Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 11
við Pink Floid er viijinn líklegast ekki nógu sterkur. Þið getið nú varla verið háaldraðar. Svona 13 ára eöa þar um bi/. Skriftin er dálítið viðvaningsleg og úr henni má lesa áhygg/uleysi. ÚR ÖLLUM ÁTTUM. Komdu sæll Póstur! Vonandi er ruslafatan þín ekki svöng núna, þegar bréfið okkar berst þér. í 17. tbl. Vikunnar 22. apríl 1976, birtir þú bréf með fyrirsögninni ,,Ég kem og ét ruslakörfuna!" i því bréfi var Póstinum hótað skriflega öllu illu og hvaö þá ruslakörfunni. Þar á meðal var skrifað, að Ijótum og asnalegum auglýsingum væri klesst ásamt myndum inn í Póst- síðuna. Við erum sammála Ó.Ó.Ó. um þetta með auglýsing- arnar, en myndirnar eru aftur á móti flottar og er sjálfsagt að leyfa þeim að vera á sínum stað. Væri ekki hægt að koma upp auglýs- ingasíðu í Vikunni? Hvað heitir ruslafatan þín, hve gömul er hún og hvaö étur hún mörg bréf á ári? Hvers vegna birtir þú ekki adress- una þína á Póstsíðunni fyrir börn? Hvaða merki fara best við vogar- stelpur? Okkur finnst bréfin sem þú getur birt of fá. í flestöllum Vikum eru aðeins 3 bréf og svo kemur Vikan bara út á fimmtudögum. Þetta er skemmtilegasta efnið eða með því skemmtilegasta. Gætir þú ekki fengið alla opnuna. Ég er viss um að þú færð miklu meira en þrjú bréf. Svo væri það Vikunni engin ofraun að koma upp auglýsinga- síðu. Hvað er ég gömul? Hvað lestu úr skriftinni og hvernig er stafsetningin. Bæ, bæ. Tværaf kvenkyninufráHeimaey. Nú er Pósturinn undrandi. Ég hélt að allir hefðu svo gaman af auglýsingunum okkar. Það er alveg óhjákvæmilegt að breyta þessunokkuð, enda yrðuð þið bara /eiðar á því að lesa fleiri bréf á viku. Ruslakarfan min heitir ein- faldlega fíus/akarfa og er komin á leynilega a/durinn. Hún étur a/ls ekki neinn vissan fjölda bréfa á ári, heldur bara það sem að henni er rétt og eftir þvf sem hún hefur lyst á. Ég vi! taka það fram að orðið adressa er alls ekki íslenskt og ætti því ekki að standa hér. Til er ágætisorð sem er heimilisfang og ráðtegg ég ykkur eindregið að nota það framvegis. Heimilisfang Póstsins er það sama og Vikunnar þ.e. Síðumúli 12, fívík. og birtist það i hverju blaði. Ljón og hrútar eiga langbest við vogarstelpur. Þú ert 14 ára. Or skriftinni /es ég stjórnsemi og dugnað. Stafsetn- inguna þarftu að /aga. Hólmfríður Pálsdóttir, Norður- götu 5, Sig/ufirði vill skrifast á við stráka fædda 1961 og eldri. Þorvatdur Ársæll Pálsson, Si/f- urgötu 30, Stykkishó/mi óskar eftir að komast í bréfasamband við stelpur og stráka. Hann er 13 ára og helstu áhugamál eru: Frímerkjasöfnun, popptónlist og stelpur. Öllum bréfum er svarað og æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Bryndis Kristjánsdóttir, Sólvöll- um 1, Húsavík óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka á aldrinum 12—14 ára. Svarar öllum bréfum. Jakobína Þráinsdóttir, Brávöll- um 7, Húsavik óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka á aldrinum 16—18 ára. Svarar öllum bréfum. Guðmundur Á Úlafsson, Skóla- stíg 3, Húsavík óskar eftir penna- vinum á aldrinum 12—14 ára. Hann er sjálfur 13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Erna S. Arnardóttir, Löngu- mýri 19, Akureyri óskar eftir að komast (bréfasamband við stráka á aldrinum 14— 16ára. Áhugamál: Böll, bíó og strákar. Myn<J fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Harpa Gy/fadóttir, Kringlumýri 10, Akureyri óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka á aldrinum 14—16 ára. Áhugamál: Böll, bíó og strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. brRuíi BLÁSID NÝJU LÍFI í HÁRIÐ! BRAUN hársnyrtitækin eru ein þau fullkomnustu á markaðinum — og hönnunin sérlega glæsileg. ATHYGLISVERÐAST er það nýjasta frá BRAUN — hársnyrtisettið PLUS 2, en þá er þætt viö venjulegt sett úðara og lokkajárni. Þetta þýðiraðsjálfsögðu,aðþérgetiðætíðblásiðnýju lífiíhárið — fyrirvaralaust. GOTT VERÐ Þetta glæsilega hársnyrtisett er á góðu verði — kostar kr. 11.900 (október 1976, gæti hækkað fyrirvaralítið). FLEIRI GERÐIR Seljum ennfremur BR AUN krullujárn, hárþurrkur og hár- burstasett sem eru nokkuð ódýrari en PLUS 2. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG: Vinsamlegast gerið pantanir á BRAUN vörum sem fyrst. Verslunin (heildsala — smásala) Skólavörðustíg 1—3, Bergstaðastræti 7 48. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.