Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 19
9. Framhaldssaga Það voru hvorki upphrópanir né fagnandi svipbrigði sem tjáðu þessa breytingu, heldur stafaði frá honum nýfenginni hamingju, sem mér fannst nú rikja i hinni litlu dagstofu. — Nei, halló, laxi, sagði hann, eins og hann hefði ekki séð mig árum saman. Mér datt um stund i hug, að hann ætlaði að taka i höndina á mér. — Það er hætt að rigna. — Einmitt það? Þegar hann hafði gert sér grein fyrir um hvað ég var að tala og að dagstofan var nú böðuð sólskini, brosti hann eins og karlinn i veðurhúsinu, eða likt og einhver ljóssins riddari, og hann endurtók tiðindin fyrir Daisy. — Hvernig lizt þér á? Það er hætt aö rigna. — Það var gaman Jay. Rödd hennar var með ekka, og trega- full, en aldrei fegurri og bar vitni um þá hamingju, sem hún óvænt hafði orðið aðnjótandi. — Mig langar að biðja ykkur Daisy að koma með mér yfir, sagði hann. — Mig langar að sýna henni húsið. — Ertu viss um að þú viljir aö ég komi með? — Auðvitaö, laxi. Daisy gekk upp á loftið, til að þvo sér i framan, — og ég vissi að nú var um seinan. að hugsa til þess hve handklæöin min voru lé- leg. Við Gatsby biöum hennar úti á flötinni. • — Húsið litur laglega út, er þaö ekki? §purði hann. Sjáöu hve sólin skín fallega á framhliðina. • — Ég tók undir og sagði að það liti frábærlega út. ■ —Já. Hann virti það/yflr sér og augu hans námu staöai-,við boga- myndaðar dyr og ferhyrnda turna. — Ég var ekkiaíema þrjú ár að þéna þá peninga, sem ég keypti þaö fyrir. .. — Ég hélt að þú heföir er{t þá? — Það geröi ég lika, laxi.jsvar- aði hann umhugsunarlaust. —En ég tapaði þeim að mestu i ringul- reiöinni, — I striðinu. Ég geri ráð fyrir að hann hafi varla vitaö hvað hann sagði, þvi þegar ég spurði hann að þvi hvaöa starf hann stundaði, svar- aði hann að það „kæmi sér einum við,” áður en honum varð ljóst að slikt svar gat ekki talizt viðeig- andi. — Ja, ég hef fengizt við hitt og þetta, sagði hann og bætti um fyrir sér. — Einu sinni var ég við lyfjasölu og seinna i oliuviðskipt- um. En ég stunda hvorugt nú. Hann leit á mig og nú með meiri eftirtekt. — Kannske þú hafir hugleitt þetta betur, sem ég stakk upp á við þig um kvöldið? Aður en ég fékk tóm til að svara, kom Daisy út úr húsinu og sólin glóði á tvöfaldri röð af gyllt- um hnöppunum á kjólnum henn- ar. — Er það þetta stóra hús þarna, hrópaði hún upp og benti. — Lizt þér vel á það? — Þaö er stórkostlegt. En ég get ekki skilið hvað einn maður hefur að gera við þetta allt. — Ég býð heim hópum af for- vitnilegu fólki, svo húsið fyllist bæði daga og nætur. Það er allt fólk.sem fæst við merkileg störf. Frægt fólk. 1 stað þess að fara skemmstu leið með fjörunni, gengum viö niður veginn og upp heimreiðina að húsi Gatsby. Lágri og heillandi röddu fór Daisy aödáunarorðum um konunglega reisn þessarar hallar .sem bar við himin fyrir augum hennar og sem á leiðinni varö séð frá æ nýrri hlið. Hún dáðist aö görðunum, ilminum ferska af liljunum og hinum höfgari af þyrnum og blómstrandi trjám. Mér fannst undarlegt aö ganga inn um útidyrner og finna þar ekki þytinn af litskærum kjólum og heyra ekkert hljóð annað en söng fuglanna I trjánum. Þegar inn var komið og viö géngum gegn um stofu, i stil Marie Antoinette ætlaða til tóp- iðkana, og sali með sniði endur- reisnartlmans, þ'ótti mér sem gestir mundu liggja i felum á bak við hvern bekk og undir hverju borði, dauðaþöglir, enda skipað að láta ekki á sér kræla fyrr en við heföum fariðhjá. Þegar Daisy lét dyrnar á bókasafninu aftur, hefði ég getað svarið að ég heyrði þann uglueyga reka upp drauga- legan hlátur. Viö héldum upp á loftið og gengum um svefnherbergi, tjölduö rauðu og fjólubláu silki og prýdd ferskum blómum. Við fór- um um búningsherbergi og tóm- stundaherbergi, og baðklefa, þár sem baðkörin voru felld niður I gólfið. Við rákumst meira að segja inn i herbergi, þar sem úf- inn