Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 28
var hægt að komast i bilskúrinn, þegar hávær parti voru i kjallar- anum og þegar allir voru svefn- lausir siðustu dagana áður en einkunnir voru afhentar. Þá lá i fjölskyldunnar eðli, að það uröu að liöa 23 ár, þar til Kay fékk lok loksins tækifæri til ,,að komast burt”, i þeim skilningi, sem hún lagöi i oröin. Siðdegis laugardag einn i októ- ber náöi hún markinu. Malcolm var á ráðstefnu I Skotlandi, Penny hafði farið yfir helgi út i sveit til vinkonu sinnar og Daviö var I heimavistarskóla. Þaö besta hefði auövitað veriö að geta gert þetta, þegar allir voru heima, án nokkurrar viövörunar, —en mað- ur gat nú ekki fengið allt i þessum heimi. Ibúð ungu hjónanna var dimm og köld, en eftir að ljósin höfðu verið kveikt og fariö var aö hlýna var hún ljómandi notaleg. Fyrsta klukkutimann tiplaði hún um á sokkaleistunum, ánægð og i ess- inu sinu. Hún var nefnilega að taka til. Ósjálfrátt og eins og i leiðslu hafði hún safnaö saman 6 stökum skóm og sett þá inn i skáp, tekið óhreina tauiö á baðherberginu og sett það i körfuna, og lokið af körfunni fann hún undir baðker- inu. Siðan tæfndi hún og skolaöi kaffipokann lokaöi opnum matar- Ilátum, sem stóðu hér og þar i skápnum, hreinsaði stifluna úr vaskinum og vökvaði hálfdauðar plönturnar i stofunnunni. — Ó, nei, sagði hún upphátt viö sjálfa sig. — Nei, nei, nei. Þetta er samsæri. Arin tuttugu og þrjú höföu gert hana að vélmenni, sem ósjálfrátt varð að taka til þvi það var stillt á „tiltekt”. Það hlaut að taka nokkurn tima aö venjast þvi aö vera að heiman, en þvl skemmri, sem sá timi yrði, þeim mun betra. Kay litaöi á sér varirnar, setti upp hatt og bauö sjálfri sér út að boröa. Hún þvoði ekki tebollann og undirskálina, heldur lét hvort tveggja standa á eldhúsboröinu, eins og til að leggja áherslu á, hvað hún væri oröin kærulaus. Kvöldveröurinn var góður — og dýr. En þaö jók bara á velliðan hennar og ánægju yfir að hafa gert eitthvað, sem hún átti ekki aö gera. Það var framhald þess, sem hafði byrjað meö þvi að hún lét tebollann standa óþveginn á eldhúsborðinu. Það var orðið framorðið, þegar Kay hélt heim á leið. Hún teygaði sótmettað loftið, og hún var ekkert að flýta sér. Hvers vegna ætti hún að vera að flýta sér? Nú þurfti hún ekki að flýta sér heim, til að vera tilbúin með mat i eldhúsið, þegar innrásarliðiö kæmi glorhungr- að, eins og venjan var á laug- árdagskvoldum. Nú var' eng- inn, sem hún þurfti að vekja i fyrramáliö svo hann næði lestinni I tæka tið eða kæmi nógu snemma, til að taka þátt i mót- mælagöngu af einhverju tagi. Abyrgðarleysi var skrýtin, en óneitanlega notaleg tilfinning. Hún hljóp upp tröppurnar i blokkinni og opnaöi dyrnar inn i draumalandið. í herberginu og skápunum tveimur — það var mikil rausn af leigumiðlaranum að kalla þessa tvo skápa eldhús og baðherbergi — var dauðaþögn. Kay flaug I hug að allir ibúar hússins kynnu aö hafa farið burt yfir helgina. Mikið væri það indælt. Hún ætlaði að .fá sér kaffi, liggja lengi I baðinu, reykja i rúminu og lesa bók, sem Jón hafði bent henni á. Og ef hana langaði ekki á fætur, fyrr en um