Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 32
INNLENDUR ANNALL 1974. >á er komiö að þvi aö kvitta fyrir nýliöiö ár, og fylgir inn- lendur annáll ársins 1974 hér á eftir. Ef á heildina er litið svona f upphafi, er ekki hægt annað en að taka eftir miklum sveiflum i poppheiminum Hafa svo sannarlega skipst á skin og sk’úrir og á það jafnt við um poppara eylandsins og popp- skrifara. Það viröist oft hittast þannig á, að þegar poppskrif- arar eru allir af vilja gerðir, rikir algjör ládeyða meðalpopp- aranna sjálfra. Verður ekki annaö séð en að þessar tvær skemmtilegustu stéttir þjóðfé- lagsinsséu undir áhrifum frá sitt hvorri stjörnuþokunni. Þess er nauðsynlegt að geta, þegar litiö er yfir farinn veg, aö vikublað eins og Vikan býr við algjöra sérstöðu hérlendis hvað varöar vinnslutima hvers blaös. Inn á þetta hef ég komið áður og ætti þvi að vera óþarfi að fjöl- yrða nokkuð um þaö hér og nú. En i stuttu máli er það þannig, að vinnslutimi hvers blaðs er 4- 5 vikur og þar fyrir utan tekur það nokkurn tima fyrir blaða- manninn aö safna að sér efninu. Af þessum sökum hefur Vikan aldrei verið samkeppnisfær hvað fréttir áhrærir. Stundum kemur þetta þannig fram, aö á þessum siðum birtast óft fjálg- legar yfirlýsingar, sem oftlega eru aðeins til heimilis í draum- löndum þegaralltkemurtilalls. En þaö er ástæðulaust að vera að fjölyröa nokkuö meira um þetta, — ef „þetta” skildi kalla — , og telst nú þessi áramóta- blaðursformáli vera orðinn nægilega langur að sinni. Þvi dembum vér vor p3 annoler. Fyrsta popp i niark eftir ára- mótaþynnkuna 1973/1974 var annáll ársins 1973, hvort sem þið trúið þvi eða ekki. Þar gerði annálsskrifari þáttarins grin aö, — reyndi að gera grin að liðnum atburðum I máli og myndum. Þegar svo liöa tók á janúar dreif hljómsveitin Steinblóm sig i náttúrufræöitima, eöa svo hefði mátt ætla af fyrirsögninni. En fyrirsögnin var i engu samhengi viö meöfylgjandi pistil nema að nafninu til. Eitthvað var minnst á kjölfestu hljómsveitarinnar og virðist sem það hafi verið henni gjörsamlega ofviða, þvi hún leystist upp skömmu siðar og hefur ekki spurst til hennar siöan. Svo fékk 3 M bréf norðan úr Þingeyjarsýslu, frá aðdáanda þáttarins þar. Tjáöi hann þætt- inum, að hann teldi plötufram- leiðslu þjóðarinnar hafa farið afvega. Hafði bréfritari þar í huga nýútkomna litla plötu meö hljómsveitinni Svanfriði, sem þá var löngu komin bak við lás og slá undir grænni torfu. Skildi bréfritari ekkert I vini sinum Pétri K, að taka i mál að syngja inn á síikan ósóma, en liklega verður að álykta að plötugreyið hafi verið sársaklaust þegar Svanfrföurflekaði hana með þvi að troða Jibbý jey í skorurnar á henni. Þvl fannst þættinum þetta ómaklegt og birti bréfið þvl til áréttingar. Þá gekkst þátturinn fyrir hljómleikum i Háskólabfói með sigurvegurum vinsælda- kosningar hans. Var margt um fina drætti í þvi sambandi, en alþjóð fór algjörlega á mis við herlegheitin þar sem prentarar álpuðust i verkfall aö afloknum hljómleikunum og komu engin blöð út um nokkurt skeið. Á hljómleikunum reyndi hver sem betur gat að flytja frumsamda slagara og tókst þaö frábærlega vel, — miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Gerðist nú heldur tiðinda- snautt á eylandi voru og leið og beiö fram á mitt sumar, en þá birtist skyndilega neyðarkall frá 3M undir fyrirsögninni SOS. Var þar kvartað stórum undan ástandi á veitingastöðum þjóðarinnar og aðbúnaði öllum. Kom þar skýrt i ljós, að væru menn á þeim buxunum, að ætla sér á veitingastað, ættu þeir skilyrðislaust aö hypja sig I fermingarfötin og setja á sig þverslaufu, þvi annars ættu þeir á hættu að dyraveröir veitinga- háanna sendu þá heim til föður- húsanna. Inn á islenska skemmtistaöi kemst enginn nema hann sé gjaldgengur við jarðarför. Einnig sagði i sömu grein, aö meginverkefni veit- ingahúsanna væri að halda gestum sinum utandyra, þvi nóg væri af þeim innan þeirra. Þetta hefur vafalaust þótt gagnmerk ábending og timanleg. 