Vikan

Tölublað

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 16.01.1975, Blaðsíða 39
ínigdreymdi Vinkonudraumur. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfar- andi draum, sem vinkonu mína dreymdi. Henni þótti ég vera óf rísk í draumnum og vorum við úti að ganga og fannst henni þá einkennilegt, að ekkert skyldi sjást á mér, því að henni fannst, að ég væri alveg komin að falli og ætti að eignast barnið einhvern næstu daga. Á þessari göngu okkar komum við að tveimur hús- um, fyrstað litlu húsi og var það orðið skærappelsinu- gult. Þegar við gengum áfram, komum við að stóru húsi, sem við vissum ekki hver bjó í og þar var enginn heima. Gengum við þá bara inn og skoðuðum allt hús- ið og komumst þá að raun um, að í því voru mörg og stór herbergi. Þessu næst fer vinkona mín að spyrja mig, hver eigi barnið, sem ég gangi með. Þó þóttist hún vita það fyrir víst, en vildi forvitnast betur um það. Við það varð ég fúl og sagðist ekkert vilja um þetta tala. Hún reiddist þessum viðbrögðum mínum og sagðist aldrei ætla að minnast á þetta framar. Seinna spurði hún systur mína að þessu og sagði systir mín, að ég ætti barnið með strák úr Reykjavík. Þennan strák hef ði ég beðið að koma hingað að vinna, en hann hefði neitað því. Síðar um daginn er vinkona mín að greiða sér fyrir framan spegil. Finnst henni þá eins og ég sé komin á sjúkrahúsið og er að hugsa um, að á morgun verði hringt í hana og henni sagt, að ég sé búin að eignast stóran og myndarlegan strák. Henni varð einnig hugs- að um, hvegaman yrði að geta heimsótt mig á sjúkra- húsið alla næstu viku. Draumurinn varð ekki lengri, en mig langar að taka þaðfram, að tværaðrar stelpur hefur dreymt svipaða drauma um mig. Með fyrirfram þökk. Sjana. Þú verður fyrir einhverri öfund og illmælgi, liklega þó ekki af vinkonum þínum, sem hefur dreymt þessa drauma, heldur einhverjum þér ekki eins nákomnum. Líklega reynast vinkonur þínar þér vel og reyna að bera af þér baktalið sé þess nokkur kostur, en þó varp- ar það einhverjum skugga á vináttu ykkar. Líklega farið þið vinkonurnar saman í atvinnuleit, áður en langt um líður. Ykkur bjóðast tvenns konar störf og þykir ykkur annað miklu forvitnilegra og hyggist taka það, en starfiö kemur ykkur mjög á óvart og reynist umfangsmeira, en þið hélduð. Tveir draumar um föður. Kæri draumráðandi! Ég hef áður skrif að þér draum og f ékk þá á honum ráðningu, sem síðar rættist. Nú langar mig til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, sem einkum f jalla um föður minn. Fyrri draumurinn: Ég og vinkona mín gengum út úr strætisvagni núm- er 8. Þar sem við stigum út úr vagninum, var stór völl- ur eða tún. Þar sáum við f öður minn vera að elta stór- an, svartan og villtan hest. Ég varð strax hrædd um, að hesturinn slasaði pabba og hlupum við í áttina til hans, þar sem hann var að eiga við hestinn. A hlaupunum var eins og liði allt í einu yf ir mig og ég féll á jörðina. I því kemur hesturinn stökkvandi og hleypur yf ir mig, en snertir mig þó ekki. Vinkona mín kom aðvífandi og hjálpar mér að standa upp. Ég fann hvergi til, en var öll dofin og sljó. Allt í einu hrópaði vinkona mín upp yfir sig og f annst mér hún þá vera orðin eldri systir mín. Þá sé ég pabba liggja á jörðinni og hafði hesturinn stokkið yfir hann og stigið ofan á brjóstkassann á honum. Við hlupum til hans og var hann orðinn vitskertur að því er mér fannst, vildi rjúka upp og á hestinn, en systir mín tók í hárið á honum og hélt honum jaannig niðri. Þessi draumur varð ekki lengri. Seinni draumurinn: Við pabbi vorum að aka i bílnum hans. Allt í einu sá- um við stóran hóp af nautum og menn, sem reyndu að halda þeim kyrrum. Pabbi snaraðist út úr bílnum og rauk til að hjálpa mönnunum að halda nautunum, en ég sat eftir inni í bílnum og skalf af ótta við að eitthvað kæmi fyrir pabba. Allt í einu breyttust nautin og urðu að gömlum, grá- hærðum mönnum, en pabbi oq hinir mennirhir voru alveg eins harðhentir við þá og þeir höfðu verið við nautin áður. Þetta var hræðileg sjón. Þessi draumur varð ekki lengri. Ég vona, að þú sjáir þér fært að ráða þessa drauma fyrir mig. Með fyrirfram þökk. St. Það er fyrir óvæntri gæfu að sjá fælinn hest í - draumi, eins þótt hann sé svartur. Sumir telja svarta hesta i draumi vera fyrir óhamingju, en það á áreiðanlega ekki við um þennan draum. Þó getur verið, að þú verðir fyrir einhverjum óþægindum vegna öfundar annarra af heppni þinni. Seinni draumurinn er fyrir einhverjum deilum föður þíns við svokallaða heldri menn og ekki verður annað séð af draumnum en hann fari með sigur af hólmi í þeim þrætum. Með hjálm á höfði Kæri draumráðningaþáttur! Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem mér þykir því f urðulegri sem ég hugsa meira um hann. Ég þótt- ist staddur í sal í gömlum kastala, þar sem geymd voru herklæði, brynjur, hjálmar og vopn. Ég fór að máta brynjur og annað þess háttar, en fann ekkert mátulegt á mig. Ég gafst þess vegna upp við að reyna að finna brynju á mig, en fór þess í stað að máta hjálmana. Þá brá svo við, að ég rakst undireins á fallegan hjálm, sem passaði mér og fór afskaplega vel. Þegar ég vaknaði, fannst mér ég enn vera með hjálminn á höfðinu. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. Með kveðju og þakklæti. Sverrir. Þessi draumur er fyrir giftingu þinni og þar sem hjálmurinn fór svona vel, er óhætt að spá þér mikilli hjónabandssælu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.