Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 7
Eftir aft hafa spjallað um snyrt- ingu fenguin við Heiðar til að sýna okkur dag- og kvöldsnyrt- ingu. Hann fékk sér til aðstoðar Bryndisi Torfadóttur sýninga- stúlku og notaði við þetta þær snyrtivörur, sem hann þekkir best, Yardley. A fyrstu myndinni er Bryndis alveg óförðuð. Heiðar segir hana hafa mjög góða húð og sterklega beinabyggingu f andliti. A annarri myndinni er búið að snyrta Bryndisi dagsnyrtingu. t kringuin augun eru haustlitir, piparrautt, brúnt og mosagrænt og undir augabrúnunum er sand- gulur litur. Undirlagið eða ,,make”-ið á miðhluta andlitsins er Ijósara en annars staðar. Kinnaliturinn er gulbrúnn og varalitirnir eru tveir, gulbrúnn og kóralrauður. A forsiðumyndinni er Heiðar aö snyrta Bryndisi fyrir kvöldsam- kvæmi.og á siðustu myndinni hér með er árangurinn kominn I ljós. Þctta er mikil förðun og er tvenns konar undirlag notað. Augun fá svokallaða „geislameðferð”, þvi litirnir, sem notaðir eru.eru látnir mynda geisla út frá augununt. Þeir eru piparrautt, gult og tveir skærgrænir. Augnumgeröin er lýst með sérstöku augnlýsingar- kremi. Kinnaliturinn er plómu- rauður og varaliturinn blanda úr þremur sterkrauðum litum. vita svolitið um gerð húðarinnar. Maria Dalberg leyfði mér að fara með nemendum sinum i tima i llf- færafræði til Bjarna Konráðsson- ar læknis, og hafði ég mikið/gagn af þvi. Svo var ég sendur til London, til aðalstöðva Yardley, þar sem mér voru kynntar vör- urnar og ég prófaður i bak og fyrir. Upp úr þvi fór ég að kynna vörurnar og méðferð þeirra hér, bæði viðskiptavinum, i tiskuskól- um og á vegum Kaupmannasam- takanna. Siðan hef ég að jafnaði farið út tvisvar á ári, kynnt mér það nýjasta i framleiðslunni og tiskuna i heild um leið, þvi fata- tiska og sú tiska, sem rikir i snyrtingu, hljóta alltaf að fylgjast að. Við leggjum auðvitað aðal- áhérsluna á haust- og vetrartisk- una, þvi hún skiptir mestu máli hér. — Ég get sagt þér til gamans, að fyrirtækið i London sendi mig einu sinni til Kaupmannahafnar til aö hafa þar kynningu i stóru vöruhúsi. Þeir vildu gjarnan hafa karlmann i þessu, én höfðu engan dönskumælandi. bvi datt þeim i hug að senda mig, þvi ég var þó alltaf Norðurlandabúi og heldur nær dönunum en þeir. Mér fannst mikið grin að standa þarna og tala gagnfræðaskóladönskuna mina allan daginn yfir dönsku kvenfólki — það bjargaði mér bara, hvað mér er yfirleitt liöugt um málbeinið. — Hafa snyrtivörukynningar ekki hingað til aðallega verið i höndum kvenna? — Þetta er mikið að breytast, og mörg fyrirtæki eru nær ein- göngu með karlmenn i þessu. Enda hljóta karlmenn að vita bet- ur, hvernig konan á að vera — ekki satt? — Nú hef ég aðeins fært út kviarnar, þvi fyrirtækið, sem ég vinn fyrir, hefur tekið að sér umboð'fyrir L’Oréal hárvörur, og fór ég á námskeið i meðferö þeirra i Kaupmannahöfn. Þannig er ég alltaf að vasast i þvi að gera konuna fegurri og reyna að miðla henni af þeirri þekkiiigu, sem ég hef komið mér upp. Draumur minn er að koma upp stað, þar sem kona gæti fengið allsherjar- ráðleggingu varðandi snyrtingu, útlit og klæðaburð, stað, þar sem hún gæti komið og fengið leið- beiningar um val á snyrtivörum, snyrtingu, hárgreiöslu, fatnaði og siöan fengið ábendingar varöandi göngulag o.fl. Þaö er til dæmis ekki sama hvernig sest er niður éða staöið upp. Svona lagað skipt- ir heilmiklu máli, ekki aðeins út á við, heldur einkum fyrir einstakl- inginn sjálfan. Honum liður betur og hefur meira sjálfstraust, ef hann veit, að hann ber sig vel og er I fötum, sem fara honum vel. Það er hægt að fá svona leiöbein- ingar i tískuskólum, en þar þarf áð fara á heil námskeið. Hug- mynd min er að konan gæti komið inn, fengið tveggja til þriggja tima hraðnámskeið og farið út með nýjar hugmyndir og ráð- leggingar upp á vasann. — Hvernig á svo konan að lita út I vetur að þinum dómi? — Ef við litum á boðskap tisku- húsanna, þá er linan grannt mitti, fölleit húð, mjúklega bylgjað hár, kjólasidd rétt neöan viö hné, hæl- arnir háir og mjóir — svo konan þurfi stuðning karlmanns! — rauðar varir og dökkt i kringum augun. Sem sagt ákaflega finleg og kvenleg. Ég túlka þetta sem strið á hendur rauðsokkunum. Konur eru búnar að rauösokkast svo lengi, að þær eru orðnar leiðar á þvi. Fötin eru þegar orðin finlegri, og það er klæöskerasvip- ur yfir þeim. Ef maður litur inn i verslanir I Reykjavik er áber- andi, hvaö kápur eru til dæmis úr betri efnum en þær hafa verið undanfarin ár. Samkvæmiskjólar eru mikið úr gervikrepi, sem hefur glæsileik, en ekki vankanta ekta kreps. Ungar stúlkur eru farnar að klæða sig áberandi betur á samkomustöðum en undanfarin ár. Dýr og glæsileg föt hafa lika alltaf verið einkenni kreppu og samdráttar. Þegar fer aö þrengjast i búi kemur^upp ein- hver metnaður varðandi fátnað. Gallabuxurnar og druslulegar skyrtur eru aftur á móti viöbrögð viö allsnægtunum. 3. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.