1 lokin er svo spurningu varpaö fram, — hvenær fáum við íslendingar, sem njótum þeirrar ánægju að lifa við eðlilega skemmtanaþrá og lifsgleði, aö njóta sömu þjónustu og rikir annars staðar I heiminum? Þetta mætti auðveldlega misskilja, en vonandi hefur enginn hins fjöl- menna aðdáendahóps 3M verið á þeim buxunum eöa þvi buxna- leysinu. Næstir á dagskrá voru Hljómar ’74. Var þar fjallað um slöustu’ hljómplötu Hljóma og sagt frá þvi m.a. að hún hafi veriö hljóðrituö aö næturlagi i Bandarlkjunum. Menn vissu nú alltaf aö þeir hefðu ástæðu til að fara huldu höfði hérlendis.en hverjum hefði dottið i hug, aö þeir þyrftu að gera það lika i riki Nixonsþáverandi keisara i Vatnsgati. En um það veröur nánar ritað i mannkynssögunni seinna. Svo fullyrti 3M að Berti hefði löngum veriö týndi sonurinn og að tær rödd hans hefði lifað i endurminningunum um gömlu Hljómana i bláu augunum þinum. Hvilikur englabassi. Svo geröist þátt- urinn spákona og spáði i kapal, sem hann hélt fram að þeir i Hljómum kynnu aö leggja. En hann gekk ekki upp kapallmn sá, og var þá úti ævintýri. Svo var allt i einu komiö Sól- skin. Gerðist 3M nú nokkuö háfleygur enda veitti ekki af að reyna að ná sér upp á þeim fáu þáttum, sem fjölluðu um innan- rikismál á árinu. í formála greinar um hljómsveitina Sól- skin var bent á, að sumariö hefði Veriö afskaplega sólrikt og aö sóldýrkendur heföu opin- berað nekt sina og dýrkaö guð sinn á opinberum vettvangi án nokkurrar blygðunar. Hvað 32 VIKAN 1.TBL. MUSIK MEÐ MEIRU EDVARD SVERRISSON lag sitt við gamlar lummur, götótta valsa ogtiuátoppnum. 1 framhaldi af þessu var fjallaö um vandamál islenskra poppara varðandi upptökur og fullyrt aö Change hefði brotið blað i islenskri tónlistarsögu (og sjálfsagt eiga þeir brotiö blaö i Islenskri tónlistarsögu). 1 lokin geröist þátturinn breiöur og gaf út yfirlýsingu: Vonandi tekst sem allra fyrst að skapa viöunandi vinnuaðstöðu fyrir alla þá sem vinna að frum- sömdu islensku tónlistarefni. Þeir eiga sér fleiri hlustendur en flestir ef ekki allir stjórn- málamenn þessa lands. Og hrekji þetta hver sem vill og getur. — Þá komu Nazareth til landsins og héldu hljómleika i Laugar- dalshöll. Gekk hún alveg fram af þættinum og ritaöi hann minningargrein um sjálfan sig. Var 3M uppfullur af allskonar viðvörunum til fólksins og likti hann hljómsveitinni við tilbúna peningavél, sem nærist áf skot- silfri unglinga, sem vita ekki hvaö tónlist er. 3M sagöi og nákvæmiega frá vörumerki svona speki skylt við popp, veit enginn, en væntanlega á skýring Jóhanns G. Jóhannssonar á þessu fyrirbæri nokkra stoð i raunveruleikanum. Hann sagöi við 3M: ,,3M, þú ert andsk... textafreak” Þessu á 3M afskap- lega erfitt með aö neita, þvi i framhaldi af textanum áðan um Sólskin stendur nefnilega: „Flestir sóldýrkenda hafa berið bænheyrðir og hafa sem viöurkenningu fyrir trú sina öðlast brúnku mikla á kroppinn. Við slika brúnku eykst sjáfs- traust manna og kvenna til mikilla muna og sumt litur niður á vesalingana, sem aðeins trúa á þann guð sem býr innra meö flestum mönnum. En átrúnaður þessara vesalings bleikskinna sýnir sig ekki á yfir- borðinu. Hann er aöeins finnan- legur I gjöröum þeirra og oröum. Þeirra sóiskin kemur innan frá og áhrif þess eru miklum mun endingarbetri en áhrif þess er að „ofan” kemur. Og mitt i öllu sólskininu I sumar upphófst annaö sólskin. Hljómsveit var sett á laggirnar og hlaut nafniö Sólskin. Nafngiftin er eftir öllum sólar- merkjum ekki beint út i loftið. Sólskin boðar sólskin, birtu en ekki