Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 12
Börnin ikaf heldur forel Hvert mannsbarn á íslandi, sem hefur sjónvarp á heimilinu, kannast við hana Sirrí, sem séð hefur um barnatíma sjónvarpsins ásamt Hermanni Ragnars undanfarin ár og annast allar kynningar i Stundinni okkar fram til þessa, að vísu með ómetanlegri aðstoð Palla. Færri þekkja til einkalífs hennar, en Sirri býr ásamt manni sínum í litlu húsi afskekkt í Kópavoginum, og þangað heimsótti blaðamaður hana og spjallaði við hana um kennslustörf og uppeldismál, siglingar og sjónvarp. Við Fífuhvammsveg í Kópavogi er lítið brúomálað timburhús, sem upphaflega var byggt sem sumar- bústaður og heitir Laufás. Það er nokkuð frá aðalveginum og stendur eitt sér umkringt trjám og gróðri. í þessu litla húsi býr hún Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, eða Sirrí sem sér um barnatímann i sjón- varpinu. Hún hefur búið þar ásamt manni sínum Svavari Egilssyni í rúm fjögur ár, og þegar við bönk- uðum upp á eitt kvöldið voru þau bæði heima, þvi að þau eru róleg- heitafólk án sjónvarps, kaupa engin dagblöð og fara sjaldan út að skemmta sér. Við sátum lengi kvölds yfir vín- berjum, camembertosti, kaffi og rauðvíni og töluðum saman um hitt og þetta. Eitt af því sem ég vildi endilega fá að vita var, hvers vegna þau hefðu keypt þetta hús, sem er svo afskekkt. Sirrí: — Við vorum að leita að ódýru húsnæði og vildum helst gamalt timburhús. Heppnin var með okkur, og við fundum þetta hús, sem uppfyllti flestar kröfur okkar. Að vísu er umhverfið ekkert sérstakt, en við kunnum ágætlega við okkur, og hér er rólegt að vera og meira að segja gróður á alla vegu. En vegna þess hve vegurinn er slæmur að húsinu kemur fyrir, að hann verður ófær á veturna, og þá 12 VIKAN 48. TBL. er ekkert annað að gera en að labba síðasta spölinn. Það er bara gaman að ösla snjóinn, ef maður er ekki að flýta sér nein ósköp. — Ertu aldrei hrædd að vera hér ein? — Nei, ég held nú ekki. Það er gott að vera hérna i einverunni, og svo eru hestar og kindur hérna allt í kring um okkur, þó að ég sé nú ekkert sérlega hrifin, þegar kind- urnar taka upp á þvi að narta í trén. — Ég var ein hérna i þrjár vikur fyrra, án þess að finna nokkurn tíma til hræðslu. Ég hefði þó kannski átt að verða hrædd einn daginn. Þá var stórhríð úti, og ég hafði verið ein heima allan daginn, þegar seint um kvöldið var bankað á útidyrnar þrjú högg. Ég átti ekki von á neinum og vissi, að ófært var bílum að húsinu, en brá þó ekki vit- und, enda ekki ástæða til. Sá sem bankaði var maður, sem hafði fest bilinn sinn ekki langt frá og bað mig að lána sér skóflu. Það gat ég, æm betur fór, honum til mikils léttis. — Értu á móti fjölbýlishúsum? — Nei, nei, alls ekki. Það hlýtur að vera ágætt að búa í blokk, sér- staklega þó þegar gleymist að kaupa eitthvað úti í búð, þá er hægt að banka upp á í næstu íbúð og fá það lánað. Mér finnst verst, að það gleymist að gera umhverfið aðlað- andi, t.d. setja niður tré, og fyrir bragðið verður allt kuldalegra og ómanneskjulegra en það þyrfti að vera. Mér finnst, að fólk ætti að byggja meira úr timbri. Það er svo auðvelt að gera timburhúsin hlýleg, en það er náttúrlega smekksatriði eins og allt annað. — Eru siglingar aðaláhugamál ykkar beggja? — Já, við erum svo heppin að eiga sameiginlegt áhugamál. Svav- ar bjó nokkur ár í Ástralíu, áður en við giftum okkur, og þar kynnt- ist hann þessari iþrótt og smitaði mig af henni. Margir halda, að það sé ómögulegt að stunda siglingar við íslands vegna roks, en það er mesti misskilningur. Það er miklu frekar lognið, sem stendur sigling- um fyrir þrifum. Um tíuleytið á kvöldin lygnir venjulega algerlega, en flestir hér nota kvöldin til þess að sigla. Annars finnst mér alltaf gaman að dóla í logninu, en kapparnir, sem hafa mestan áhuga á að keppa og komast sem allra hraðast, eru ekki alveg á sama máli, eréghrædd um. — Við erum félagar i siglinga- Sirri og Svavar eru fjarska ánægð með húsið sitt, Laufás, en það er nokkuð afskekkt í Kópavoginum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.