Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 3
Skútan á hinu fagra Mývatni.Rcykjahliöarfjall I baksýn. Myndin er tekin úr Slútnesi. Frúin bauð mér inn og sagði mér, að þar ætti ég að sofa og vera eftir þörfum. ,,Þú hefur hér herbergi til umráða, og getur þú skoðað þig sem einn af okkar fjöl- skyldu þann tima, sem þú verður hér”, sagði hún. Eftir að hafa fengið góðgerðir, sem ég gerði góð skil, og rætt um ferðina norður, kom húsbóndinn heim úr vinnu. Hann heitir Sverr- ir Karlsson pipulagningamaður, glaður og reyfur maður. Barst nú talið að fyrirhuguðu verkefni. Sverrir sagði, að ég skyldi nu taka það rólega, ég væri nýkom- inn. Ég hafði orð um, að það væri nú ekkert grin að uppihalda flæk- ing úr Reykjavik, fullan af stór- mennsku, en þar sem ég teldi mig nær vestfirskum uppruna, myndi kannski fara vel á með okkur, eins og lika kom á daginn. Við ræddum nú um væntanlega skútusmiði, og hafði ég orð á þvi, aö gaman væri að sjá aðstöðuna, þar sem smiðin átti að fara fram. Fór hann þá með mig að Hellu- hrauni 14. Þar er eitt af þessum nýbyggðu einbýlishúsum, bilskúr var við húsið, og var þar prýðileg aðstaða að öllu leyti. Varð ég ekki Htið hissa, er ég sá, að þeir voru búniraðstilla skapalónum upp og það svo.vel, að á betra varð ei kosiö. Þarna búa hjónin Kristin Arin- bjarnardóttir og Sigurður Ragnarsson, hann vinnur sem verkamaður i Kisiliðjunni, þau eiga 2 börn, dreng og telpu. Þarna hélt ég að mestu leyti til á daginn, þvi smlöin fór fram i bilskúrnum. Þriöji eigandinn var Stefán Gunnarsson, hann er vélvirki og býr ásamt konu sinni að Lyng- hrauni 10, i leiguhúsnæði, en þau sögöust ætla að byggja I sumar. Stefán vinnur I Kisiliðjunni. Fjórði eigandi skútunnar býr aö Helluhrauni 7. Hörður Sigur- björnsson og kona hans Sigriöur Einarsdóttir. Sigurbjörn er járn- smiöur og vinnur i Kisiliðjunni. Konan er barnakennari og tón- listarkennari, kennir á pianó og fleiri hljóöfæri. A þessu heimili naut ég unaðar tónlistarinnar, þegar frúin settist við pianóið og lék með undra leikni i umhverfi fegurðar og kyrrðar á þessu fall- ega heimili. Loksins rann upp sá dagur, er Sigriður Einarsdóttir viö pianóiö. skútan var tilbúin að fara á flot, algerlega frágengin, lökkuð og glansandi, upp búin með mastur og segl. Mér fannst mikið tilhlökkunar- efni að.eiga hlut að þvi aö koma seglskútu á flot á Mývatni, vatnið er svo vel fallið til siglinga. Var ég þvi mjög spenntur, er einn af heysleðum bændanna var fenginn áð láni til að flytja skútuna að vatninu. En þá geröist uiylriö. Frá fyrstu tið elstu manna I Mývatnssveit hefur aldrei ann- að eins logn og’bliða gengiö yfir þetta hérað ásamt sólfari og hitabylgju, eins og þá daga, er i nánd fóru. Mátti þvi segja, aö á mér rættist máltækiö „Kóng- ur vill sigla, en byr hlýtur að ráöa”. A flot fórum við samt og höfum segl uppi, en við urðum að nota árarnar, sem er þó taliö versta úrræði á seglskipum. Það var þétt setið I skútunni, er við rerum yfir i Slútnesið, full- fermi af konum og börnum. Slút- pesið er fagurt land, þar nutum við umhverfisins og útsýnis til landsins. Þetta er fallegur, gróö- urmikill staður. Að áliðnum degi var haldið til lands, yndislegur dagur var að kveldi kominn. Að morgni var sunnudagur, burtför min var ráð- in kl. 7 að kveldi með rútu frá Reynihlið til Akureyrar. En það fór öðruvisi, hjónin Hörður og, Sigriður höfðu ákveðið aö taka nokkra daga I sumarleyfi austur á land, og létu þau sig ekki muna um að skjótast með mig til Akur- eyrar, sem er um tveggja tima ferð á bil aðra leiðina. Ég vona, að þeim hafi vegnað vel I sumar- leyfinu. Er ég lit yfir þann stutta tima, er ég I sumar dvaldi hjá þessu góöa fólki við Mývatn, sem var svo samtaka um að gera dvöl mina svo minnisstæða sem raun ber vitni, er ég þakklátur öllum þeim heimilum, sem ég kynntist, fyrir góð og elskuleg kynni. Þvi verður ekki lýst i fáum orö- um, hvað umhverfið er stórkost- legt i Mývatnssveitinni. Það hafa verið miklar sviptingar, er gló- andi hraunin hafa runnið yfir landið, og mikil eru jarteiknin, sem sjá má i eldhraununum, öll þau sjónarspil með sinum kynja- myndum, og jarðhitinn, gjósandi gufustórkarnir hátt I loft upp með þessum ógnar krafti. Slik auðæfi, sem þetta land okkar hefur að bjóða kynslóðunum, eru ótæm- andi. Vonandi höfum viö vit og mátttilaðnytja þaðá réttan hátt. Ég hafði áöur farið um þessa fögru sveit, en var þá á hraðferð, en nú naut ég dvalarinnar, þvi upplýsingar um staöanöfn og allt, sem ég naut þessa daga.veröur ó- gleymanlegt. Eins og kveld kem- ur að liönum degi, eins var með veru mina á Norðurlandi i þetta sinn. Flugfariö til Reykjavfkur beið mín á Akureyri, en áður skrapp ég út I ólafsfjörö, eftir aö hafa þegiö næturgistingu hjá kunningjafólki á Akureyri. Alls staöar er gott fólk, sem gaman er að hitta, og alltaf sér maður eitthvað nýtt'. En ekkert jafnast á viö veru mina við skútu- smiðina við Mývatn. Ingi Guömonsson skipasmiöur 3. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.