Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.10.1973, Side 29

Vikan - 25.10.1973, Side 29
Fyrir þá, sem orðnir eru leiðir á gamla sófanum eða hjónarúminu, er hér bráðskemmtileg tillaga að hring- laga sófa, sem auðveldlega má útbúa heima. Svona sófi er tilvalinn samastaður fyrir alla fjölskylduna, þar sem setið er á rökstolum eða horft á sjónvarpið. Sófinn á myndinni er með velúr-áklæði sem kannski er ekki beint hagkvæmt en nota má riff lað flauel í staðinn. Stóru pylsuna væri upplagt að sauma úr bútum, e.t.v. i réttri breidd en misjafnlega löngum. Einnig væri blátt denim upplagt og má þá sauma sfora gallabuxnavasa á hliðar pylsunnar. Hér er upphækkun undir sófanum en, þar sem þykk gólfteppi eru á gólfum er það ekki nauðsyn. Saumið dýnuáklæðið saman með 2 saumum, (sjá teikn.) og klippið nákvæman hring, sem er 2 m í þvermál, (munið saumförin.) Saumið E-kantinp við hringinn, rétta móti réttu og faldið brúnina. Dragið snúruna gegnum faldinn. Klæðið dýnuna áklæðinu og dragið snúruna saman undir dýnunni, (sjá teikn.) áklæðið á að vera slétt á yfirborðinu. Efnið í stóru B- pylsuna er saumað saman rétta móti réttu, í langt rör, en saumið rennilásana tvo i þennan saum. Snúið við og saumið endana saman gegnum annan rennilásinn. Fyllið pylsuna þétt með kurli. A-hnakkapúðinn er saumaður eins, nema í endana eru C-hringirnir saumaðir og einn rennilás er saumaður í langa sauminn. Fyllið þétt með kurli, ef ekki á að nota hnakkapúðann undir rúmföt. 5 borðar halda hnakka- púðanum við pylsuna en undir púðanum er borðinn tekinn saman með stálþráð beygðum i ferkant, sem er 12 cm x borðabreiddin. (Sjá teikn, af þverskurði púðans.) Hver borði er dreginn kringum hnakka- púðann, gegnum stálþráðsferkantinn og utan um pylsuna. Á annan enda borðans eru 2 málmhringir saumaðir og undir pylsunni er borðinn strekktur gegnum hringina. LEIDARVISIR OG ÞAÐ SEM ÞARF AÐ ÚTVEGA: Efni: í allt, 21 m í90 cm breidd. Því erskipt pannig: 3 stykki, 2 m x 90 cm (yfirborð dýnunnar D), 1 stykki, 6,30 m x 30 cm (dýnubrúnin E.) 1 stykki 8,15 m x 90 cm (pylsan B.) 1 stykki, 2,70 m x 90 cm (hnakkapúðinn A.) 2 hringir, C, 29 cm í þvermál. DÝNA: 2 m lengd x 2 m breidd x 15 cm þykkt, skorin i nákvæman hring, (fæst hjá Listadún). PYLSA: ca 30 kg svampkurl, (fæst hjá Listadún) SNÚRA: ca7 m löng, (til að draga í dýnuáklæðið.) RENNILÁSAR: tveir 40 cm í pylsuna, einn 40 cm i hnakkapúðann. BORDAR: 5 stykki, 2,50 m löng, (má sauma úr efninu eða kaupa hjá Jóni Brynjólfssyni.) MÁLMHRINGIR: 10 stykki, 5 cm i þvermál. STÁLÞRÁÐUR: (3 mm ) 5 stykki, 45 cm langir. ^5? 29 cm\ 2 stk. 630 cm 90 cm 90cm ATHUGIÐ: Það er ekki reiknað með saumförum svo klippa þarf 1-2 cm útfyrir. I330cm Yfjrþorí , v- Zdringir. borfli G&. 2SOcn\ v hndkkdpvé tZcm Std/þráður [>otn pyisa þy/e.ránið af hnakkdpú&a 43. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.