarundirspil, bassa-
leikur og pianó. Þvi átti að ljúka á
tveimur nóttum. Timinn, sem
kosið var að hljóðrita grunnspilið
á, var frá þvi klukkan 9 að kvöldi
og fram undir morgun. Má með
sanni segja, að það sé mjög svo
Framhald á bls. 35
Og hérna er myndavélin komin aðeins nær og hvilik svipbrigði.
43. TBL. VIKAN 27