Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 17
FScott ViB drukkum og tókum langa teyga. — Einhvers staðar las ég aö sólin yrði heitari með ári hverju, sagði Tom léttur i bragði. — Þess ætti vist ekki að verða langt aö blða að jöröin hrapi ofan i sólina, — eða biðið þið nú við. Liklega var það einmitt á hinn veginn, — sólin verður kaldari með hverju árinu. — Komdu með út fyrir, stakk hann upp á við Gatsby, — Ég hefði gaman af að sýna þér stað- inn. Ég gekk með þeim út á verönd- ina. tlti á grænu sundinu, spegil- sléttu i hitanum, mátti sjá stöku litið segl, færast hægt i átt til hafs. Gatsby fylgdi þeim eftir með augunum litla stund. Svo lyfti hann handleggnum og benti yfir flóann. — Ég bý þarna beint á móti þér. Fitzgerald — Já, alveg rétt. Við litum út yfir rósabeðin. flöt- ina og svarta þangröndina i flæð- armálinu. Báturinn bærðist eins og á hvltum vængjum við hin bláu og svalleitu skil á milli himins og hafs. Úti blasti við gárótt hafog mergö hinna blessuðu eyja. — Þetta er rétta iþróttin, sagði Tom og kinkaöi kolli. —- Ég gæti vel hugsaö mér að sigla með hon- um þessum þarna svo sem i klukkustund. Við snæddum hádegisverð i boröstofunni, sem hafði veriö rökkvuð vegna hitans, og drukk- um i okkur óstyrka glaðværð i köldum bjór. — Hvað eigum við af okkur að gera i kvöld? hrópaði Daisy, — og á morgun og næstu þrjátiu ár? — Æstu þig nú ekki upp, sagöi Jordan. — Lifið hefst að nýju þeg- ar kólna tekur i haust. — En það er svo heitt, sagði Daisy og var gráti nær, — og allt er svo flókiö. Komum öll til borg- arinnar! Hún kom varla upp orði vegna hitans, striddi gegn honum, barð- i.st við að koma orðum yfir til- gangsleysi hans. — Ég hef heyrt um menn, sem bjuggu sér til bilskúr úr hesthúsi, sagði Tom við Gatsby, — en ég er áreiðanlega fyrsti maðurinn, sem bý til hesthús úr bílskúr. — Hvern langar að fara til borgarinnar? spurði Daisy og hélt sér við efnið. Gatsby leit varlega til hennar. — ö, hrópaði hún upp. — Það er eins og þér sé ekkert heitt. Augu þeirra mættust, og þau störðu hvort á annað og sýndust hafa gleymt stað og stund. Svo tók hún sig á og leit niður á borð- ið. — Það er eins og þér sé aldrei heitt, endurtók hún. Hún hafði sagzt elska hann og þaö fór ekki framhjá Tom Buchanan. Hann sat furðu lostinn Munnurinn var lítillega opinn og hann leit á Gatsby og siðan aftur á Daisy, eins og hann hefbi skyndilega áttað sig á að þetta væri kona, sem hann þekkti eitt sinn fyrir löngu. — Þú minnir mig á auglýsing- una um manninn, hélt Daisy áfram sem sakleysislegast. — Þú minnir mig á auglýsinguna um manninn.... — Allt I lagi, flýtti Tom sér að grlpa fram i. — Ég hef ekkert á móti þvi að koma með til borgar- innar. — Komiö þið, förum til borgarinnar. Hann stóð á fætur og leit ýmist á Gatsby eða kónu sina. Enginn hreyfbi sig. — Komiö þið! Hann virtist eiga dálitið bágt meö aö stilla skap sitt. — Hvað I ósköpunum 'er aö? Ef við ætlum til borgarinnar, skulum viö leggja strax af staö. Höndin á honum skalf, vegna á- reynslu hans við að hafa stjórn á sér, þegar hann lyfti ölglasinu að vörunum og lauk úr þvi. Rödd Daisy kom okkur til að rlsa á fæt- ur og ganga út á brennheita möl- ina fyrir utan. — Eigum við að fara núna, andmælti hún. — Svona alveg á stundinni? Eigum við ekki öll aö fá okkur eina slgarettu áöur? — O, allir fengu sér að reykja, meðan viö borðuðum. • — Æ, höfum það nú notalegt, nauðaöi hún I honum. — Það er of heitt til að vera meö þennan asa. Hann svaraði engu. — Alveg eins og þú vilt, sagði hún. — Komdu, Jordan. Þær héldu upp á loftiö til aö búa sig, meðan við þrlr stóöum og hlustuðum á heita smásteina Eitt stutt, símtal við Sigrúnu og hún strax, Ijósmyndir af þeim húsgögnum þig vantar ásamt sýnishornum áklæða og upplýsingum um verð og gæði. i - 28900 Laugavegi 26 i - 21030 Reykjavík 3. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.