Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 28
r
ekki. Ef þú tekur einn uppí,
verðurðu að taka alla hina líka.
Maður nokkur átti vanda til að
gleyma regnhlífinni á skrifstofu
sinni. Dag einn á leið I vinnuna sat
hann við hliðina á ungri stúlku í
strætisvagninum, og þegar hann
stóð upp, tók hann regnhlífina
hennar íhugsgnarleysi. Húnsagði:
,,Afsakið, ég; á þessa regnhlíf."
Manngarmurinn varð mjög svo
vandræðaleglír.
Um kvöldið ákvað hann að fara
heim með allar regnhlífarnar sínar.
Þegar hann kom inn í strætisvagn-
inn, sat sama unga stúlkan þar.
Hún hvíslaði, þegar hann gekk
framhjá: „Yður hefur bara gengið
sæmilega vel í dag, þrátt fyrir allt."
★ ★ ★
Í leikritinu ,,Hjálpin" eftir P.A.
Rosenberg átti leikarinn Carl Al-
strup að taka vindil úr kassa, sem
honum var boðinn. Þar eð hann
notaði alltaf tækifærið til að taka
tvo, þrjá vindla, varsett undir þann
leka með því að setja aðeins einn
ekta vindil í kassann, hinir voru úr
tré. — Auðvitað tók hann viljandi
einn af trévindlunum og gerði
allskonar tilraunir með hann, barði
honum í borðiö og reyndi að brjóta
hann milli fingranna, o.s.frv. Að
lokum kastaði hann honum af öllu
afli I gólfið, tók hann svo upp, virti
hannfyrirsérog sagði: „Þetta er sá
alsterkasti vindill, sem ég hef
nokkurntlma séð."
★ ★ ★
Hér kemur mamma. Hún
hefur beðið spennt eftir því að
hitta þig.
_____________________/
Omar Sharif og Barbra Streisand. Hann varð ástfanginn af henni, þó
honura fyndist hún ótrúlega ófríð við fyrstu sýn.
Nýlega fóru fram yfirheyrslur í
dómssal í Vin, þar sem kona að
nafni Edith Badstúberl var ákærð
fyrir svik, en hún var eigandi
fyrirtækis, þar sem grunur lék á, að
konur i hennar þjónustu seldu bliðu
sína. Þetta mál vakti enga sérstaka
athygli fyrr en konan nefndi nafn
Omars Sharif, hins kunna leikara og
bridgespilara, í sambandi við við-
skiptavini fyrirtækisins. Það varð
uppi fótur og fit i réttarsalnum, og
menn veltu vöngum yfir því, hvern-
ig stæði á því, að þessi frægi
hjartaknúsari teldi sig þurfa að
greiða fyrir blíðu kvenna. Edith
þessi hélt fast við framburð sinn og
28 VIKAN 48. TBL.