Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 26
Augnlæknirinn William Lang. Hann dó áriO 1937. Meöan hann lifði var hann að visu vel metinn læknir, en á engan hátt brautryðjandi. Nú er hann orðinn heimsfrægur fyrir lækningar slnar, sem hann framkvæmir nærri fjörutiu árum eftir dauða sinn. William Lang lést árið 1937, þegar hann var 85 ára. En með aðstoð miðils fæst hann enn við lækningar og hefur læknað fólk svo þúsundum skiptir. Miðillinn heit- ir George Chapman og er fyrrverandi slökkviliðsmaður. Enski læknirinn William Lang fæddist árið 1852 og lést árið 1937, áttatiu og fimm ára að aldri. Hann var dugmikill og virtur augnlæknir á sinni tið, en var þó á engan hátt brautryðjandi i lækn- ingum og olli engum straum- hvörfum f sögu læknislistarinnar. Þrátt fyrir það er William Lang nú ef til vill einn þekktasti læknir i heimi. Þrjátlu og sjö árum eftir dauða sinn er hann semsé enn að gera læknisaðgerðir á fólki svo hundr- uðum skiptir. Þetta hljómar mjög ótrúlega, reyndar virðist þetta helber upp- spuni og ósannindi. Og flestir hljóta aö álita, að svo sé. En allir sjúklingarnir, sem Lang hefur læknaö á undanförnum árum, eru á öndverðum meiöi. Þeim finnst það I hæsta máta eðlilegt og ekk- ert til að gera veöur út af, að Lang skuli enn vera að fást við lækn- ingar. Vitaskuld hefur Lang ekki snúið aftur til jaröarinnar I llkaman- um. Nei, hann stundar lækning- arnar gegnum mibil, sem opnar llkama sinn fyrir sál læknisins. Og gegnum miðilinn annast lækn- irinn sjúklinga slna. Hann beinir læknisaðgerðunum þó ekki að likama sjúklinganna, heldur anda þeirra. Smám saman hefur and- inn svo þau áhrif á likama sjúk- iinganna, að hann verður heil- brigður. Töluveröur hópur fólks trúir þessu statt og stöðugt. Þaö eru spiritistarnir, eða andatrúar- mennirnir, eins og þeir eru stund- um kallaðir. Þeirra álit er, að látnir geti talað og hafst ýmislegt annað að gegnum miðla. t Eng- landi, þar sem lækningar Langs fara fram, stendur spíritisminn á sérstaklega gömlum merg. Sjö þúsund handayf irleggjendur. Richard Ellidge, aðalritari landssambands enskra splritista, gefur þær upplýsingar, að hreyf- ingin hafi fyrst fariö að láta kveba verulega að sér á miðri siðustu öld. Nú eru 460 spiritistafélög I landssambandiriu og samtals eru meðlimirnir i kringum 20.000. 1 niu af tlu splritistakirkjum fara fram lækningar með handa- yfirlagningu, og þeir, sem þær framkvæma, eru kalíaði „heal- ers”. Þeir hafa myndað meö sér Læknirinn lést árið 1937 -En fæst enn við lækningar w Þetta er miðillinn George Chapman, 53ja ára að aldri. Hann var fyrr- um slökkviliðsmaður, en eftir að hann uppgötvaði miðilshefileika sina hefur hann gefið sig nær eingöngu að andalæknlngum. sérsamband, sem þeir kalla The national Federation of Spiritual Healers, og i sambandinu eru 7000 manns. Að sögn Richards Ellidge álita spiritistarnir, að lækna megi alla sjúkdóma með handayfirlagn- ingu, ef unnt er að stilla sál sjúk- linganna inn á bylgjurnar, sem læknarnir senda frá sér. Líkam- inn læknar sig sjálfur af öllum meinum, ef þessi kraftur frá læknunum varir nógu lengi til þess að hafa djúptæk áhrif á sál sjúklingsins og skapa I henni vilja til að gera likamann heilan. Læknirinn er verkfæri anda- kraftsins. Geti andárnir sannfært sjúklinginn um það gegnum miðilinn, aö hann veröi frlskur, læknast