Vikan - 30.01.1975, Síða 23
Georgie Fame
Tónlist Georgie, Fame og
hljómsveitar hans, The Blue
Flames, var underground tónlist-
in fyrir 10—11 árum. Eftir þvi
muna vist fáir, en þessi hljóm-
sveit var viöurkennd sem ein sú
besta á þeim tima. Flamingo
klúbburinn i London var eftirsótt-
ur og þekktur fyrir þaö eitt aö
hýsa Georgie Fame og hljómsveit
hans. Ariö 1965 skaut hann Bitlun-
um aftur fyrir sig og komst i efsta
sæti vinsældalistans meö laginu
Yeh Yeh. Ariö eftir kom lagiö Get
Away. Þaö sama ár leysti Fame
upp hljómsveitina, og eftir þaö
var hann meira i fréttunum fyrir
hjónaskilnaö heldur en tónlist. En
þá kom Bonnie og Clyde timabiliö
svonefnda, og Fame söng lagiö úr
kvikmyndinni inn á plötu, sem
varö mjög svo vinsæl. Siöan ekki
söguna meir fyrr en seint á sl. ári,
þegar hann endurreisir hljóm-
sveitina Blue Flames og hljóörit-
ar stóra plötu, sem nýkomin er á
markaö. BBC hefur gert sjón-
varpsþátt um Georgie Fame, og
hann er, aö þvi er viröist, nokkuö
vel á veg kominn meö aö slá I
gegn aftur.
Aöspuröur, hvers vegna hann
leysti upp Blue Flames, sagöi
hann fyrir nokkru, aö hann hafi
þurft aö skipta um umhverfi. Eft-
ir aö hafa leyst upp hljómsveit-
ina, geröi hann stóra plötu meö
stórri hljómsveit eöa The Harry
South Orchestra. En svo stofnaöi
hann aöra litla hljómsveit, þar
sem m.a. Jon Hiseman lék á
trommur. En þaö varöi ekki
lengi. Siöan hefur hann, aö þvi er
viröist, ekkert gert merkilegt. En
nú eru þaö Blue Flames aftur.
Þrir úr gömlu hljómsveitinni eru
meö honum i þetta skipti en öllum
ber saman um, aö þaö, sem
hljómsveitin sé aö gera núna, sé
miklu efnismeira og betra en áö-
ur. George spilar betur, syngur
betur og gerir yfirleitt allt miklu
betur en áöur. Viö gerö þessarar
nýjustu plötu naut hann aöstoöar
stórs hóps aöstoöarhljóöfæraleik-
ara, og hann var ekki af lakara
taginu. Meöal þeirra voru Steve
Gregory, Stan Sultsman, Alan
Skidmore, Eddie Thornton og
Colin Green. Þaö eru sem sagt
allar horfur á þvi, aö Geórgie eigi
góöa möguleika á þvl aö slá i gegn
aftur.
En hvaö tekur hann til bragös,
ef sú fjárfesting, sem hann hefur
lagt I meö gerö þessarar nýju
plötu, reynist ekki arövænleg.
,,Ég mun halda áfram aö spila,
svo lengi sem einhver er til þess
aö hlusta á mig. Kannski safna ég
nokkrum pianóum, svo aö ég
veröi viö öllu búinn, þegar og'ef
rússarnir skyldu einhvern tima
koma. Þá gef ég gefiö þessi pianó
á pubbana, svo viö getum meö
smátilfæringum notiö tónlistar á-
fram. En svo sleppt sé öllu
gamni, þá eru þaö krárnar, sem
halda lifinu i ensku músikinni i
dag. Þess vegna er ég mjög sáttur
viö þaö aö leika aöeins á krám”.
En fréttir frá Englandi herma,
aö áhugi fólks beinist nokkuö aö
Georgie Fame þessa stundina. Aö
visu gerir hann þaö alltaf,þegar
einhver gamall og frægur tekur
tilhendinni og gerir eitthvaö nýtt.
Ahuginn fyrir þvi gamla og þvi,
sem fólk heldur aö hafi veriö þaö
besta, er alltaf fyrir hendi, svona
til aö byrja meö. En svo er bara
aö biöa og sjá til, hvort hann end-
ist eitthvaö.
.5. TBL. VIKAN 23