hádegi daginn eftir, ætlaði hún svo sann- arlega að láta það eftir sér, að lúra áfram. Það lá við að hún gæti ekki stillt sig um að taka til I bókahillunni. Það var svo þreytandi að leita að bók, þegar þær voru allar á skakk og skjön og helmingurinn stóð á höfði. En hún ætlaði að reyna að stilla sig og standa við það að vera hirðulaus. Það tók heila eilifð að hita kaff- ið, þvi tengillinn á rafmagns- könnunni var bilaður. Hún varö að halda snúrunni meðan kaffið var að hitna — annars rofnaöi sambandið. Hún geispaði og ákvað að drekka kaffið i baöinu. Heima haföi hún oft ætlað aö taka meö sér bók og matarbita i baðið, en hún hafði aldrei náð aö njóta þess munaöar, þvi alltaf hafði einhver komiö og tilkynnt, að þaö væru blettir i jakkanum, hósta- saftin fyndist ekki eða að þaö væri ómögulegt aö finna hreinar nær- buxur i linskápnum. Það var undir svona kringumstæðum sem ,,ég vil komast burt” — tilfinning- in reis hæst i henni. Ofninn á baðinu var engu betur á sig kominn en kaffikannan, og hann var mun erfiðari viðureign- ar. Það var ómögulegt að fá hann til að hitna. Það var hrollur i Kay meðan hún afklæddist — og ekki tók betra við, þegar hún renndi sér niður i baðkerið. Það var of- rausn aö segja að vatnið væri volgt. — Ég er viss, að þetta er með vilja gert, muldraði hún út á milli glamrandi tannanna. En úr þvi hún var búin að bleyta sig teygði hún sig eftir sápu og þvottapoka. Hún fann hvernig kaldur gustur lék um bak hennar og hún sneri sér við i skyndi. Það var rifa milli stafs og hurðar, ekki nógu stór til að hægt væri að komast inn til hennar, en nógu stór til aö leiða i ljós að lásinn var bilaður. Hurðin var aðeins of' langt i burtu til að Kay gæti teygt sig i hana og þvi ýtti hún i hana með baðburstanum. Hurðin féll að stöfum en um leið og Kay kippti burstanum til sin fór allt i sama horf aftur. — Fjandinn hafi það, tautaöi Kay. Hun minntist þess, sem tengda- dóttir hennar hafði sagt um bað- herbergisdyrnar. Fyrrverandi leigjendur — sem einnig voru ný- giftir höfðu lent i rifrildi og aurnmgja bruöurin gat ekki flúið annað en inn i baðherbergið og þar læsti hún sig inni. Eiginmað- urinn varð að beita skrúfjárni til aö komast inn til konu sinnar, og siðan hafði lásinn verið I ólagi. Það var smáhuggun að vita, aö ,,ég vil komast burt”-tilfinningin gat einnig náð tökum á þeim, sem ekki áttu i önnur hús aö venda. Kay tók upp náttkjólinn, fór i hann og skreið undir hvit og stifuð lökin, sem höfðu verið tekin beint úr linkistu brúðarinnar. Hún dró fæturna að sér og hnipraði sig saman, til að reyna að fá I sig hita. — Lökin flæktust i fótunum. Það var bersýnilegt, að tengda- móðir sonar hennar haföi ekki kennt dóttur sinni, hvernig átti að búa um rúm. Þungbúin og hriöskjálfandi skreiddist Kay fram úr rúminu til að búa almennilega um. Hún fór upp i og kveikti i sigarettu en varð að fara framúr aftur, til að finna öskubakka. Hún setti hann á gólf- ið, þvi ekkert náttborð var við rúmið. Eftir að hafa úm stund reynt að lesa bók samtimis þvi aö hafa hendurnar i hlýjunni undir sænginni, gafst hún upp og lagðist út af. Hún lét hugann reika. A morgun ætlaöi