Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 25
> I I Nýr sakamálamyndaflokkur. A föstudagskvöldiö hefst nýr sakamálamyndaflokkur i sjón- varpinu, sem heitir The Zoo Gang, og er hann i sex þáttum. Þættir þessir lofa góöu, ef marka má leikarana, sem i þeim koma fram. Fyrst skal frægan telja John Mills, sem leikur Tommy Devon. John þessi er pabbi hennar Hayley Mills, sem vinsæl var hér fyrir nokkrum árum og er kannski enn, þótt ekki stafi lengur eins mikill ljómi af nafni hennar og þá. John Mills fæddist i Felixstone i Suffolk. Faðir hans var stærö- fræöikennari, en leikhúsbakteri- una erföi hann frá móöur sinni, sem eitt sinn var framkvæmda- stjóri Haymarketleikhússins I London. John varö fyrst skrif- stofumaöur I Ipswich um tima, en áöur en langt um leiö, ákvaö hann aö fara til London og freista þar gæfunnar. 1 London vann hann fyrir sér sem sölumaöur, gekk milli húsa og seldi meöal annars salernispappir, en jafnframt sölumennskunni sótti hann dans- skóla og kom I fyrsta sinn fram á sviöi I The Five O’Clock Girl, þar sem hann dansaði. I kjölfar dans- ins I þeirri sýningu fékk hann hlutverk lautinants Raleighs I Journey’s End. Ogstrax sama ár kom hann fram I þremur öörum leikritum, þeirra á fneöalHamlet. John Mills kom I fyrsta siíln fram I kvikmynd áriö 1932 og þá I The Midshipmaid, sem Jessie Matthews stjórnaöi, og allar göt- ur siöan hefur hann verið meöal vinsælustu breskættaöra leikara og leikiö á sviði og I kvikmyndum bæöi austan hafs og vestan. Lilli Palrrler fer meö hlutverk Manoúche Roget i The Zoo Gang. Litillega var sagt frá Lilli Palmer i 43. tölublaði Vikunnar áriö 1973, en þaö helsta skal rifjað upp aö- dáendum hennar til yndis. Lilli Palmer er fædd i Berlin, læknisdóttir og hugöis i fyrstu feta i fótspor fööur sins. En hún hætti við læknisfræöinámiö og fór þess i stað aö læra aö syngja og Maria Baldursdóttir leika. Arangurinn varö góöur, þvi aö allar götur siöan Palmer kom fyrst fram, i kvikmyndinni First Offence, hefur hún veriö I hópi dáöustu leikkvenna evrópskra. Til gamans má geta þess, aö meöal mótleikara Lilli Palmer i þessari fyrstu mynd hennar, var John Mills, en þau höföu ekki leikið saman aftur fyrr en þau léku i The Zoo Gang. Næstur i rööinni ér Barry Morse, sem fer meö hlutverk Alecs Marlowes. Barry Moore er fæddur i London og ólst þar upp, en hann hefur lengst af starfaö og leikið i Kanada, svo aö kanadiskir aödáendur hans llta oröiö á hann sem innfæddan Kanadabúa. Þó hlauthann leiklistarmenntun sina i The Royal Academy of Drama- tic Art og þreytti frumraun sina á sviöi I London.. Einhverjir Islenskir sjónvarps- áhorfendur muna áreiöanlega eftir honum I hlutverki lautinants Gerards I þáttunum um Flótta- manninn, sem sýndir voru I sjón- varpinu fyrir nokkrum árum. Og siöastan teljum viö Brian Keith, sem fer með hlutverk Stephens Hallidays. Segja má, aö leiklistin sé honum I blób borin, þvi aö báöir foreldrar hans feng- ust viö leiklist meö dágóöum ár- angri. Sjálfur kom hann fyrst fram i kvikmypd áriö 1924 og er þvi næstum eins gamall sem leik- ari og leiknar kvikmyndir. Mynd,- in, sem hann þá lék i, hét The Pied Piper og Malone og naut aldrei sérlega mikilla vinsælda. Brian kæröi sig kollóttan um þaö, enda var hann ekki nema þriggja ára, þegar hann lék i þessari mynd. Hann lék ekki I kvikmynd aftur fyrr en áriö 1952, en slöan hefur hann veriö mikil- virkur og hefur leikiö I um þaö bil 50 kvikmyndum auk sjónvarps- þátta. i J Sunnudagur 5. janúar 18.00 Stundin okkar. 18.50 Skák 20.00 Fréttir. 20.20 Veöur, dagskrá og auglýs- ingar. 20.30 tslenski dansflokkurinn. Dansar úr Leöurblökunni, 20.50 Maöur er nefndur Hafsteinn Björnsson (miöill). Umsjón Rúnar Gunnarsson. 21.50 Vesturfararnir, 3. þáttur af átta. 22.40 Aö kvöldi dags. 22.50 Dagskrárlok. Mánudagur (i.janúar 20.00 Fréttir. 20.30 Veöur, dagskrá og auglýs- ingar. 20.40 Onedin skipafélagiö, 14. og næstsiöasti þáttur. 21.30 tþróttir. 22.00 Eddukórinn syngur jóla- og áramótasöngva. 22.20 Þýsk heimildamynd um starfsemi danska tseftir- litsins viö Grænland. 22.40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 7. janúar 20.00 Fréttir. 20.30 Veöur, dagskrá og auglýs- ingar. 20.40 Söngur Sólveigar. Finnsk framhaldsmynd, 1. þáttur af þremur. 21.25 Jassandlit. Jassþáttur frá danska sjónvarpinu. 22.00 Heimshorn. 22.40 Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. janúar. 18.00 Barnaefni. 20. Fréttir. 20.30 Veöur, dagskrá og auglýs- ingar. 20.40 Umhverfis jöröina á áttatiu dögum. Teiknimynd gerö eftir sögu Jules Verne. 1. þáttur af sextán. 21.05 Landsbyggðaþáttur. 21.50 Vesturfararnir, 4. þáttur af átta. 22.40 Dagskrárlok. Dagskráin 1. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.