hann. — Þvi miður hefur okkur ekki tekist aö sannfæra lækna um, aö þetta sé staðreynd, segir Richard Ellidge. — Við höfum bent þeim á, aö þeir geti notað sömu aöferð- irogkomið sannfæringu um bata inn hjá sjúklingunum. Þá myndi þeim uka áreiöaidega batna. Eri læknarnir hafa ekki verib fúsir til samstarfs við okkur. Þess I stað neita þeir álgerlega að taka nokk- urt mið af starfi okkar.... Slökkviliðsmaöurinn. Ellidge finnst ekkert tiltöku- mál, að löngu dáinn læknir skuli lækna gegnum miöil. — Margir miölar starfa undir handleiöslu látinna lækna, segir hann. — William Lange er bara einn margra lækna, sem hafa 1 niu af tlu spiritistakirkjum fara fram lækningar með handayfirlagn- ingum. haldið starfi sinu áfram eftir dauðann. Miöillinn, sem William Lange starfar I gegnum, heitir George Chapman og á heima I Aylesbury i Buckinghamshire. Hann er53ja ára að aldri, geðugur maður með alskegg. Hann hefur verið miðill Langs I meira en 25 ár og hefur unnið sér mikið álit sem slfkur. Hann hefur heldur ekki tapað á þvi fjárhagslega aö gerast að- stoðarmaður augnlæknisins. George Chapman var lærlingur á bifreiðaverkstæöi, þangað til styrjöldin skall á. Þá var hann innritaður i flugherinn, þar sem hann þjálfaöi og kenndi hnefa- leika, skotfimi og návigistækni. Aö strlðinu loknu gerðist hann slökkviliðsmaður. Einn yfirmanna hans á slökkvi- stöðinni var áhugamaður um andatrú. Hann vakti áhuga Chap- mans á henni og fékk hann til þess að vera með á nokkrum miðils- fundum. Brátt var svo komiö, að Chap- man fór að falla I trans, og i transinum komst hann i samband við fjórar andaverur. Þær voru indiánahöföingi, sem kvaðst heita Einmana stjarnan, indverji aö nafni Ram-a-dini, ungur maöur, sem hét Leopoldi og kínverski læknirinn Chang Woo. Frá þeim flutti hann boöskap að handan. En brátt komst Chapman einn- ig I samband viö William Lang, og áöur en langt um leiö var hann eini andinn, sem flutti boðskap gegnum Chapman. Hann sagði, að hann heföi verið útvalinn tií þessaöstarfa gegnum Chapman. Síöan hefur Lang læknað fjöldann allan af sjúklingum gegnum Chapman. Kraftarnir A ensku er til orðatiltækið „sleeping partner” og meö þvl er átt við mann, sem leggur meira eða riiinna fé I fyrirtæki, en tekur ekki þátt I rekstri- þess. Hluthaf- inn sofandi hefur ekki afskipti af neinu I rekstrinum, en þiggur sinn hluta af ágóöanum. George Chap- man er eins konar sofandi hlut- hafi Williams Lang. Þegar læknirinn hugar að sjúk- lingum sinum, tekur hann sér ból- festu I llkama Chapmans, sem er i transi. Segja má, að Chapman fái William Lang llkama sinn. Sál Chapmans er hvergi nærri viö lækningarnar, þvi aö hann hefur enga hugmynd um, hvernig and- legur kraftur Langs starfar. Hver er þessi furöulegi kraft- ur? Chapman segir hann vera af guölegum uppruna. — Hann kem- ur beint frá guði og er af sama toga og krafturinn, sem Jesús gerði kraftaverkin með. AndaKjcaminn. Spiritistarnir lýsa trú sinni nokkurn veginn á þennan hátt: Likamlegt ég okkar skiptir minnstu máli i tilveru okkar. Þetta kemur glöggt fram i þvl, hve stuttan tima við búum I likamanum miðað við að andinn lifir eilíflega. Jarðvist okkar er eiginlega ekkert annað en stuttur reynslu; og námstimi fyrir eilifðina. Andallkaminn er úr þunnu, en sterku efni, og getur tekið sér ból- festu I jarðneska likamanum og umlukt hann. En