hún i fyrsta skipti i mörg ár að lesa sunnudagsblað, sem hún fékk ekki 1 hendurnar seint og um siðir, fitugt og samanvöðlað. Það yrðu engar spurningar um, hvar eggin væru og hvar brauðið væri og hún ætlaöi aö drekka marga bolla af tei i rúminu. Hún var komin langleiöina inn i draumalandið, þegar hún teygði handlegginn til að slökkva á lampanum. Höndin fálmaöi fram og aftur um vegginn fyrir ofan rúmið, en þar var engan slökkvara að finna.Hann reyndist vera hinum megin I herberginu. Þegar hún var aftur komin upp I, var hún glaðvakandi Hún lagöist út af og lokaöi aug- unum. Allt var hljótt. Hún minnt- ist ekki svo mikillar kyrrðar um langt árabil. Svona kyrrð var óþekkt heima. Hér voru engin kunnugleg hljóö, brak i stiga og iskur I huröarhúnum. Engin ástæða til að hafa andvara á sér til aö heyra, þegar bilnum væri ekið heim að húsinu, eða sá sið- asti kæmi heim. Þögn einmana- leikans. Kay bylti sér og dró sængina upp yfir höfuö. Hugsum okkur, ef hinir, sem bjuggu i þessu húsi, væru ekki að heiman heldur lægju dauðir og kaldir i ibúðum sinum, þvi engum hefði dottiö i hug að lita til þeirra lengi? Að hugsa sér ef lif hennar hefði verið svona, en ekki eins og það hafði veriö siðustu tuttugu og þrjú árin. — En Kay min, heyröi hún rödd innra meö sér segja. — Ég veit þetta allt, tautaði hún. — Þetta er ekki réttlátt, en ég veit alveg viö hvað þú átt. Hún hugsaði um ungu brúðina, sem enn var vart fullþroska kona. Hún hugsaði um kalt baðvatnið, bilaða tengilinn og skipulagsleys- ið. Brúöurin átti allt lifið fram- undan. Henni var vorkunn, en hún var lika öfundsverö. Og ég er lika öfundsverð, hugs- aði Kay, áður en hún sofnaði seint og um siöir. Aður en hún hélt heimliðis siö- degis á sunnudaginn tók hún ibúð- inni ærlegt tak. Hún hafði áreið- anlega aldrei veriö tekin svo vel i gegn. Klukkan eitt fór hún út og fékk sér hádegisverð og keypti siðan krysamtemumbúnt af gömlum manni, sem seldi blóm úti fyrir sjúkrahúsi. Hún setti blómin i kökukassa, en áður varð hún aö fjarlægja könguló, sem haföi tek- iö sér bólfestu þar. Siðan skrifaði hún innilegt þakkarbréf til sonar sins og konu hans og klukkan fimm var hún komin heim. Hún hellti upp á könnu af sterku tei, smurði nokkrar brauðsneiðar og skar sneið af köku. Siöan fór hún út I póstkassann og sótti sunnudagsblaðið og fór þvi næst upp i baðherbergið, skrúfaði frá og stillti ofninn á mesta hita. Meöan vatnið rann I baðið, dró hún fram neðstu kommóðuskúff- una, en þar voru þau vön að setja ýmis konar ómerkilega minja- gripi frá ferðum sinum. Hún fann þaö, sem hún leitaði að — pappaspjald með nokkrum orö- um. Aður en hún læsti aö sér á baö- inu —hún tvilæsti til aö njóta þess aö heyra smellinn I lásnum tvisvar — hengdi hún spjaldiö á huröarhúninn, utan frá. Þar hékk þaö, meöan hún bylti sér I yl og velliðan þess munaöar, sem heimili hennar eitt gat veitt. Þaö sagði hverjum, sem framhjá kynni að ganga, hverrar þjóðar, sem hann væri: „Nicht stören” — „Do not disturb” — „Ne derangez pas” — „ÓNAÐIÐ EKKI”. — Loksins, andvarpaði Kay og hellti sterku tei I bollann. 28 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.