Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 37

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 37
frökkum örkuðu frjálsmannlega um í vetrarkuldanum. Skyndilegur ótti greip Subba um það, að einhverjir hroðalegir töfrar hefðu gert hann ónæman fyrir handtöku. Hann varð gripinn skelfingu við þessa tilhugs- un. Þegar hann sá annan lögreglu- þjón á vakki úti fyrir glæsilegu leikhúsi, datt honum strax i hug að reyna nú „hneykslanlegt framferði” ú almannafæri. Á gangstéttinni tók Subbi að gala drykkjuþrugl fullri, rámri röddu. Hann dansaði, hrópaði og slagaði eins ósæmilega og honum var frekast unnt. Löggan veifaði kylfunni, snéri baki við Subba og sagði við nær- staddan borgara: „Þetta er einn af Yale-piltunum að halda upp á sigurinn yfir Hart- fordháskóla. Hávær en meinlaus. Við höfum skipun um að láta þá eiga sig.” Vonsvikinn hætti Subbi þessum árangurslausu látum. Vildi þá eng- inn lögreglumaður leggja hönd á hann? 1 huga hans varð Eyjan óvinnandi vígi. Hann hneppti að sér þunnum frakkanum gegn nöprum vindinum. í tóbaksbúð sá hann vel búinn mann kveikja sér í vindli. Silki- regnhlífina hafði hann látið frá sér við dyrnar. Subbi arkaði inn, tók regnhlífina og labbaði í rólegheitum með hana út. Maðurinn með vindil- inn flýtti sér á eftir honum. „Regnhlífin min,” sagði hann höstuglega. „Jæja, einmitt það,” hvæsti Subbi ósvífnislega. „Nú, af hverju kallarðu ekki á lögguna? Ég tók hana. Regnhlífin þín. Því ekki að kæra mig? Það er lögga þarna á horninu.” Regnhlífareigandinn hægði á sér. Subbi gerði slíkt hið sama, hann fann á sér, að lánið myndi einnig bregðast í þetta sinn. Lögreglu- þjónninn leit á þá forvitnislega. „Auðvitað,” sagði regnhlífar- maðurinn, „þú sko — jæja, þú veist, að mistök geta átt sér stað — ég — ef þetta er þín regnhlif, vona ég þú afsakir — ég greip hana í morgun í veitingahúsi — ef þú þekkir hana sem þína eign, nú — ég vona þú — ” „Auðvitað á ég hana,” sagði Subbi illhryssingslega. Fyrrverandi regnhlífareigandinn hafði sig á brott. Lögreglumaðurinn flýtti sér af stað til að aðstoða glæsilega, ljóshærða stúlku í loð- kápu yfir götuna fyrir framan bíl, sem var tvö hundruð metra í burtu. Subbi labbaði í austurátt eftir götu, sem öll var i rusli vegna við- gerðar. Hann fleygði regnhlífinni geðvonskulega niður í skurð. Hann tautaði bölbænir yfir mönnum, sem bera hjálma og kylfur. Af þvi hann langaði til að lenda i klónum á þeim, virtust þeir líta é hann sem konung, sem ekki gæti gert neitt rangt. Að lokum komst Subbi í austur- hluta borgarinnar, þar sem ljósa- dýrðin og hávaðinn var daufari. Hann snéri andliti sinu í átt til Madisontorgs, því heimþráin lifir, jafnvel þó heimkynnið sé bekkur i garði. En á óvenju friðsælu horni snar- stansaði Subbi: Þarna var gömul kirkja, hlýleg og sérkennileg. Ut um stakan, blásteindan glugga lagði daufa skímu, og þarna var organistinn vafalaust að æfa jóla- sálmana, því út til Subba barst ómur af undurþýðri tónlist, sem hélt honum rígbundnum, þar sem hann hallaði sér upp við járngrind- ina eins og töfrum sleginn. Fullur máni ljómaði á kuldaleg- um himninum, það var fátt um öku- tæki og fótgangandi vegfarendur, þrestir