Vikan - 30.01.1975, Qupperneq 18
þeir alls staðar nálægir, skugga
þeirra og raddir ásamt fiðringn-
um af ástarvonum þeirra skynj-
aði hann i loftinu.
En hins vegar var honum ljóst
að hann var kominn i þetta hús
fyrir fáheyrða tilviljun. Hversu
glæst sem framtið hans sem „Jay
Gatsby” kynni að verða, breytti
hiln engu um það, að sem á stóð
var hann aðeins auralaus ungur
maður og að verndarhjúpur sá,
sem einkennisbúningurinn var
honum, kynni að falla af öxlum
hans, þegar minnst varði. Af
þessum sökum einsetti hann sér
aö nota timann sem bezt. Hann
tók það/Sem hann fékk náð taki á,
af fullkominni græðgi og
miskunnarleysi. Að siðustu tók
hann Daisy sjálfa, kyrrviðrisnótt
eina i október, tók hana af þeirri
ástæðu einni.að hann hafði engan
rétt til að snerta hönd hennar,
hvað þá meira.
Hann hefði vel mátt fyrirlita
sjálfan sig vegna þessa, þvi
vissulega hafði hann tekið hana á
fölskum forsendum. Með þessum
orðum á ég þó ekki við að hann
hafi gumað af auðæfum þeim,
sem aðeins voru til i hugarheimi
hans sjálfs, en hann hafði visvit-
andi komið henni til að trúa að
hér væri engu hætt,hann lét hana
halda að hann væri maður af
likum stigum kominn og hún og
fullfær um að taka hana i sina
umsjá. En i rauninni fór þvi alls
fjarri, — að baki honum stóð eng-
inn öflugur frændgarður og hann
mátti búast við að verða sendur
hvert á land sem var, þegar ein-
hverjum fjarlægum stjórnvöldum
þóknaðist svo.
En hann fann ekki til neinnar
sektarkenndar, enda varð fram-
vinda mála önnur en hann bjóst
viö. 1 upphafi hafði hann ætlað sér
að taka svo mikið sem hann gat
og hverfa að þvi búnu, — en nú
komsthann að raun um að forlög-
in höfðu lagt honum til nokkurs
konar heilagan kaleik að leita að.
Að visu vissi hann að Daisy var
alveg sérstök stúlka, en hann
hafði ekki gert sér grein fyrir hve
sérstök falleg stúlka getur orðið.
Þegar hún hvarf inn um dyr þessa
rikmannlega heímilis sins, þar
sem hver hlutur var gæddur lifi
og yndisþokka, skildi hún Gatsby
einan eftir fyrir utan, — tómhent-
an. Honum þótti hann heitbund-
inn henni, — það var allt og sumt.
Þegar þau mættust á ný að
.tveim dögum liðnum, var það
Gatsby, sem vissi varla hvernig
hann átti að haga sér og fannst
hann likt og dreginn á tálar. Strax
hjá útidyrum hennar lýsti af
munaði þeim, sem peningar fá
keypt. Tágarnar i bekknum.sem
þau sátu á, brökuðu svo fyrir-
mannlega, þegar hún sneri sér aö
honum og hann kyssti hinn dá-
samlega munn hennar. Hún var
dálitið kvefuð og þess vegna var
röddin dimmari og meira aðlað-
andi^ en nokkru sinni áður,
Gatsby var varla með sjálfum sér
vegna tilhugsunarinnar um æsku
þá og töfra, sem auðlegð má veita
mönnunum, sundurgerð I klæöa-
burði og stúlk'u á borð við Daisy,
svona silfurljómandi, hnarreista
og örugga um sinn hag, langt ofar
strlöi og stympingum hinna
snauðu.
— 0 —
— Ég get ekki með orðum lýst
hve undrandi ég varð, þegar ég
komst að þvi að ég elskaði hana,
laxi. Ég gerði mér meira að segja
vonir um til aö byrja með að hún
sneri yið mér baki, en það gerði
hún ekki, þar sem hún elskaði
mig lika. Hún taldi mig vita ein-
hver ósköp, þar sem þekking min
spannaði önnur svið, en hún átti
að venjast... Jæja, þannig var þá
fyrir mér komið. — ég var fjær
þvi marki, sem ég hafði sett mér i
æsku, en nokkru sinni og ég gerð-
ist ástfangnari með hverri stundu
sem leið. Og skyndilega fann ég
að mér stóð á sama. Til hvers var
aö framkvæma eitthvað merki-
legt, ef hægt var að láta sér liða
enn betur með að hafast ekki að
og segja henni frá öllu þvi, sem
maður ætlaði að gera?
