Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 3
Rfi barna
Eigi að útvega húsgögn skulum
við muna, að það sem hentar 7 ára
barni er e.t.v. ómögulegt fyrir 12
ára bam. Ssm betur fer þarf ekki
endilega að kosta mjög miklu til,
það er vel hægt að innrétta
skemmtilega með húsgögnum, sem
maður smíðar og málar sjálfur.
Hér eru nokkrar hugmyndir, sem
gætu kannski leyst vandamál
þeirra, sem þurfa að innrétta bama-
herbergi. Við sýnum teikningu af
skrifpúlti og af frumlegu rúmi með
leikþaki, og við sýnum, hvernig við
leysum vandann við innréttingu á
mjög litlu barnaherbergi. Allt vill
lagið hafa, og ef þið hafið nógan
áhuga, þá ætti ykkur að vera
auðvelt að smíða sjádf eftir teikning-
um okkar og leiðbeiningum. Hálfn-
að er verk, þá hafið er...
Skínandi rautt skrifpúlt. Annars
vegar er unnið að alvarlegum
viðfangsefnum, hins vegar er verið
að teikna. Púltið er hægt að smíða
eftir teikningum okkar og getur
þjónað jafnvel nokkuð stórum
bömum.
2
Hugmynd að bamaherbergi, þar
sem tveir búa, — lausn sem veitir
gott svigrúm í herberginu, því að
það er þak á rúmunum, þar sem
bömin geta klifrað og leikið sér.
Rúmin em á hjólum og hægt að ýta
þeim alveg innundir „þakið”. Sam-
stæðu þessa er auðvelt að smíða —
Fylgið bara leiðbeiningum okkar.
3
Þrjú rúm hvert ofan á öðm taka ekki
meira pláss en eitt, og gott pláss er
fyrirrúmfötin. Það er kannski heldur
fyrirhafnarsamt að flytja rúmin til á
hverju kvöldi, en þetta er þægilegt
þar sem alltaf er þörf fyrir aukarúm
og sem gestarúm i bamaherbergið,
svo hægt sé að hýsa vini stöku
sinnum.
4
Góð hugmynd að frekari notum á
hlaðrúmunum. Hér er spónaplata
lögð yfir, annars vegar á henni er
filtdúkur, hins vegnr er risa — lúdó
málað á plötuna.
KAFFIÐ
frá Brasilíu
Nýjar
loftþéttar umbúðir
48. TBL. VIKAN 3