andalikaminn er ekkihiðsamaog andinn, sálin. Sálin ert þú sjálfur. Það er hún, sem hugsar, skapar og fram- kvæmir. Og hún er I jaröneska likamanum. En þótt jarðneski likaminn deyi, heldur þú samt áfram að lifa sem andavera. Lang læknir sker ekki upp i þeim skilningi, að hann beiti skurðarhnlf. Raunar beitir hann engum læknisráðum viö jarð- neska likamann. Hann beitir áhrifum sinum aðeins að anda- Hkamanum. Viö sllkar „anda- uppskuröi” er jarðneski likaminn ekki snertur. Samt álitur Chapman, að stundum megi greina mörk eftir uppskurði á jarðneskum llkama sjúklinganna, en þau mörk hverfa mjög fljótt. En örin á andallkam- anum eru mjög greinileg og sýna, að á honum hefur verið gerð að- gerð. Firðarlækningar Þegar andalæknir sker upp, f jarlægir hann ekki sjúka llkams- hlutann eins og jarðneskir læknar gera. Nei, andalæknirinn læknar sjúka liffærið (I andallkamanum) og gerir það fært um að starfa áfram á eðlilegan hátt. Ef hann finnur eitthvað, sem er sérstak- lega hættulegt, eins og til^dæmis igerö, verður hann þó að fjar- lægja hana úr andallkamanum. Komi það fyrir, að sjúklingur verði magnvana, leysir Lang læknir það á einfaldan hátt. Hann lánar sjúklingunum bara svolitla orku úr andallkama Chapmans. , Chapman segist hafa orðiö var við, að Lang hafi á þann hátt búið til ný innri llffæri I staö þeirra sjúku. Sjúklingur þarf ekki endilega að koma til Chapmans til þess að fá bata. Vitaskuld er það auðveld- ara, en verði þvi ekki komiö vjð, reynir Chapman firðarlækningar. Þegar Georg Chapmaft fær bréf frá sjúklingi einþvers staöar að úr heiminum. 'hefur hann undir- eins samþatla við Lang og segir honum, hvað hrjáir sjúklinginn. Og þá tekur Lang til starfa. Chapman leggur samt áherslu á, aö firðarlækningar séu ekki eins áhrifamiklar og nærlækning- ar. Hann telur það stafa af þvi, að viö sllkar kringumstæöur verður Lang að lækna beint gegnum sjúkan anda sjúklingsins og nýtur ekki aðstoðar miðils. Gamall maður Vitaskuld er unnt aö afgreiða lækningar eins og Chapmans og Langs með þvl einu að segja, að þær séu tómur uppspuni og geti alls ekki átt sér stað, eöa segja, að fólkinu sé svo sem ekki of gott að trúa á þessa endemis þvælu. Sum okkar segja þó, að fólk, sem trúir slíku og þviliku, séu óttaleg- ir blábjánar. En sllkar fullyrðingar koma að engu haldi. Við komumst engu nær sannleikanum með þeim. Og fjöldinn allur af fólki er reiöubúinn að vitna um lækning- arnar. Engin ástæða virðist vera til þess að efast um heiðarleika slökkviliösmannsins fyrrverandi. Honum til réttlætingar nægir að benda á, að þótf hann llti á þaö sem eðlilegt og sjálfsagt, aö löngu dáinn læknir skuli miðla krafti gegnum hann, veit hann eins lltið um þennan kraft og hver annar efagjarn maður. Fjöldi fólks hefur notið lækn- inga Langs og Chapmans, og meðal þess er hópur efagjarnra manna. Og þetta fólk kann frá mörgu markverðu að segja. Areiöanlega eru ekki állir á einu máli um réttmæti lækninga- aðferða eins og þeirra, sem Chapman beitir. En eitt er vlst: Hann hefur hjálpað mörgum sjúklingum, sem til hans hafa leitað, og það er góðra gjalda vert. Viö skulum lika hafa þaö hugfast, aö viö erum engu nær með þvi að dæma sllkar lækning- ar kukl og fát, án þess að gefa nánari gaum að þvi, um hvað er að ræða. * 26 VIKAN l.TBL. l.TBL.VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.