Kvöldið áður en hann hélt til
vigstöðvanna, sat hann þegjandi
með Daisy i fangi sér, langa
stund. Það var svalt haustkvöld,
eldur logaði I arninum og vangar
hennar voru rjóðir. öðru hverju
færöi hún sig til og hann flutti til
handlegginn og einu sinni kyssti
hann á dökkt, gljáandi
hár hennar. Kvöldstundin hafði
fært yfir þau sérstaka ró, eins og
til að gefa þeim færi á að festa sér
hvort annað sem bezt i minni, áð-
ur en hinn langi aðskilnaður hæf-
ist daginn eftir. Aldrei höfðu þau
veriö betri hvort öðru, þennan
mánuð, sem þau höfðu verið ást-
fangin, né skilið hvort annað bet-
ur, en þegar hún strauk vörunum
létt við öxlina á jakkanum hans
og hann snart varlega við fingr-
um hennar, likt og hún svæfi.
— 0
Hann gekk afar vasklega fram i
styrjöldinni. Hann var gerður að
höfuðsmanni, áður en til vígstööv-
anna kom og eftir orrustuna við
Argonne, hlaut hann majórstign
og forustu fyrir vélbyssuskyttum
herdeildarinnar. Þegar vopnahlé
var loks samið reyndi hann ákaft
að komast heim, en vegna ein-
hverra málaflækja eöa misskiln-
ings var hann sendur til Oxford i
þess stað. Hann var kvalinn af á-
hýggjum, — einhver örvænting-
artónn var kominn i bréf Daisy.
Henni var óskiljanlegt af hverju
hann.gat ekki komið. Hún var of-
urseld þrýstingi frá umhverfi
sinu og hana langaði til aö sjá
hann, vita af honum nærri sér og
láta hann fullvissa sig um að
breytni hennar væri rétt, þrátt
fyrir allt.
Daisy var ung og sá yfirborös-
legi heimur, sem hún hrærðist I
var ilmandi af orkideum. Þar fór
skemmtanafikið fólk um með
ærslum og hljómsveitirnar léku
af sibreytilegri sveiflu, og lögðu
sig fram um að túlka sorg og unað
lifsins I æ nýjum tónum. Allar
nætur kveinuðu saxófónarnir
eymdarleg stefin úr „Beale
Street Blues”, meöan hundruð af
gullnum og silfúrlitum skóm bar
yfir glitrandi salargólf. A þeim
timum sólarhringsins, sem ann-
ars var daufast yfir, var heldur
enginn hörgull á salarkynnum,
þar sem andrúmsloftið var sifellt
hlaðið hljóðri en þægilega áleit-
inni spennu, og ung andlit bárust
til og frá, likt og rósablöö, sem
feyktust fyrir angurværum
blæstri úr lúðurhorni plötuspil-
ara.
1 þessu, naumast raunverulega
umhverfi, tók Daisy aö hugsa sér
til hreyfings á ný, þegar timi
samkvæmanna hófst, skyndilega
átti hún hálfa tylft stefnumóta á
dag við hálfa tylft upgra manna
og gekk ekki til sængur, fyrr en
undir dagmál. A gólfið við rúmiö
fleygði hún hálsfestum og dýrind-
is kvöldkjólum innan um fölnandi
orkideur. En hið innra meö sér
var henni grátur i huga allan
þennan tima, því ekkert skeöi,
sem loks tæki af skarið. Hún vildi
marka lifi sinu stefnu, þegar i
staö, — og ákvörðun hennar varð
að mótast af einhverju afli, — af
ást, af peningum, af einföldum
hagkvæmniástæðum, — og þetta
átti að gerast strax.
Þetta afl kom loks i ljós á iniðju
vori meö komu Tom Buchanan.
Staða hans og atgjörvi báru svip
traustleika og staðfestu,og Daisy
var sizt ósnortin. Vafalaust hefur
hún átt i nokkru hugarstriði, en
einnig fundið til léttis. Gatsby
fékk bréfiö frá henni, meðan hann
var enn i Oxford.
— 0 —
Nú var kominn morgunn á Long
Island og við gerðum okkur ferð
um húsið, til að opna þá glugga,
sem enn var ólokið upp á neðstu
hæðinni. Húsið fylltist af grárri
birtu, sem smátt og smátt varð
gulleit. Skuggi af tré söng i blá-
leitu laufskjóli. Finna mátti fyrir
hægri og notalegri hreyfingu á
loftinu, sem þó var of litil til að
kalla mætti hana andvara, en var
fyrirheit um svalan og fagran
dag.
