Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 23
þaöan öll þau eyðublöö, sera hann
náöi i, setti reikningsnúmerið sitt
á réttan stað og kom blööunum
siöan aftur fyrir i afgreiöslusal
bankans. Svo þurfti hann ekki
annaö fyrir lifinu að hafa en biða,
þvi aö allir viðskiptavinir
bankans, sem lögðu inn fjárhæðir
meö þessum eyðublöðum, lögðu
þær inn á hans reikning, sem
hann hafði opnað undir fölsku
nafni.
Fálkaauga var meira að segja
nógu gætinn til þess að taka alla
upphæðina út úr bankanum og
loka reikningnum eftir þrjá daga.
Þá gat hann fengið mörg þúsund
dollara út úr reikningnum slnum.
Lögreglunni hefur ekki tekist að
hafa upp á honum enn og tekst
vafalaust aldrei.
Starf eiginlegra tölvulykla-
njósnara er öllu flóknara en
þetta. Það krefst mikils undir-
búnings að fremja tölvubrot og
allnákvæmra upplýsinga um
starfsemi tölvunnar. Til þess að
komast yfir þessar upplýsingar
þurfa tölvuspillarnir að komast
sem næst tölvunni,en þar sem
tölvusérfræðingar eru oftast nær
á varðbergi, gagnvart tölvuspill-
um, reyna tölvuspillarnir iðulega
að fá ræstingakonurnar til þess að
vinna fyrir sig.
Stundum er þetta þó ekki mjög
erfitt. Þannig var þvi til dæmis
varið með 21 árs gamlan verk-
fræðistúdent, sem hugði á skjót-
fenginn gróöa. Hann fór tvisvar
sinnum á skrifstofur fyrir-
tækisins The Pacific Telephone
and Telegraph Co og kynnti sig i
fyrra skiptiðsem blaöamann og i
seinna skiptið sem viöskiptavin.
Hann komst ekki að mörgu um
starfsemi tölvanna á skrifstofum
fyrirtækisins, en þó nægði það
honum til þess að hann átti
auðvelt með að gera svolitla
breytingu á starfsemi tölvunnar,
sem sá um bókun og pantanir til
afgreiöslu. Hann pantaði fjöldann
allan af sima- og ritsimatækjum,
seldi þau öll, og þegar hann náðist
átti hann ógreidda reikninga að
upphæö næstum milljón dollarar.
Hann slapp með40 daga fangelsi,
og þegar hann hafði afplánað
dóminn, réðist hann tölvuvöröur
til fyrirtækis nokkurs.
Flestar tölvur eru undir
stööugu eftirliti meðan þær vinna,
en gallinn er bara sá, að fæstir
varömannanna hafa nema tak-
markaða hugmynd um, hvaö
tölvurnar eiga að gera og hvað
þær mega ekki gera.
Ætli tölvunjósnir séu þá
fullkominn glæpur? Svariö hlýtur
að vera mjög óákveöið, þvi aö um
mjög flókna rafeindatækni er aö
ræða. Þegar fundin hefur veriö
upp aðferð til þess að trufla
ákveðna rafeindatækni, er hægt
að vinna upp aðferð til þess að
koma i veg fyrir þær truflanir, og
svo framvegis, næstum I það
óendalega.
3. TBL. VIKAN 23