Vikan

Issue

Vikan - 11.12.1975, Page 33

Vikan - 11.12.1975, Page 33
ugur og að mörgu leyti vel til þess fallinn. Eisti bíllinn I notkun er stiga- bíll frá 1933, 42 Sra gamall, en ennþá góður til síns brúks og stund- um notaður, þó hann fái jafnan að hvíla sig úti 1 horni í Ártúns- höfðanum. Þar — vel á minnst — virðist vera aðalskorturinn á fullkomnu slökkviliði. Vegna mannfæðar, segir slökkviliðsstjóri er aðeins hægt að hafa þar einn brunavörð að staðaldri, til að aka og sjá um nýj- asta og stærsta slökkvibllinn hér á landi. Einn brunavörður — og að vísu hefur aðalsjúkrabíllinn þar sitt að- setur. BIll fjórtán, og ef svo ótrú- lega skyldi vilja til, að hann vxri ekki I stöðugri notkun og úti I bæ alian sólarhringinn, þá eru þar að vlsu tveir menn I viðbót til starfa. En um það virðist tómt mál að tala, þvl að meðaltali mun einn sjúkraflutningur vera framkvæmdur á hverjum klukkutlma sólarhrings- ins, og hver tekur um hálftíma. Á þessari stöð þyrftu að vera fleiri menn. Sennilega tveir menn til viðbótar svo vel sé, og öllum þjónað dýggilega... Gult Ijós og baull Fullorðin hjón fyrir bíl á Grensás- vegi. Fjórtán og sextán af stöðinni. Hjónin lágu á miðri götu og námu höfuðin saman, en allt I kring blóð, glerbrot, húfur og skór. Lögregluþjónar á hlaupum, forvitið fólk allt I kring. Ég fæ mig ekki til að taka mynd. Nóg er komið I bili. Konan fyrst upp I sextán, maðurinn I fjórtán. Ég held mér dauðahaldi á meðan sírenur hvlna Svo er blóðið þvegið af börunum, og við höldum áfram — kannski blða fleiri... ,,Sextán á stöðinni.” G.K. Fyrir nokkrum árum var hús- bóndinn svo mikið númer á heim- ilinu, að hann þurfti skilyrðislaust sitt eigið herbergi, húsbónda- herbergið svokallaða, og hús- bóndastóll var sjálfsagt húsgagn á hverju heimiii. Sigurður Már Helgason for- stjóri MODEL—HÚSGAGNA HF sá, að við svo búið mátti ekki standa, og þótt ekki væri farið að minnast á kvennaárið fyrir 2-3 árum, fannst honum þá mál til komið að rétta hlut kvenna að nokkru og sendi á markaðinn þennan bráðfallega og þægilega stól, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, og auglýsti hann sem svar- ið við húsbóndastólrium. Eins og menn eflaust hafa tek- ið eftir, eru húsbóndastólarnir svonefndu sannkallaðir hæginda- stólar, djúpir með hátt bak. Sigurður sagðist hafa tekið eftir því, að kvenfólk vildi helst ekki sitja I slíkum stólum, háa bakið ruglaði hárgreiðslunni, dýpt stóls- ins gerði þeim erfitt fyrir með handavinnu, og auk þess ættu konur ekki gott með að standa á fætur úr slíkum stól með kven- legum yndisþokka! Stóllinn á meðfylgjandi mynd leysir öll þessi vandamál með sóma og prýði, án þess að verða um leið að hreinræktuðum vinnu- stól. Enda hefur hann notið mikilla vinsælda, ekki bara af kvenþjóðinni, heldur einnig karl- mönnum, þvl þótt þeir hafi kannski ekki eins miklar áhyggjur af hárgreiðslunni, sem virðist reyndar þessa dagana ekkert minna mál hjá þeim en konun- um, þá er ckki þar með sagt, að þeirvilji endilega sökkva sér niður I djúpan hægindastól, um leið og þeir koma hcim frá vinnu. Og nú spyrjum við þig, lesandi góður: VILTU VINNA STÓL? Þú átt kost á þvl að hljóta þennan fallega og þægilega stól frá VIKUNNI og MODEL-HÚS- G'ÖGNUM HF, og allt sem þú þarft að gera, er að senda VIKUNNI svör við nokkrum spurningum, sem bundnar eru efni framhaldssögunnar okkar, MARIANNE. Skilafrestur er til 22. desember, og verður vinnings- hafi látinn vita fyrir jól. Stóllinn er 33.500-36.700 kr. virði, eftir því hvaða áklæði er valið. svo það er til nokkurs að vinna. DESEMBERGETRAUN VIKUNN AR Framhaldssagan okkar, Mari- anne eftir Juliette Benzoni, er viðburðarík og spennandi. í þessu blaði birtist þriðji hluti hennar, en svör við spurning- unum I getrauninni okkar er að finna einhvers staðar I fyrri hlur- um hennar. 1. Hvað két mððursystir Mari- annes? 2. Hvað hét ábótinn. sem flutti Marianne sem barn frá Frakk/andi til Englands? .1. Hvaða ár giftist Marianne? Sendið svörin í umslagi merktu DESEMBERGETR AUN VIK- UNNAR. PÓSTHÓLF 533, REYKJAVfK. Skilafrestur er til 22. descmber, og verður vinnings- hafi látinn vita fyrir jól. VILTU VINNA STÓL? VILTU VINNA 50. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.