Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 38
Mikill er máttur Mammons Skyldi sannast sá spádómur Páls Bergþórssonar, að eftir nokkra áratugi verði öskubakkar orðnir jafn sjaldséðir í hýbýlum manna og hrákadallar eru nú til dags? Von- andi. (Hvaða ósiður skyldi annars þá hafa tekið við?!) I seinni tíð hefur verið unnið markvisst að því að dreifa áróðri gegn reykingum, einkum meðal skólabarna, og áhrifin leyna sér ekki. Fyrir 10 — 20 árum þótti raunverulega fínt að reykja, og þótt menn hefðu óljósan grrun um, að það gæti verið hættulegt, var sá grunur ekki nægilega rökstuddur til að geta haft nein áhrif að marki. Siðan hafa menn þurft að horfa upp á sívaxandi reykingar, sem breiðst hafa óhugnanlega út meðal æ yngri barna. Og það er sárast til að vita. Það getur varla ömurlegri sjón en hálfvaxin börn norpandi og reykjandi úti undir einhverjum veggnum. Sem betur fer er ýmislegt gert til að reyna að snúa þessari óheillaþró- un við, og munar þar mest um þann áróður, sem skólarnir reka. Þeir standa líka ólíkt betur að vígi nú, þar sem fyrir liggja niðurstöður vísindamanna um skaðsemi reyk- inga. Þó er víst furðu erfitt að hræða börn og unglinga á skaðsemi reykinga, dauðinn er þeim svo viðs fjarri, og heilsuleysi er óraunhæft í þeirra augum. En máttur Mammons er þeim ólíkt skiljan- legri, og því hefur honum löngum verið beitt í áróðrinum gegn reyk- ingum. Ég veit nokkur dæmi þess, að foreldrar hafa heitið börnum sínum verðlaunum í formi allhárra pen- ingaupphæða eða ferðalaga, ef þau stilltu sig um að byrja að reykja Meðal annarra orða fyrir vissan aldur. Slikt finnst mér fullkomlega réttlætanlegt, því það er fyrir miklu, að fólk byrji ekki ungt að reykja. Því eldra sem það verður, þeim mun minni likur eru á, að það byrji nokkurn tíma. En eitt er það, sem gerir erfitt fyrir í öllum áróðrinum gegn reyk- ingum, og það er vitanlega það fordæmi, sem reykingamenn gefa. Það er dálítið hart fyrir börn að hlusta á hryllingsfrásagnir um skaðsemi reykinga og þurfa um leið að horfa upp á foreldra sína og aðra umgangast þetta eitur eins og sjálfsagðan hlut. Skólastjóri nokkur sagði mér frá þvi, að eitt sinn hefði hann ásamt kennurum sínum skipulagt mikla áróðunsherferð í skólanum gegn reykingum. Vitaskuld var skaðsemi reykinga tekin með í dæmið, en fyrst og fremst var lögð áhersla á peningaeyðsluna, sem reykingar hafa í för með sér. Það mál skildu börnin mæta vel. Og lengi á eftir voru foreldrar að kvarta við skóla- stjórann og kennarana, að þeir gætu naumast reykt i friði fyrir krökkunum, því þeir töldu sígarett- urnar í krónum og hörmuðu það hvern dag, hvað hefði nú mátt gera fýrir peningana, sem pabbi og mamma eyddu í sígarettur. Mikill er máttur Mammons. Skyldi annars rikisstjómin ekki ætla að fara að hækka tóbakið? K.H. íslendingar eru áreiðanlega alveg sérstaklega leikhússinnaðir. Það segir mér til dæmis fólk, sem búið hefur á ýmsum stöðum i Bandaríkj- unum, að þar virðist naumast þrífast leikhús annars staðar en í New York, og þarf varla að minna á höfðatölumuninn í hinum ýmsu borgum og bæjum í U.S.A. og hér uppi á Fróni, þar sem allt úir og grúir af leikfélögum úti um allt land, sem láta sér ekki nægja minna en eina uppfærslu á ári. Að sjálfsögðu er alltaf mest um að vera í atvinnuleikhúsunum, og til þeirra eru einnig gerðar mestar kröfur, en það er alls ekki þar með sagt, að þangað sé besta skemmt- unin sótt. Að minnsta kosti fór mér svo, þegar ég sá Glataða snillinga í Kópavogi, að ég skemmti mér betur en ég hef lengi gert í leikhúsi. Hvers vegna? Sennilega kemur margt til. En verkið sjálft er auðvitað aðalástæðan, þetta er mikill snilldar skáldskapur. Glatað- ir snillingar er leikgerð Caspars Koch eftir skáldsögu Williams Heinesens, Slagur vindhörpunnar. Margir munu að sönnu sakna ýmislegs úr sögu Heinesens, sem ýmist kemst illa til skila í leikgerð- inni eða alls ekki. En töfrar skálds- ins hafa ekki glatast. Og með samstilltu átaki Stefáns Baldurs- sonar leikstjóra, Sigurjóns Jóhannssonar leikmynda- og bún- ingateiknara, Gunnars Reynis Sveinssonar, sem sér um tónlistina, og áhugaleikaranna í Kópavogi hefur tekist að skapa mjög skemmtilega sýningu að mínu viti. Auðvitað má eitt og annað finna að, en það er eins og smáhnökrarnir falli að anda verksins, svo undar- lega sem það kann að hljóma. Vonandi sýna þau enn á fullu í Kópavoginum, þegar þetta er lesið. K.H. 38 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.