Vikan

Tölublað

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 36

Vikan - 02.01.1975, Blaðsíða 36
— Gott kvöld! kallaöi hún hátt. Henni fannst hún heyra eitthvert hvlskur einhvers staöar, en var samt ekki viss. Til vinstri stóðu tvöfaldar dyr upp á gátt inn I borðstofu, meö löngu maghonyborði, sem varla sást I fyrir ryki og silfur kertastjakarnir voru svartir af óhreinindum og vaxið hafði dropið niður eftir þeim og út á borðið. Dagstofan til hægri var með sömu vegsummerkjum. Þar var askan út um allt viö arininn og gluggatjöldin öll á ská og skjön. Það var auöséö á öllu, að þarna skorti ekki fé og smekk og eftir þvi sem hún sá i fljótu bragði, var húsráðandinn, hver sem hann var, sannarlega I fullum rétti aö segja upp starfsfólki, sem svo illa sinnti skyldustörfum sinum. — Ég heiti Sara Kingsley! kallaði hún hátt og gekk hægt að stiganum, sem lá upp á loft við enda anddyrsins. — Ef einhver heyrir til mln, þá er ég hingað . komin, til að leita mér vinnu! Einhvers staðar heyrði hún braka I gólfborði. Sara stóð á önd- og horfði hræðslulega i fringum sig. Það var einhver þarna! Einhver að hlusta og biða! Hún reyndi að muna það sem stúlkan sagði. Djöfullinn sjálfur! Var þetta kannski heimili ein- hvers brjálæöings? Hún saup hveljur, sneri sér snögglega víö og greip til barnanna. Svo flýtti hún sér til dyra, en dyrnar voru lokaðar og hún gat ekki með nokkru móti opnaö þær aftur. Hún reyndi allt hvaö hún gat, en án árangurs. — Þau brutu lásinn um daginn, sagði hljómþýð rödd frá stiganum. — Stundum er ekki hægt að opna. Sara sneri sér við i flýti og ýtti börnunum aftur fyrir sig, en sá svo, sér til undrunar, aö þetta var aöeins negratelpa, liklega tiu ára, sem hallaöi sér yfir handriöið á stigapallinum. Söru létti svo mikið, aö það lá við að hún táraðist og hún gekk aftur nær og virti telpuna fyrir sér. Andlitið var nokkuö fritt og fullt af áhuga og kolsvart hrokkiö hár umkringdi það. Sara spurði: — Hvar er allt fólkiö? — Þau öll farin. Ég er Flora. Húsbóndinn aldrei reka Floru, Flóra er ambátt Ambátt! Var þá húsbóndinn 1 þessu stórkostlega húsi að halda við gömlum venjum? Kannski var hann bæði gamall og gamaldags. Sennilega var hann skapbráður, þvi áð Söru skildist á stúlkunni, aö þetta væri ekki nýtt, að hann ræki allt starfsfólkið. — Hvað heitir húsbóndi þinn, Flora? spurði Sara. — Og hvenær kemur hann heim aftur? — Hann er herra Bryne Garrett og ég ekki vita hvort hann kemur aftur. Hann sagði þeim, — hún benti með fingrinum i áttina þangaö sem fólkið hvarf, — aö fara til fjandans, áöur eri hann skipti um skoðun og sendi þau öll i tukthús. — Hvað höfðu þau gert af sér? spurði Sara. Telpan yppti öxlum. — Þau voru bara svo löt, svo fjandi löt, sagði hann. Svo drukku þau allt vinið hans. Hún tinaöi höfðinu, einsog gömul kona.-Ég held þaö hafi verið það, sem geröi hann reiöari en grimman hund. Hann vill drekka vinið sitt sjálfur. Svo var eins og hún missti áhugánn á þessu öllu og beindi augunum að Jenny og Robbie, sem stóðu þétt saman og héldu kettlingnum á milli sln. — Þau hafa fallegt hár. Þetta er eins og liturinn sólinni. Jenny, sem hafði ekki haft augun af Floru, sléppti nú kettlingnum og g'ekk að stiganum. — Þú hefur sjálf miklu fallegra hár, sagði hún I hálfgeröum öfundartón, — og þú hefur svo fallegar tennur. Flora skrikti ánægjulega, hristist öll og faldi andlitið i kjöltu sér. Þaö var greinilegt að henni þótti mjög vænt um þetta hól, sennilega það fyrsta sem hún haföi heyrt. Þessi kátina hennar virtist vera smitandi, þvi aö Jenny ljómaði llka eins og sól, hún bar fingurna upp að munninum, til að láta ekki sjá hve hún hló dátt. Þetta var i fyrsta sinn, sem Sara hafði heyrt hana hlæja, siðan móðir hennar dó. Robbie lét ekki sitt eftir liggja, hann hoppaði upp og niður af eintómri ánægju, kreisti kettlinginn, þangað til hann vældi I mótmælaskyni. Þegar Flóra heyrði kettlinginn mjálma, leit hún upp og ákafinn skein úr augum hennar. — Hann er einn af kettlingunum úr hesthúsinu. A ég að sýna ykkur alla hina? — Já, hrópaöi Jenny, en Sara