Vikan - 25.10.1973, Page 45
Electrolux
skildi lögfræðinginn eftir með
'gapandi munn og pennann á lofti.
Dómarinn var settlegur og
þrekinn maður, kinnasiður og
þreytulegur til augnanna. Hann
hlustaði á herra Hawthorne, án
þess að taka fram i fyrir honum.
Hann horfði upp i loftið, allan
timann, en viö og við leit hann
samt á Jimmy, sem hoppaði á
milli Laurel og Michaels. Þau
höfðu ekki lengur neitt til að
halda athygli hans vakandi...
hann var búinn að leika sér með
lyklakippu Michaels, vasaklút
Laurel, og litinn spegil, og Laurel
vissi, að hann var að missa þolin-
mæðina, en samt hélt herra
Hawthorne sifellt áfram aö tala.
Það var ekki fyrr en lögfræð-
ingurinn kom að ástæðunni fyrir
þvi, aö Laurel hafði yfirgefið
barnið, að dómarinn beindi
athygli sinni að henni og augu
þeirra mættust. Laurel ók sér
vandræðalega og leit undan. Að
lokum þagnaði lögfræðingurinn
og löng þögn fylgdi á eftir.
Dómarinn hallaði sér fram á oln-
bogana, nuddaði augun og leit að
lokum á Michael.
— Herra Devereux, hafiö þér
hugsað yöur að taka við hinni
brotthlaupnu konu yðar aftur?
— Ég er kaþólikki, yöar náð.
— Það er ekki svar við spurn-
ingu minni, eða finnst yður það?
Það að þér játið kaþólska trú,
kemur ekki málinu við, nema þér
óskið að ganga f hjónaband ööru
sinni. En ég var að spyrja aö þvi,
hvort þér viöurkennduð konu
yöar, sem hæfa móður barnsins
yðar og hvort þér væruð reiðu-
búinn til að stofna meö henni
heimili?
Michael starði á dómarann,
opnaði munninn, eins og til aö
segja eitthvað, en lokaöi svo
munninum aftur. Laurel sá
hvernig hann beit saman tönnum,
meöan hann var aö yfirvega
svarið.
— Jæja, herra Devereux?
—- Hún hefir búið á heimili
minu siðan I april.
Dómarinn virtist siður en svo
ánægöur meö þetta svar. Hann og
Michael virtu hvor annan fyrir
sér um stund, en svo sneri dóm-
arinn sér aö Laurel. — Lögfræð-
ingurinn yðar gaf stutta yfir-
lýsingu um það hvers vegna þér
yfirgáfuð barnið, En hann hefir
ekki nefnt ástæðuna fyrir þvi, að
þér sneruð aftur til fjölskyldu
mannsins yðar? Getiö þér gefið
nokkra skýringu á þvi?
— Bróöursonur minn mun erfa
mikil auðæfi, yðar náð, sagöi
Paul. — Hún hafði næstum
gleymt þvi.
— Hún vissi ekkert um það,
Paul.. sagöi Michael og sneri sér
að bróöur sinum. — Ég sagði
henni ekkert um þessa erfðaskrá.
— Ég vissi ekkert um þetta,
fyrr en löngu eftir að ég sneri
aftur, sagöi Laurel. — Ég vildi
aðeins reyna að bæta fyrir brot
mitt.
— Þegar börn fæðast nú á
dögum, vitum við að þau fæðast
inn i vonda og ógnvekjandi veröld,
frú Devereux. En þannig hefir
það ætiö verið. Það leysir ekki
vandamál þeirra, að yfirgefa þau
úg láta þau alast upp móðurlaus.
Dómarinn virti fyrir sér plöggin,
sem lögfræðingurinn hafði lagt
fyrir framan hann. — Fangelsis-
dómur, allt að niutiu dögum er
venjulegasta refsingin fyrir slik-
um brotum i þessu fylki. En þar
sem ljóst er, aö barnið hefur ekki
verið vanrækt aö nokkru leyti og
að þetta hefir gengið fyrir sig i
öðru fylki, þá horfir málið öðru
visi við. En ef til skilnaðar kfemur
milli ykkar hjónanna, þá fær
herra Devereux skilyrðislausan
rétt til barnsins, við hvaöa dóm-
stól sem er, ef öll gögn verða lögö
fram.
— Rétturinn ákveður þvi, að
dæma Laurel Jean Devereux i
niutiu daga fangelsi...
Laurel stundi þungan og þrýsti
höfði Jimmys fastar að brjósti
sinu, þar til hann kveinkaði sér.
... og að rifta svo þeim dómi og
setja yöur, Laurel Jean Dever-
eux, undir umsjá eiginmanns
yðar, Michael Devereux, I þessa
niutiu daga. Á þeim tima getur
herra Devereux gert það upp við
sig, hvort hann álitur yöur hæfa
til að annast son yðar og ala hann
upp á sómasamlegan hátt, ef til
skilnaðar kemur.
Siðan var rétti slitið. Herra
Hawthorne ljómaði af ánægju og
tók i hendur þeirra allra.
— Þetta gekk betur en ég haföi
þorað að vona.
Michael leit á Laurel og augna-
ráð hans kom henni til að skjálfa,
siðan sneri hann sér á hæli og
skundaði út úr herberginu.
— Þér veröið að hafa bróður
minn afsakaöan, herra Hawt-
horne, sagði Paul. — Þér hafið
unnið verk yðar vel og viö erum
öll mjög þakklát. Hann sneri sér
að Laurel. — Ertu ekki sammála,
Laurel? Nú getur Michael haft
auga með þér. En þá veröur hann
lika að taka þig með sér til
Phoenix.
Laurel hné niður I harðan
stólinn aftur. Hún þurfti þá ekki
að fara i fangelsi. Hún fékk að
vera um kyrrt hjá Jimmy — að
minnsta kosti fyrst um sinn. En
svo rann það upp fyrir henni hvað
þessi frestur hafði I för meö sér,
hún yrði að búa ein með
Michael... Hún minntist þess hve
eindregið Janet hafði varað hana
við þvi. Og svo, eins og I sjón-
hending, minntist hún skuggans,
sem hafði veriö svo ógnvekjandi
og stór i garðinum og verunnar,
sem bar við gluggann hjá henni...
Frh. inæsta blaði.
43. TBL. VIKAN 45