Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.06.1976, Qupperneq 13

Vikan - 03.06.1976, Qupperneq 13
NJÓSNIR. Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott, sem þú skrifar í Vikuna. Mig langar að leggja fyrir þig nokkrar spurningar. 1. Hvað þarf að hafa í aðaleinkunn til að komast í Kvennaskólann? 2. Getur þú útvegað mér nokkra pennavini á aldrinum 11—12 ára, bæði stráka og stelpur? 3. Eru nokkrir möguleikar á því, að Steve Hodson og Gillian Blake vilji skrifast á við mig. Ég er tólf ára. Hvaða mál tala þau? 4. Hvernig á ég að haga mér til þess að strákur, sem ég er skotin í, verði skotin í mér, og hvernig eigum ég og vinkona mín að fá hann og annan strák til að koma út með okkur á kvöldin? 5. Hvernig eiga steingeitin (stelpa) og krabbinn (strákur) saman? 6. Getur þú sagt mér um hvað ég og vinkona mín getum njósnað? Okkur langar svo að njósna um eitthvað. Ég hef lesið ..Beverly Gray í öðrum bekk'’ og hún er alveg æðisleg. Hún er um njósnir og dularfulla leyndárdóma. 7. Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin og hvað lestu úr skriftinni? Bless og kærar kveðjur, y K. Þ. B. Þakka þér fyrir bréfið K. Þ. B., og ég vona, að þér finmst eftirfar- andi svör fullnægjandi: 1. Hef heyrt minnst á 9-00 t þessu sambandi, en tek enga ábyrgð á þeirri tölu. Hvers vegna snýrðu þér ekki beint til skólans? Stma- númer skðlans er 1-32-90. 2. Ég á nú frekar bágt með það fyrst ég má ekki birta nafntð þitt, en leitaðu í pennavinadálkum Vtk- unnar. Algengt er, að fólk á þínum aldri óski þar eftir pennavtnum. 3. Ég tel afar litlar líkur á þvt. Ætli þetta fólk tali ekki einna helst ensku! 4. Það getur nú orðið erfitt fyrir þig að gera strákinn skotinn tþér, ef hann hefur ekki einu sinni hug á þvt að sjáþig á kvöldin. Heillavœn- legast held ég vcetri fyrir þig að láta hann alveg t friði, því að ef hann hefur einhvern áhuga á þér, langar hann áreiðanlega að hafa frum- kvæðið t kynnum ykkar. 3. Samband steingeitar og krabba á að geta tekist allvel, ef hún gætir þess að taka tillit til þess, hve viðkvæmur hann er. 6. Af hverju snýrðu þér ekki beint til CIA eða KGB? Þær stofnanir ætti ekki að skorta við- fangsefnihandaþeim, sem erusvona fúsir til njósna. 7. Stafsetningin er nú ekkert til að státa af og þú mátt til að gæta meiri nákvæmni í henni. Það er góð regla að lesa vel yfir bréf stn, áður en þau eru send, og leiðrétta það, sem eru auðsjáanlega fljótfæmisvill- ur. Þú hlýtur til dæmis að sjá það í hendiþér, að sögnina að ,,skrifast" á ekki að skrifa ,,skirfast". Póstur- vill helst ekkilesa úr skrift jafn ungs fólks og þú ert. Guðbjörg Hjaltadóttir, Laugar- ási, Biskupstungum, Ámessýs/u, óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 11—13 ára. Áhugamál eru margvísleg og æski- legt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Hulda Gústafsdóttir, Laugarási, Biskupstungum, Árnessýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aidrinum 7—8 ára. Hún er sjálf 7 ára. Hallfríður Hallsdóttir, Hólavegi 17, Siglufirði, óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 14—18 ára. Hún svarar öllum bréfum. Glæsilegt úrval af kápum, jökkum og drögtum frá méginlandi Evrópu þcrnhord laxd|ol A KJÖRGARÐ/ ^ „ — Kyngdu ekki, ef spaghettí- ið iðar! Ég týndi uppáhalds- orminum mínum. 23.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.