tók fram I. — Jenny og Robbie mega ekki fara út, sagði hún. Hún var hrædd við aö sleppa af þeim augunum á þessum einkennilega staö. Flora stökk á fætur. — Ég skal koma meö þá inn i eldhús! Komið öll með mér! Hún þaut niður stigann, greip höndina á Jenny, um leið og hún hljóp fram hjá henni og svo voru þær horfnar gegnum þykk dyratjöld. Sara og Robbie fylgdu á eftir þeim gegnum langan gang til eld- hússins og þegar þau komu þangað, voru eldhúsdyrnar opnar og Jenny stóð þar á tánum, til að gá út um gluggann. Flora var horfin i áttina aö hesthúsinu, sem var á bak við húsið, sem þjónustufólkið bjó i. Þar var lika vagnskýli og einhverjar skúrbyggingar, sem mynduðu skjól á þrjár hliðar við stórt hlað. Negrastúlkan kom hlaupandi eftir andartak, með körfu fulla af kettlingum og á eftir henni hljóp móðirin, með skottiö beint upp I loftiö. En meðan Jenny og Robbie voru aö dást að kettlingunum, virti Sara fyrir sér ástandið I eld- húsinu. Þar bar allt vott um sama hirðuleysið og annars staðar I húsinu. Hvitu viöarborðin voru blfettótt og óhrein og alls staðar voru óhrein og fitug matarilát. — Hvers vegna I ósköpunum hefur herra Garrett látiþ þetta allt fara svona, áður en hann rak betta fólk 1 burtu, spurði hún ^lóru og settist á stól. — A hann ekki konu, til aö sjá um húshaldið? Flora var að hella mjólk i skál handa kettlingunum og móður þeirra. Hún hristi höfuðiö. — Hann er aldrei nógú lengi með konunum, sem hann þekkir, til aö kvænast þeim. Þær koma og fara. Hún setti skálina á gólfiö. — Hann kom heim I dag, eftir að hafa veriö nokkuð lengi I Bandarlkjunum og þau — hún benti aftur þangaö sem fólkið hvarf — áttu ekki von á honum fyrr en .eftir mánuð. Drottinn minn! Hún blés út um tennurnar og ranghvolfdi stórum augunum, til að gefa til kynna, það sem skeö hafði, þegar hann kom svona óvænt heim. — Ég faldi mig i skápnum! — Hefði hann kannski barið þig? spurði Sara hneyksluð. Flora leit undrandi á hana. — Nei, missi. Hann hefur aldrei lagt hendur á mig, en hann hefur oft slegiö til matreiðSlukonunnar og brytans. Svo birti yfir ásjónu hennar. — Ég ætla að búa til te handa okkur. Húsbóndanum finnst te best af öllu, ja næstum þvi eins gott og vin. — Ég væri mjög þakklát fyrir einn bolla af tei, Flora, sagði Sara. Hún hafði fengiö hugmynd, sem henni fannst vert aö ihuga. Hún varð bæöi hissa og glöð, þegar hún smakkaöi teið hjá Floru, það var sterkt og gott og Flora lét ekki þar viö sitja, hún fór niöur I kjallar og náði f vænan bita af nautakjöti. Hún setti þaö á borðiö og bætti svo viö súrsuðum gúrkum og stórum brauöhleif. Hrúts merkiö 21. marz — 20. april Þér leiðist til- breytingarleysi — einnig I ástamálum. Reyndar imyndarðu þér þetta bara, þvi að i rauninni ertu mjög fastheldinn á allt. Teldu þér þvi ekki trú um annað Það færir þér ekki neina gæfu. Nauts- merkið 21. april — 21. mai Stundum veröur fólk að taka meira tillit til annarra en sjálfs sin og það á við þig þessa dagana. Þú ert allt of mikill eiginhags- munaseggur. Heilla- tala er fjórir. Færðu gömlum frænda þinum blómvönd. Tvibura- merkiö 22. mai — 21. júni Þú ert svolitið angurvær i dag, en brátt bráir af þér og þú nýtur vikunnar milli jóla og nýárs með eindæmum vel. Hafðu ekki of mikið fyrir undirbúningi fyrir gamlárskvöld. Þú þarft að lagfæra eitthvað varðandi tengsl þin og einhvers I fjölskyldunni. Krahba- merkiö 22. júni — 23. júli Ljúns merkið 24. júli -r 24. ágúst Meyjar merkiö 24. ágúst — 23. sept. Hjá þér vakna óteljandi spurningar i þessari viku og þér finnst þú hvergi fá svör við þeim. Taktu þetta ekki of nærri þér. Sennilega ferðu i skemmtilegt boð á gamlárskvöld. Þú ert alltaf svolitið barnalegur I kringum áramótin. Leyfðu þér- að vera það, það er nefnilega ekkert barnalegt, bara mannlegt. Skemmtu þér vel um nýárið, en gættu þess samt aö fara varlega i drykkjuna. Þú hefur staðið i illdeilum í dag. Reyndu að jafna málin, þvi að annars getur þessi deila sett mjögleiöinlegan svip á áramótin og það væri mikil synd. 36 VIKAN 1: TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.