náungi sat á gólfinu og geröi leikfimiæfingar, til að hressa upp á lifrina i sér. Það var Klippspringer, , .kostgangarinn”. Ég hafði séð hann ráfa um ströndina um morguninn, með sultarsvip á andlitinu. Loks kom- um við I ibúö Gatsbys sjálfs. Þar var svefnherbergi og baðher- bergi, auk húsbóndaherbergis, þar sem við settumst niður og drukkum glas af „chartreuse”, sem hann tók út úr skáp á veggn- um. Hann hafði ekki augun af Daisy eitt andartak, og ég held að hann hafi lagt nýtt mat á alla hluti i húsinu, eftir þvi hve mikla náö honum sýndist þeir hljóta fyrir hinum ástkæru augum hennar. Stundum starði hann lika forviða á eignir sfnar, eins og þær væru ekki af heimi raunveruleikans lengur, nú, þegar hið ótrúlega haföi skeð, — að nálægð hennar var orðin staðreynd. Einu sinni var hann meira að segja næstum dottinn á höfuðið I stigaþrepum. Svefnherbergið hans var fá- brotnasta vistarveran i öllu hús- inu, — ef frá er talið að á snyrti- borðinu voru snyrtiáhöld úr skiragulli. Daisy tók burstann upp, ánægð á svip, og fór að laga á sér háriö, en Gatsby settist nið- ur, tók höndum fyrir augu sér og fór að hlæja. — Margt er nú skrýtið, laxi, sagði hann glaðlega. — Ég get ekki... þótt ég reyni að.... Augljóst var að hann hafði þegar orðið fyrir tvenns konar geðshræringu og mundi innan skamms verða fyrir þeirri þriðju. Eftir að hafa orðið hálfringlaður og siðan fullur skyndilegrar gleði, réð undrunin yfir návist hennar^ nú rikjum. Hugmyndin hafði gagntekið hann svo lengi, hann haföi lifað þennan atburð I draumum sinum* hann hafði b'itið saman tönnum, ef svo mætti segja, spenntur til hins itrasta af ósegjanlegri óþreyju. Og nú, þeg- ar stundin var komin, mátti likja viðbrögöum hans við úrfjööur, sem slitnar vegna ofþenslu. Þegar hann hafði jafnað sig, andartaki seinna, lauk hann upp fyrir okkur tveimur viðamiklum klæðaskápum, sem voru troönir af fötum hans, alklæðnuðum, innisloppum og hálsbindum, og skyrtum, sem staflað var I hlaöa likt og múrsteinum og var tylft i hverjum. • — Það er maður i Englandi, sem kaupir fötin fyrir mig. Hann sendir mér úrval hingað yfirum, vor og haust. Hann dró fram einn skyrtuhlaö- ann og tók að fleygja einni og einni framfyrir okkur. Þarna voru skyrtur úr lérefti, þykku silki og fegursta flóneli. Þær leystust úr brotunum við fallið og borðið var brátt þakið þessari litaveizlu. Meðan við létum aðdá- un okkar i ljós sótti hann fleiri og hin mjúka og forkunnlega hrúga gerðist æ hærri, — skyrtur með röndum, skyrtur með útflúri, köflóttar skyrtur, eplagrænar og kóralrauðar og fjólubláar, einnig litillega rauðleitar með bláu i. Skyndilega gaf Daisy frá sér hálfkæft hljóð. Hún fól andlitið i skyrtuhrúgunni og hóf að gráta ákaflega. — Þetta eru svo fallegar skyrt- ur, snökti hún og röddin heyrðist varla upp á milli fellinganna. — Ég er svo hrygg, af þvi að ég hef aldrei áður séð svona, — svona fallegar skyrtur. Þegar húsið hafði verið skoðað, var ætlunin að við litum inn í garöinn og sundlaugina, sjóflug- vélina og blómaskrúðið, en þá tók aö rigna fyrir utan glugga Gatsby, og við stóðum hvert við annars hlið og horfðum á hvernig droparnir gáruðu sjávarflötinn. • — Ef ekki væri vegna misturs- ins, gætum við séð heim til þin yfir flóann, sagði Gatsby. — Þú lætur alltaf loga grænt ljós á bryggjunni þinni á næturnar. Daisy tók skyndilega undir handlegg honum, en hann sýndist ekki gefa öðru gaum, en þvi sem hann hafði sagt. Ef til vill haföi honum flogiö i hug aö hiö geysi- lega mikilvægi, sem þetta ljós haföi haft fyrir hann væri nú úr sögunni um allan aldur. 1 sam- jöfnuði við þá fjarlægfysem skildi hann sjálfan frá Daisy, hafði þetta ljós verið svo nærri henni, næstum snert hana. Það hafði sýnzt jafn nærri henni og stjörn- urnar sýnast nærri tunglinu. Héö- an I frá yrði það grænÞljós á bryggjuenda á ný. Þeim hlutumj l.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.