brúnku, þó hvort um sig, birtan og brúnkan hafi mikið til sins máls. Heilnæmi holdsins og heilnæmi andans er nátengt, en samt ólikt. Holdið er alltaf veikt en heilnæmi andans fer eftir víðsýni hans og þekkingu”. Og siðar I sömu grein segir einnig: „Já, það væri illa búandi á Fóni ef ekki kæmi til þessi innri ylur I skamm- deginu.” Ef að 3M er ekki meö gjörtapað mál gagnvart staðhæfingu Jóhanns hér að ofan þá er lögfræöin ekki öll þar sem hún er séð, og hana nú (sagöi hænan). Þá var hljómsveitinni Change helgaöur einn þáttur. Var þar fjallað um hljómsveitina og starfsvettvang hennar á breiöum grundvelli. Var skýrt tekið fram, að mjög erfitt væri að hafa nægar tekjur af þvi aö spila frumsamda tónlist á hljómleikum eingöngu. Það er danshúsaspilamennskan sem gildir, eða eins og skilmerkilega var sagt I greininni, — aö leggja hljómsveitarinnar-. „Sæðislegt útlit, flottar græjur og töffheit 1 massavis, eru vörumerki^ sem> flestir óharönaðir unglingar falla fyrir.” Þarna er að sjálf- sögðu komin uppskrift handa þeim, sem vilja gerast súper- stjörnur. En i lok greinarinnar um hljómleikana kom klausa, sem vægast sagt verður að flokkast undir ábendingu Jóhanns hér að ofan i sambandi við „textafreak”, svo vér leggjum skott vort milli fóta vorra og látum staðar numið. (Það var i 39 tbl.) Þá kom að þvi að hljómsveitin Pelican varö upptekin. Hljóm- leikar hljómsveitarinnar i Austurbæjarbiói, sem titlaöir voru af þættinum „framlag til viðhalds og endurnýjunar á 20. aldar poppkorni vorra íslend- inga”, áttu sér stað að nóttu til siðla i ágúst. 1 viölagi við hljóm- leikana, sem birtist I 40. tbi., gaf að llta eftirfarandi klausu: (það var þetta með textann...) ,,En hafa ber i huga, þegar Pelican feröast um stjörnuhimin, aö hann verði ekki of feitur þvi þá fatast honum flugiö að lokum og hann hrapar- ofan I hljóm- sveitagryfjuna. En eins og allir vita eiga sér starfsvettvang I hljómsveitagryf junni ýmsir furðufuglar, sem hlupu I spik um aldur fram.. (úr ævintýrinu um Pelicanann, sem flaug: e.s. færði i Islenskan grimubúning). Endir i alvörudúr, eftir dúk og disk: Uppteknir er mjög fjöl- breytt plata bla, bla, bla.” (Skarpskyggn drengur hann Jó- hann G.j Fóru nú að lengjast nætur og styttast dagar og hljómsveitin Dögg átti eins árs afmæli- Var þess minnst hátiðlega i greinar- stúf um hljómsveitina, en hljómsveitin hafði boöiö upp á dögg I tilefni afmæiisins svo þátturinn var tilneyddur til að taka á sig rögg og skrifa nokkur plögg um Dögg. Jóhann G. sendi þættinum sendibréf i jólagjöf, sem hann ritaði i London. Neitaöi hann að endursenda þættinum uppkast að gáfulegu viðtali,sem 3M og Jóhann áttu saman nokkru áður. Var það i raun mjög vina- legt af Jóhanni, þvi þátturinn var i þynnra lagi þegar hann . axlaöi pensil sinn og pappir og hélt til heimkynna Jóhanns til viðtals. Rikti mjög keimlikt ástand i herbúöum þáttarins og rikti hjá Jóhanni þann sama dag. Nú er það vitaö mál aö tveir negativir pólar eiga ómögulega saman, svo útkoman varð vinaleg endaleysa, sem siðar reyndist óprenthæf. En nóg um það. I jólablaðinu, sem út kom snemma i desember, efndi þátturinn til vinsældakosningar. Enn sem fyrr, ginnti stjórnandi þáttarins fólk til þátttöku i kosningunni með þvi að bjóða þvi að smakka á þvi er i tónlistarpottinum kraumaöi á sl. ári. Hét hann hverjum þeim er þyrði aö smakka og hefði sama smekk og hann, fjöl- mörgum hljómplötum i verðlaun. Enn eins og gengur og gerist hafa allir misjafnan smekk og þátturinn sjálfur einn um hálsinn. Væri illa búandi á henni jörð ef allir væru smekk- lausir. Þvi mun nú, af smekk- visi og eintómri kurteisi, látið mál að linni. Þökk fyrir sam- fylgdina og gleðilegt ár. es. 1. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.