Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 37
Svo ætlaði hún að skera þetta, með hættulega stórum og beittum hnif, svo Sara tók af henni ráðin og gerði það sjálf. Meðan hún drakk úr seinni bollanum, lét hún hugmynd sina i ljós. — Heldurðu ekki, Flora, að ef ég tek mig nú til og kem öllu i lag hérna i húsinu, að húsbóndinn myndikannski ráða mig til starfa og leyfa mér að hafa börnin hjá mér? spurði hún hugsandi.Aö minnsta kosti er ég komin i skuld núna, ég þarf að vinna fyrir matnum. Flora leit upp frá þvi að þurrka diskinn með brauðbita og það leit út fyrir að hún væri að velta þessu fyrir sér. — Ég veit ekki. Þaö er ómögulegt að vita hvað húsbóndinn gerir eða segir. En þú getur reynt. En svo ranghvoldust i henni augun. — Ég get ekki hjálpaö þér, ég er svo þreytt eftir að hanga i skápnum i allan dag. Sara brosti með sjálfri sér og gat sér þess til, að Flora hefði sennilega orðið að gera fleira en henni þótti gott, meðan þjónaliðið hafði ráðið rikjum i þessu húsi. — Ef ég fæ aö vera hérna, þá skal ég kenna þér að lesa. En þaö geri ég aöeins, ef þú hjálpar mér, finnur sópa og tuskur og hitar nóg af vatni. Ég þarf nauðsynlega einhvern til að hjálpa mér. Augu Floru ætluðu út úr höfðinu á henni. — Attu við, aö ég geti þá sjálf lesið bækur? Og dagblöðin? Og áætlun skipanna til Oswego? — Já, einmitt, sagði Sara. Flora stökk á fætur og fór að taka saman diskana. — Við skulum þá byrja strax. Ef húsbóndinn er að spila á Jordan hótelinu eöa að drekka á gömlu veitingastofunni þá kemur hann ekki heim fyrr en i dögun, svo við höfum góðan tima. Robbie renndi sér ofan af stólnum, kom til Söru og lagði höfuöið i kjöltu hennar meö fingur 1 munninum. Hún lagöi höndina á höfuð hans. — Robbie er oröin mjög þreyttur, sagði hún við Floru. — Er ekki einhver staður, þar sem ég get látið börnin sofa I friði? Herbergi ráðskonunnar var inn af anddyrinu. Sara bjó um börnin i legubekk og breiddi yfir þau ábreiðu og yfirhöfn sína. Svo sneri hún aftur til eldhússins og bretti upp ermarnar á leiðinni,- Hún var nú orðin mjög véngöð. — Það eru falleg húsgögn J þessu húsi, sagöi hún, meöan hún batt á sig skýluklút, sem Flora hafði náð i íisamt svuntu. — Herra Garrett hlýtur að veca auðgur. .* — Já, já.hann er rikur, sagöi Flora og kinkaði ákaft koíli. — Hvað gerir hann? — Viðskipti,. svaraði Flora einfaldlega. — Hann fær peninga fyrir það. Annaö veit ég ekki. Þær réðust svo til verka, meö öllum tiltækum hjálpartækjum, hristu mottur úti i garðinum, þvoðu gluggatjöld og hengdu þau til þerris. Negratelpan hjálpaði Söru vel, en þegar fór að liða á nóttina, sá hún á henni þreytu- merki og sendi hana i rúmiö. Sara hélt áfram eins og hún ætti lifið að leysa, þvi að henni var ljóst, að þarna hafði hún kannski tækifæri til að fa dvalarstað með börnin, þangaö til eitthvað rættist úr fyrir henni. Hún heyrði klukku slá við og við, en skeytti þvi ekki hve framorðiö var. Gluggatjöldin voru orðin þurr, svo hún gat strokið þau og komið þeim fyrir gluggana. Þegar hún að lokum leit á stóru klukkuna i anddyrinu, sá hún að húrt var að verða sex. Nú ætlaði hún að leyfa sjálfri sér þann munaö, að fara i bað og skipta um föt. Hún þurfti aö hita vatn og fara nokkrarferðir upp á loft, þar sem hún hafði komið auga á setubað i litlu búningsherbergi. Hún tók upp úr tösku sinni, það litla sem hún átti af hreinum fötum og settist svo i kerið. Þreytan leið úr henni og hún raulaði' fyrir munni sér, meðan hún nuddaði sig með ilmandi sápu, sem hún hafði lika fundiö þarna á þvottaborði og.hún heyröi alls ekki fótatakið i stiganum. Skyndilega voru dyrnar rifnar upp á gátt. Hún saup hveljur og gegnum gufuna úr kerinu sá hún Bryne Garret halla sér upp á6 dyrastafnum, með krosslagða fætur og þumalfingurna I vestisvösunum. Hún sá I sjónhending hve stór og þrek- legur hann var, dökkt og úfið hárið hékk fram á enni og hann pfrði á hana dökkum augunum KENNIÐ BÖRNllNIJiil AÐ VARAST ELDINN Varist eldinn yfir hátí&arnar BRtllVABÓTAFÉLAG ÍSLAIVIDS Laugavegi 103 — Simi 26055 Vatnsbera merkib Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Nú eru jóladagarnir liönir hjá og bráðum tekur grár hversdags- leikinn viö að nýju. Þú kviðir svolitið fyrir þvi og ert þó ekki vanur að vera að gera óþarfa rellu út af smámunum. Þessi kviöi þinn er fu11 - komlega ástæðulaus. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Þú hefur verið mjög slyngur upp á sið- kastið og nú kemur sér vel aö vera slunginn, þvi að einhver reynir aö pretta þig i við- skiptum, en með nógu mikilli kænsku getur þú fellt þann hinn sama á sjálfs hans bragöi. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Þú telur þig hafa fundiö óbrigðula lausn allra vandamála mannkynsins. Komdu hugmyndinni á fram- færi. Hún er áreiöan- lega umræðu verð. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Reyndu að njóta imyndunarafls þins i stað þess að svæfa það alltaf með raunsæinu. Þú skemmtir þér vel á jólatrésskemmtun með börnunum þinum. Þeir barnlausu ættu lika að fara á jólatrésskemmtun. 21. jan. — 19. febr. Þér verður oft hugsað: Hvað ég er heppinn. Og i þessari viku verður rik ástæða til þess fyrir þig aö hugsa þannig. Þér berst nefnilega óvænt fjárupphæð. Fiska- merkið 20. febr. — 20. mari Vertu sem mest heima við núna milli jóla og nýárs. Það færir þér mest \ndi. Vanræktu samt ekki algerlega ættingja þina, sem búa langt frá heimili þinu 1. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.