Vikan

Issue

Vikan - 16.01.1975, Page 10

Vikan - 16.01.1975, Page 10
mm.: GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 oósturinn Stelpur og strákar Sæll herra Póstur! Viö erum hér tvær ungpiur i anda, og okkur langar aö fá svör viö nokkrum spurningum, og hér koma þær. 1. Hvaöa álit hafa krakkar á manni, ef manni gengur vel i skólanum? 2. Hvernig vilja flestir strákar, aö stelpur séu? 3. Vilja þeir, aö þær hleypi þeim upp á sig? 4. Kunna strákar viö, aö stelpur segi þeim, aö þær séu hrifnar af þeim? 5. Er eitthvað athugavert viö þaö, aö stelpa sé meö strák 13 ára? 6. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Jæja, vertu sæll herra Póstur, meö von um birtingu og að spurn- ingarnar veröi þér ekki ofraun. R.E.A. l>aö lá nú viö, aö þessar spurn- ingaryröu mér ofraun. Vissulega hugsa krakkar mikiö um hitt kyn- iöá þessum aldri, en vonandi haf- iö þiö einhver önnur áhugamál Hka. En ég skal reyna aö svara. 1. Margir krakkar láta sem svo, aö þeim finnist bara töff og smart aö læra sem minnst og gata hjá kennurunum. En innst inni öf- unda allir þá, sem gengur vel og lita upp til þeirra, þó þeir viöur- kenni þaö sjaldnast á þcssu vissa aldursskeiöi. 2. Eg held, aö flestum strákum geöjist best aö stelpum, sem eru kátar og vandræöalausar I um- gengni. 3. Ja, af einhverjum ástæöum eru þeir alltaf aö reyna aö fá þær til þess. En ég held, aö flestir strákar viröi stelpur, sem ekki eru lausar á kostunum. 4. Þeir hljóta aö kunna vel viö þaö, a.m.k. ef þeir hafa sjálfir áhuga á þeim. 5. Þaö fer eftir þvf, hvaö þiö teljiö ’,,aö vera meö”. A þessum aldr i eru margar stelpur farnar aö hafa áhuga á strákum, og sak- laust samband skaöar ekki. En 13 árastúlka er alltof ung til þess aö eiga kynferöislegt samband viö strák. 6. Skriftin er snotur og bendir til léttrar skapgeröar. „Hver var hún?" Kæri Póstur! Mig langar til aö spyrja þig nokkurra spurninga. Þaö er hálf- gert verkfall, þegar þú kemur hingaö á föstudögum. 1. Hvar get ég náö f bókina „Hver var hún?”, ef hún er þá til, nema i minum hugarheimi. En sem krakki las ég þessa bók, en hef hvergi séð hana síðan. 2. Getur maöur fengiö allar plöturnar meö Þremur á palli og Kristinu og Helga? Hvar ef svo er? 3. Eru þaö landslög aö mega ekki hafa húsdýr i 360 manna þorpi? 4. Hvaöa menntun þarf aö hafa til þess að komast i fiskmat rikis- ins? 5. Er það merki um, að menn veröi ofdrykkjumenn, ef þeir byrja á drykkju 15, 16, 17 ára og drekka kannski vikulega, þó aö þeir smakki kannski litið? 6. Hvernig eiga saman vogin (konal og vatnsberinn (karl)? En bogmaður (karl) og vatnsberinn (kona)? En krabbinn (karl) og vatnsberinn (kona)? Meö fyrirfram þakklæti, 100700 1. Ekki þekki ég þessa bók, en kannist einhver lesenda viö hana, skal ég koma upplýsingum þeirra á framfæri. 2. SG-hljómplötur gáfu út plötur Þriggja á palli og Kristinu og Helga, og skaltu þvi biöja bóksal- ann i þorpinu aö útvega þær hjá þvi fyrirtæki. 3. Húsdýrahald er komiö undir stjórnvöldum á hverjum staö. 4. Fiskvinnsluskóli rikisins sér um mennlun væntanlegra fisk- matsmanna. 5. Nei, ekki er hægt aö segja þaö. Þaö er vist algengt, aö 15—17 ára unglingar smakki vin um hvcrja helgi, og jafnvel yngri börn, allt niöur 111—12 ár, án þess aö veröa ofdrykkjumenn siöar. 6. Vog og vatnsberi eiga prýöi- lega saman, vatnsberi og bog- maöur ekki eins vel, og vatnsbera og krabba er heldur ekki spáö sérlega góöu saman. Spikuö læri Kæri Póstur! Hér er ég með eina spurningu, sem mér liggur á hjarta. Hvar getur maöur lært læknis- og hjúkrunarfræöi? Og hvaö þarf maöur aö vera mörg ár aö læra? Svo er ég meö aöra spurningu á brennandi heitum vörum minum. Hvernig getur maöur losnaö viö spikuð læri, og hvaö á maöur aö gera? Ég hef oft skrifaö þér áöur, en aldrei fengiö svar. Ég met Vikuna mikils og vona, aö hún fái aö lifa lengur. Hvaö lestu úr skriftinni? Hvaö heldur þú, aö ég sé gömul? Guö veri meö þér. Vertu blessaö- ur og sæll, Rósa Læknisfræöi er numin I há- skóla, og tekur námiö 6—7 ár eftir stúdentspróf. Hjúkrun er kennd i Hjúkrunarskóla tslands, og tekur námiö 3 ár aö loknu prófi upp úr framhaldsdeildum gagnfræöa- skólanna eöa stúdentsprófi. Prófaöu . megrunarbyltinguna okkar til þess aö losna viö spikið á iærunum. Skriftin gefur til kynna gott lunderni, og ég giska á, aö þú sért 14 ára. 10 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.