Vikan

Issue

Vikan - 25.10.1973, Page 30

Vikan - 25.10.1973, Page 30
SIÐLAUST SELADRÁP Miskunnarlaus og hrottafengin slátrun selskópa við strendur Kanada, á Nýf undnalandi og Labrador og allt norður til Græn- lands hlýtur að vekja megna and- styggð allra. Afsláttaraðferðin er einföld, kóparnir eru rotaðir og síð- an eru þeir flegnir, því að skirvnin eru það, sem veiðimennirnir sækjast eftir. En þeir hirða ekki um að af lífa kópana, heldur er alqengt, að þeir rakni úr rotmu, flegnir og skreiðast oft langar leiðir eftir is, áður en líf þeirra fjarar út. Kanadamenn og Norðmenn standa fremstir í flokki í þessum veiðum, þó að fleiri komi viðsögu. Þrátt fyrir að tilraunir hafi verið gerðar til jáess að binda endi á þetta grimmdarlega dráp, hef ur enn ekki tekizt að útrýma því, og er bágt til þess að vita, að slíkt sinnuleysi og virðingarleysi skuli viðgangast.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.