Vikan


Vikan - 04.04.1974, Qupperneq 40

Vikan - 04.04.1974, Qupperneq 40
EGGJA SKREYTINGA R Víöa um lön4er það gamall sið- ur að mála á egg og nota þau til skreytinga á páskurii, eða gefa þau vinum með góðum óskym. Uin uppruna þessa siðar er ekki vitað nákvæmlega, en helzt er talið að hann hafi komið inn 1 kristnihald úr heiðnum trúar- brögðum, þar sem egg voru frjó- semistákn á voFhátiðum. Þannig voru lituö egg tákn endurnýjunar Hfsins á vorin hjá Persum og Egyptum til forna. I kristni hefur verið algengast að lita eggin rauð og hafa. sumir t'alið rauða litinn eiga að tákna blóð Krists. Enn önnur skýring á tengslum eggja við páska er sú, að þar sem eggjaneyzla hafi verið bönnuð alla föstuna, hafi gleðin verið slik, er snæða mátti þau á ný, að þau hafi smám saman orðið eins kon- ar tákn páskanna. Hér á landi hefur eggjaskreyt- ing ekki náð fótfestu — en aftur á móti var fyrir nokkrum áratug- um tekinn upp annar erlendur páskasiður: framleiðsla og neyzla sykurskreyttra súkkulaði- eggja. Fara súkkulaði eggin ekki fram hjá neinum, þegar liða tekur að páskum. Ef einhverjir skyldu vilja spreyta sig á eggjaskreytingu slöustu dagana fyrir páska, birt- um við hér nokkrar leiðbeiningar um hvernig bezt sé að fara að. Aður en hægt er að taka til við að skreyta eggin þarf annaðhvort að harðsjóða þau eða blása úr þeim innihaldinu og ætti að vera tilvalið að blása eggin, sem notuð eru i páskabaksturinn. Harösoðin egg: Setjjð eggin i kalt vatn og gætið þess að vatnið fljóti alveg yfir eggin. Látið eggin sjóöá við lágan hita i að minnsta kosti hálfa klukkustund, til þess aðinnihaldið harðni vel. Setjið svolítið þvottaefni i vatnið, svó öll óhreinindi, sem á eggjunum kunna að vera, leysist upp. Þegar eggin eru soðin er vatninu hellt af og eggin látin kólna hægt. Þau egg, sem kunna að hafa sprungið viö suðuna, er bezt að hafa i kvöldmatinn, þvi þau verða aldrei falleg. Hlásin cgg: Haldið egginu ýfir skál og stingið gegnum það með nál eða mjóum prjóni. Blásið siðan gegnum annaö gatið, hægt og rólega, þar til allt innihaldið er komið i skálina. Þvoið eggið vandlega að utan og innan og látið það þorna vel, áðúr en skreyting hefst. Litun: Egg má mála og skreyta á margan hátt. Ef lita á allt eggið með einum lit er bezt að nota venjulegan fatalit. Eggið þarf að liggjá i litarblöndunni i að minnsta kosti klukkustund, til þess að liturinn verði jafn. Látið eggið þorna vel og þegar það er þurrt má bera varlega á það mataroliu, til að fá fallegri gljáa. 1 stað fatalitar má einnig nota svokallaða plakat-liti, en þá þarf að bera á hratt og jafna þá vel. Egg, sem lituð hafa verið á þenn- an hátt má aldrci borða og gætá verður þess vel að óvitar nái ekki i þau. Egg, sem litað hefur verið á framangreindan átt má siðan* skreyta á ýmsa vegu. Hægt er að rjspa i það mynstur og myndir þannig að hvitur skurnliturinn komi I Ijós, eins og sjá má á bláa egginu á myndinnr. Við þetta þarf að nota oddhvasst áhald, og þar sem mikla aðgát og þolinmæði þarf til þess að eggið springi ekki, er þessi aðferð varla á færi barna. Börn geta aftur á móti skreytt lit- uð egg með þvi að lima á þau myndir, klipptar úr skrautpappir. Aúðveldasta leiðin til þess að lita egg er að nota tússpenna eða vatnsliti. „Regnbogaeggið” á myndinni var til dæmis málað með tússpennum. Á þennan hátt má mála alls konar myndir á eggið, t.d. blóm, unga, hringi, ferhyrninga og hvað annað sem upp i húgann kemur. Einnig getur verið skemmtilegt að mála andlit á eggið og setja siðan á það pappirshatt — og er þá kominn skemmtilegasti páskakarl. Ef til eru á heimilinu garnaf- gangar i skrautlegum litum er hægt að lima þá á egg og búa þannig til skemmtileg mynstur, eins og sést á einu egginu á‘ mynd- inni. Þegar búið er að skreyta eggin má koma þeim fyrir til skrauts á ýmsan hátt. Einfaldast er að láta þau standa i eggjabikurum eða kertastjökum. eða liggja i fallegri skál. Einnig má hengja blásin egg úpp, annaðhvort mörg i röð eða eitt og eitt. Ef hengja á upp egg, eitt sér, er einfaldast áð binda þráð i.hálfa eldspýtu, stinga henni inn i eggið og láta hana snúast þar þvert á gatið. * 40 VIKAN 14. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.