— Ég held að hún hafi aldrei
elskað hann. Gatsby sneri sér frá
glugganum og leit ögrandi til
min. — Þú verður að gera þér
grein fyrir þvi, laxi, að hún var öll
úr jafnvægi i kvöld. Hann sagði
þannig frá öllu, að hún varð
hrædd, — lét lita út fyrir að ég
væri einhver smá-skithæll. Enda-
lokin urðu lika þau, að hún vissi
varla hvað hún sagði.
Hann settist niður, aumlegur á-
sýndum.
— Auövitað getur veriö að hún
hafi elskað hann smástund, rétt
um þaö leyti sem þau giftu sig, —
en elskað mig enn meir samt sem
áður, — einnig þá, sjáðu til.
Allt I einu kom hann með furðu-
lega athugasemd.
— Hvað sem öðru liður, sagði
hann, — þá var það eingöngu ein-
staklingsbundið.
Hvernig átti aö botna i þessum
orðum nema renna i grun, að svo
væri einæði hans mikið i þessu
máli, aö ómögulegt væri að gera
sér ljósa mynd af þvi.
Hann kom heim frá Frakk-
landi, meðan Daisy og Tom voru
enn I brúðkaupsferð sinni, og
hann tókst ferö á hendur til Louis-
ville, ferð. sem var jafn ömurleg
og hún var óhjákvæmileg. Fóru
þar þeir peningar, sem hann átti
eftir af laununum fyrir herþjón-
ustu sina. Hann stóð viö i viku,
gekk um götur, sem bergmálað
höfðu fótatak þeirra nokkur nóv-
emberkvöld og leitaöi uppi staði
utan vega, þar sem þau Daisy
höfðu setið saman I hvita bilnum
hennar. Likt og honum hafði
ávallt þótt heimili Daisy leyndar-
dómsfyllra og bjartara en önnur
heimili, þannig þótti honum nú
borgin sjálf, jafnvel þótt Daisy
væri þar ekki lengur, gædd ein-
hverri tregablandinni fegurð.
Þegar hann fór, þótti honum,að
ef hann hefði leitað betur, hefði
hann fundið hana, — honum
fannst hann hafa skilið hana
þarna eftir.
Brennandi hiti var I vagninum
sem hann sat i. Það var þriðja
farrýmisvagn, þvi hann var orð-
inn staurblankur. Hann gekk út á
opna pallinn aftast ( lestinni og
horföi á brautarstöðina og bak-
hliðar ókunnugra húsa fjarlægj-
ast. Svo blasti opið land við I vor-
veðrinu og hann sá gulan far-
þegavagn þreyta kapp við lestina
litla stund, fullan af fólki, sem
ekki var loku fyrir skotið að hefði
séð þetta fölleita og töfrandi
fagra andlit hennar á einhverri
óþekktri götu.
Nú sveigði sporið til nýrrar
áttar og leiðin lá undan sólu, sem
um leið og hún lækkaði á lofti,
sýndist renna út i friðarbjarma
yfir borginni, þar sem Daisy eitt
sinn hafði dregið andann. Hann
rétti út höndina, eins og til að
gripa handfylli sina af lofti, og fá
þannig tekið með sér einhverja
vitund af þeim stað, sem hún
hafði gert honum svo helgan. En
allt bar of hratt á braut frá hálf-
blinduðum augum hans og hann
vissi, að það, sem hann átti fersk-
ast og bezt i lifi sinu, var honum
glataö að fullu.
Klukkan var orðin niu, þegar
við höfðum lokið viö að snæða
morgunverð og gengum út á tröpp-
urnar. Mjög hafði skipt um veður
frá deginum áður og haustilmur
var i lofti. Garðyrkjumaðurinn,
sá eini sem eftir var af fyrra
starfsliði Gatsby, kom að tröpp-
unum.
— Ég ætla að tæma sundlaugr
ina i dag, herra Gatsby. Nú fer
laufið að falla af trjánum og þá
eru sifellt einhver vandræði með
pípurnar.
— Gerðu það ekki i dag, svar-
aði Gatsby. Hann sneri sér að
mér afsakandi. — Þú veizt þó,
laxi, að ég hef ekki notað sund-
laugina 1 allt sumar,
Ég leit á úrið mitt og stóð upp.
— Lestin kemur eftir tólf min-
útur.
Mig langaöi ekki til borgar-
innar. Ég var ekki hæfur til að
snerta viö nokkru verki og þaö
sem meira var, — ég hafði alls
ekki hug á að yfirgefa Gatsby. Ég
missti þvi af þessari lest og þeirri
næstu einnig, áður en ég gat haft
mig af stað.
— Ég hringi til þln, sagði ég að •
siöustu.
— Gerðu það, laxi.
— Ég hringi um þrjúleytiö.
Viö gengum hægt niöur þrepin.
— Ég á von á aö Daisy hringi
18 VIKAN 5. TBL.