Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 12
AÞENA BERLÍN KAÍRÓ RÓM MOSKVA BUKAREST FRANKFURT GENF MÚNCHEN K jluffiiiannahöfn er stærsti ferðamarkaður Norðnrlanda í sumar fljúgum við 3 kvöld í viku til Kaupmanna- hafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum. Héðan verða farnar 4 ferðir í viku til Narssarssuaq í sumar. X X > o > ;,Hvaö er svo glatt sem góðra vina fundur" kvað Jónas Hallgrímsson í Kaupmanna- höfn fyrir nærri 150 árum. Enn má rekja spor Jónasar í borginn viö sundið. Kaupmannahöfn er mesta samgöngumiðstöð á noröur- löndum. Þaðan liggja leiðir til allra átta. Á ferðamarkaði Kaupmannahafnar er feikilegt úrval ferða um allan heim. Þar fást dýrar ferðir og ódýr- ar, langar og stuttar, til aust- urs og vesturs og til norðurs og suöurs. SAS er áhrifamikill aðili á feröamarkaði Kaupmanna- hafnar. Góö þjónusta SAS saman- stendur af mörgum þáttum og miklu starfi. Hér eru fáein atriöi nefnd, sem setja svip- mót á starfsemi SAS: Umhyggja fyrir farþegunum frá upphafi ferðar til leiöar- loka. Flugvélar af nýjustu og bestu gerðum. Skandinaviskt starfskólk um allan heim. Sérstök sæti fyrir reykingar- menn. Fyrirgreiðsla í fjarlægum löndum. Matur fyrir sykursjúka, græn- metisætur og smábörn, sé hann pantaður (tæka síö. Á löngum flugleiðum skipti slíkt máli. § m x C > 5 C/) C/) > CD O z oo x c X m m (/) 00 > X o m r~ O z > Þjónusta SAS er rómuð um allan heim vegna þess, að starfsmenn félagsins leggja sig fram um að greiða fyrir viðskiptamönnunum eftir því sem efni standa frekast til. X > X S4S LAUGAVEGI 3 SlMAR 21199 OG 22299 'V/SSA SINGAPORE NAIROBI JOHANNESARBORG DANSKENNSLA. Komdu sæll Póstur! Þetta er I fyrsta sinn, sem ég skrifa þér, og þess vegna vona ég, að bréfið lendi ekki í henni þarna 1 horninu, eða hvar sem hún nú er ruslakarfan. Jæja, þá er best að snúa sér beint að efninu. Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga, og ég vona, að þú getir svarað þeim. 1. Þarf maður að fara I mennta- skólann til þess að verða dans- kennari? 2. Hvað þarf maður að vera búinn að læra dans í mörg ár til þess að geta orðið danskennari? 3. Kostar það mikið að verða danskennari? 4. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu, að ég sé gömul? 5. Hvernig fara mærin (stelpa) og drekinn (strákur) saman? 6. Að lokum: Hvernig er hægt að losna við freknur, eða eru þær merki um, að maður sé hraustur? Vertu blessaður. Gerða. Ekkt heldur Póstunnn, að stúdents- próf sé gert að skilyrði til þess að verða danskennari, en stúdentspróf aetti þó tæþast að saka neinn. Það mun vera mismunandi eftir dans- skólum, hve langan tíma það tekur að verða danskennari og sömuleiðis, hversu dýrt það er, og ráðleggur Pósturinn þér eindregið að snúa þér beint til forstöðumanna danskól- anna hér í höfuðborginni til þess að fá nákvæmar upplýsingar um þetta. Þú ert þrettán ára og skriftin ekkt það mótuð, að Pósturinn vilji lesa ákvaðna skapgerðareiginleika úr henni að svo stöddu. Þð þykist hann sjá t henni ákveðna eiginleika tilþess að nýta vel öll þau tækifæn, sem bjððast. Samband meyjarstelpu og dreka- stráks verður tæpast mjög róman- tískt. Freknur hefur Póstunnn aldrei álitið lýti á nokkum manneskju, en að þær séu etnhver staðfesting á sérstöku heilbrigðt, telur hann ólíklegt. FRÍMERKJASKIPTI. Ég er spánskur öryrki og ég hef ofan af fyrir mér með því að safna frímerkjum, bæði spönskum og erlendum, hef því mikinn áhuga á því að komast I frímerkjaskipti við einhverja íslendinga. Nicolas Adrados Calle Aragon 41 h, 6 p. Barcelona Spánn. ERFIÐLEIKAR I ÁSTARMÁLUM. Kæri Póstur! Ég vona, að þú getir hjálpað mér. Þannig er mál með vexti, að ég er komin á átjánda ár og hef eins og svo margar fleiri oft verið hrifin af strákum, en nú er svo komið, að ég finn ég er orðin alvarlega ástfangin af strák, sem er jafngamall mér. Ég er svolítið feimin og þó sér- staklega við stráka. I fyrravetur var ég í fjórða bekk í gagnfræðaskóla, og í bekk með mér var strákur, sem var alltaf að stríða mér. Þessi strákur er oft með hinum stráknum. Eftir að ég tók bílpróf hafa þeir oft verið að gera at í mér með því að elta mig allt kvöldið á bílnum. Þessi strákur er ekki með neinni fastri stelpu, en þó eru oft ein- hverjar stelpur I bílnum hjá þeim. Ég hef ekki talað við hann nema einu sinni, en samt finn ég, að ég get ekki lifað án hans. Um daginn spurði vinkona mín hann, hvað hann héti, og sagði hann henni það, en í gær frétti ég, að hann héti allt annað. Hvað á ég að gera til að fá hann til að taka meira eftir mér og tala við mig? Kæri Póstur! Ég treysti engum nema þér til að ráða fram úr þessu! Með kæru þakklæti fyrir dásam- legt heimilisblað og von um svar. Ein örvæntingarfull. Mikið dæmalaust hlýtur að vera gaman að vera svona ung og ást- fangtn. Sannast sagna leyfir Póstur- inn sérþó að draga / efa, að þú getir ekki lifað án þiltsins, enda er hann að dómi Póstsins allt of ungur til að verða alvarlega ástfanginn _ ekki nema sautján ára. Og þú þarft heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af þvt, að hann hafi ekki áhuga á þér. Eða heldurðu, að hann væri annars að elta þig kvöld eftir kvöld? Ég vona bara, að úr þessu verði ægilega skemmtilegt ævintýri — nú og alvarleg ást eftir svona fjögur til fimm ár í fyrsta lagi. Og alls engin afkvæmi fyrr! 12 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.