Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.06.1976, Qupperneq 15

Vikan - 03.06.1976, Qupperneq 15
Benjamin David Goodman og var þriðji elsti af 11 börnum fátæks skraddara, sem bjó í Chicago. Foreldrarnir hétu David Goodman og Dora (Grisinsky) Goodman. Þau höfðu flust til Bandaríkjanna í leit að betra lífi. Bæði voru þau gyðingar, hann upprunninn frá Varsjá í Póllandi en móðirin frá Kovno i Litháen. Faðirinn var eitthvað menntaður í hljómlist, en móðirin lærði aldrei að lesa né skrifa. Litli strákurinn á stuttbux- unum, síðar heimsfrægur undir nafninu Benny Goodman hefur sjálfur sagt um fátæktina þar heima: — Ég man eftir því þegar við bjuggum í kjallarholu yfir vetur og höfðum ekkert eldsneyti til að hlýja okkur við. Þá kom jafnvel fyrir, að við höfðum heldur ekkert að borða. Pabbinn komst að því, að guðshúsið þeirra, The Kehelah Jacob Synagogue, lánaði gyð- ingabörnum hljóðfæri fyrir um 25 sent á viku og sá þeim jafnframt fyrir einhverri kennslu. Þessvegna var það, að hann sendi þrjá elstu strákana morgun einn til syna- gogunnar, og áttu þeir þar að velja sér hljóðfæri til að læra á. Þegar þeir komu þangað sýnd- ist elsti strákurinn, Harry, vera sá eini þeirra, sem gæti valdið stærsta hljóðfærinu, túbunni, sá næstelsti, Freddie, fékk trompet, en Benny virtist varla geta valdið þyngra hljóðfæri en klarinettunni. Er ekki að orðlengja það, að strákarnir þrír fóru að læra á þessi hljóðfæri. Ferekki sögum af Harry né Freddie, en Benny var svo fljótur að læra, að ári sfðar kom hann í fyrsta sinn opinberlega fram á skólahljómleikum og lék þá kafla úr trompetkonsert eftir Haydn. Tveim árum síðar var hann farinn að vinna fyrir sér og leika á ýmsum skemmtistöðum. Eitt sinn var hann að leika í hljóm- sveit um borð í skemmtibáti á Lake Michigan, þegar hinn frægi trompetleikari Bix Beiderbecke hreinlega rak hann af hljómsveit- arpallinum. Hann vildi ekki neina samvinnu við þennan stuttbuxna- strák. Það átti þó eftir að breytast.' Skólaganga Bennys varð aldrei nein að ráði, því hugurinn var allur við hljómlistina, hún var algjörlega í fyrsta sæti ( huga hans. En að sama skapi efldist klarinettuleikur hans, og þegar hann var sextán ára hafði hinn þekkti hljómsveitar- 23. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.