flugu letilega um í trjánum — þetta minnti helst á litla, friðsæla sveit. Og sálmurinn, sem organistinn lék, hélt Subba rígföst- um við járngrindina, því hann hafði kunnað hann áður fyrr, þegar í lífi hans var rúm fyrir gæði eins og móður, rósir, metnaðargirnd, vini, hreinar hugsanir og ósnjáða flibba. Næm vitund Subba og helgiblær- inn umhverfis hina gömlu kirkju ollu skyndilegri og dásamlegri bylt- ingu í sál hans. Hann sá sem í sjón- hending viðbjóðslega dikið, sem hann var fallinn niður í, niðurlæg- inguna, mannskemmandi nautnir, dauðar vonir, glötuð tækifæri og þann lágkúrulega tilgang, sem líf hans hafði öðlast. Og hjarta hans tók viðbragð og svaraði þessum nýju hughrifum á viðeigandi hátt. Sterkar hvatir brutust fram og buðu honum að berjast af öllum mætti gegn þessum grimmu örlögum. Hann skyldi krafsa sig upp úr teninu, hann skyldi aftur verða maður með mönnum, hann skyldi sigrast á þeim illu öflum, sem náð höfðu honum á vald sitt. Það var enn timi til þess, hann var ennþá ungur, hann skyldi endurvekja til lífsins gamlan metnað og einskis láta ófreistað til að sigra. Þessir hátíð- legu og undurþýðu tónar höfðu gerbreytt lífsviðhorfi hans. Á morgun ætlaði hann að halda niður að höfninni og finna sér vinnu. Skinnakaupmaður hafði boðið honum vinnu við akstur. Hann ætlaði að hitta hann á morgun og biðja um starfið. Hann skyldi verða maður. Hann skyldi — Subbi fann hönd lagða á handlegg sér. Hann leit hægt við og framan i breitt andlit lögregluþjóns. „Hvað ert þú að gera hér?” spurði löggan. „Ekkert” ansaði Subbi. „Þá kemurðu með,” sagði löggan. „Þrir mánuðir á Eynni,” sagði dómarinn i lögregluréttinum morg- uninn eftir. * Hadda fer í búðir I vesluninni Útilíf, Glæsibæ fást þessar frönsku skíðahúfur úr ull. Húfan á ginunni er hvít með útsaumuðu mynstri og kostar kr. 4.385. Húfan í miðjunni kostar kr. 2.250, en langrönd- óttu húfurnar sitt hvorum megin kosta kr. 2.050. Eitt af uppáhaldsleikföngum allra barna í gegnum árin hefur verið piluspilið, en vegna hætt- unar af pílunum, hefur það ekki verið foreldrunum að sama skapi. Hér á myndinni er sams- konar spil, en þó eru notaðir boltar í stað pílna, sem gerir það hættulaust. Góð lausn og kostar kr. 1.950 i Bókabúð Glæsibæjar. Gaskveikjararnir í miðjunni eru með svokölluðum eilífðarsteini og kosta kr. 7.055, en minni kveikjararnir eru með venjuleg- um steini og kosta kr. 3.765. Þá má fá í mörgum litum í Úra- og skartgripaverslun Paul Heide, Glæsibæ. Ef þú átt leið í Glæsibæ, ættirðu að líta við í versluninni Madam. Þar fást þessi ullarnærföt úr skosku eingirni, alveg sérstak- lega mjúk. Bolurinn kostar kr. 990, buxurnar kr. 940. Þessi skápasamstæða er þn- skipt. Skápurinn t.v. kostar kr. 81.125, skápurinn í miðið kr. 76.505 og skápurinn t.h. 81.125. Skáparnir eru úr sænskri bæs- aðri eik og hinir ákjósanlegustu fyrir bækur, hljómplötur og að sjálfsögðu „græjurnar”. Skáp- arnir fást í hinni nýju verslun Skeifunnar við Smiðjuveg i Kópavogi. Þessi uppblásna dýna frá CHICCO er afar hentug mæðr- um með kornabörn. Hún kostar kr. 2.734 og fæst í Langholts- apóteki, Langholtsvegi 82. 48. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.