Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 31
mig, Carol, gætirðu það?” spurði hann skyndilega. „Láttu hann skrifa tvisvar, þegar hann skrifar sig inn á hótelið!” ,,Nei, Jimmy, það gæti ég ekki,” sagði ég ákveðin. ,,Ég verð að vinna, og ég get ekki leyft mér slíkt.” , ,En það myndu allir öfunda mig i skólanum,” nauðaði Jimmy, ,,æ, gerðu það Carol, gerðu það! ” Ég gat ekki annað en brosað að ákafanum í honum, og mamma sagði: „Þhð myndi nú ekki gera neitt til, er það elskan, bara i þetta eina sinn? Þú gætir útskýrt, að það væri fyrir litla bróður þinn.” „Allt í lagi, allt i lagi, ég skal sjá hvað ég get gert. En ég lofa engu, mundu það.” „0, Carol, þú ert besta systir í heimi!” sagði Jimmy, frá sér num- inn. Og í hvert skipti sem hann sá mig, minnti hann mig á að gleyma þessu ekki. Loks rann upp helgin sem „Ljón- in” áttu að dveljast á hótelinu. Þegar þeir skrifuðu sig inn var ég í borðsalnum að athuga pantanir og fleira, og ég missti algerlega af þeim, nema hvað ég só nokkra herðabreiða náunga i rúllukraga- peysum standa hjá lyftunum. „Hafðu engar áhyggjur, við eigum eftir að sjá meira en nóg af þeim,” sagði Shirley, en reyndin varð önnur. Eftir hódegið voru þeir að keppa, og allt var með friði og spekt á hótelinu. Fljótlega eftir kvöldmat fóru flestir þeirra á dans- leik, en nokkrir urðu eftir á bamum. Þar sem ég þekkti ekki Bryn Wilson í sjón, var ég ekki viss um að hann væri þar. En mjög seint um kvöldið, þegar ég sat við skrif- borðið mitt, heyrði ég einhvem þeirra kalla nafnið hans og ég sperrti eyrun. Ef hann væri í þessum fámenna hóp við barinn, væri einmitt núna kjörið tækifæri til að fá eiginhandaráritun hjó honum. Ég safnaði í mig kjarki, fór í gegnum forsalinn og gekk í áttina að bamum. Ég mætti einum úr hópnum í dyrunum á barnum og notaði tækifærið til að spyrja hvort Bryn Wilson væri þarna, og þá hver þeirra hann væri. — En því miður hafði náunginn sem ég mætti fengið sér einum of mikið neðan í því. „Þama er hann”. Hann sveiflaði handleggjunum í áttina að bamum. „Þetta er hinn stórkostlegi Bryn Wilson. En þú vilt hann ekkert, elskan. Þú vilt mig! Ég heiti Frank og er alveg einstaklega elskulegur maður!” Hann reyndi að taka utan um mig og ég fann bjórfýluna anga út úr honum. Ég ýtti honum frá mér, og hann slagaði svo mikið, að hann var nærri dottinn. „Ökei, ókei, elskan,” sagði hann og reyndi að ná jafnvæginu. „Þú vilt ekki Frank hinn elskulega.” Hann benti á einn af strákunum við barinn. „Hún heimtar þig, Bryn, þú ert alltaf jafnheppinn! Góða skemmtun, en varaðu þig á henni, húnbítur!” Frank hinn elskulegi var ekki fyrsta fyllibyttan, sem ég komst í kast við eftir að ég fór að vinna á Royal, en samt kafroðnaði ég þegar ég gekk inn á barinn til strák- anna, sem stóðu og gláptu stríðn- islega á mig. — Sem betur fer virðist Bryn vera vingjamlegasti maður, hugsaði ég, og gekk beint til hans, en leit ekki á hina. „Þú ert áreiðanlega dauðleiður á fólki, sem biður þig um eiginhand- aráritun”, sagði ég og tók litlu leðurbundnu bókina hans Jimmy’s upp úr vasanum. „En bróðir minn er mikill aðdáandi þinn. Ég hef ekki heyrt talað um annað en Bryn Wilson í rúma viku.” Hinir fóm allir að skellihlæja. „Hún ætlar sér eitthvað þessi!” „Litli bróðir! Sú er ógæt!” „En það er alveg satt,” sagði ég vandræðalega, og Bryn brosti. „Hugsaðu ekki um þá, vinan. Ég trúi þér. Skildu bókina eftir hjá mér, og ég skal skrifa í hana seinna. Hvað heitirbróðirþinn?” * „Jimmy,” sagði ég og rétti honum bókina. „Allt í lagi, en í staðinn vil ég fó sýnisferð um bæinn.” Hann leit beint í augun á mér, og ég roðnaði enn meira. „Já, þú getur áreiðanlega fengið kort og upplýsingabækling í mót- tökunni,” sagði ég. Þegar ég gekk út af bamum og fann öll þessi augu hvíla ó mer, hamaðist hjartað í brjósti mér. Ég vonaði að það væri ekki of augljóst, að mér fannst Bryn Wilson vissulega mjög áðlað- andi! Um kvöldið, þegar ég var að fara að sofa í litla herberginu, sem ég hafði á hótelinu, ló ég og starði út í bláinn. Ég sá stöðugt fyrir mér lag- legt andlitið á Bryn; hlýlegt brosið og fallegu brúnu augun. Ég hafði aldrei trúað á ást við fyrstu sýn, en nú fór ég að efast. Af hverju ætti eg annars að vera svona óskilj- anlega sæl? Hvers vegna fékk ég þá hjartslátt í hvert skipti sem ég hugsaði um að hitta hann aftur? Þú ert brjáluð, sagði ég við sjálfa mig. Hann er hér, eins og hinir, til að skemmta sér um helgina. En á þriðjudaginn verður hann farinn heim og gleymir þér um leið. En það skipti ekki máli. Það vom einhverjir töfrar yfir Bryn, sem ég gat ekki slitið mig frá. Daginn eftir sat ég við skrifborð- ið mitt, þegar ég sá hann koma úr lyftunni með bókina hans Jimmy’s í hendinni. „Ég ætti auðvitað að nota stig- ann” sagði hann brosandi, „en eftir kvöldiðígær....” Hjartað byrjaði að hamast í brjósti mér aftur, þegar ég minntist þess, sem ég hafði verið að hugsa kvöldið áður. „Þú færð nú nóga æfingu ó vell- inum, fótboltakappi eins og þú!” sagði ég heldur bjálfalega. Það kom undarlegur svipur á hann. Síðan rétti hann mér bókina. „Vona að bróðir þinn verði ánægð- ur,” sagði hann og sneri burt. Þá, eins og hann hefði fengið bakþanka, sneri hann sér við aftur. „Ég meinti það, sem ég sagði í gærkvöldi,” sagði hann. „Ef þú átt einhvem tíma frí, myndi ég vilja að þú sýndir mér bæinn.” Ég hikaði. Var ég að láta hafa mig að fífli? Kannski og þó... Ég hafði ekki langan umhugsun- arfrest. Eftir rúman sólarhring yrði hann horfinn mér fyrir fullt og allt, nema ég gerði eitthvað í málinu. „Ég á frí eftir hádegið, frá klukkan tvö”, sagði ég. „Fínt,” sagði Bryn. „Ég bíð þá eftirþér.” Þegar ég kom niður í forsal rétt eftir klukkan 2 sat hann þar og beið. Þegar við vomm að fara út mættum við tveim félögum hans, sem fliss- uðu og hlógu, en Bryn lét sem hann heyrði ekki athugasemdir þeirra, eins og t.d.: Það er munur að vera frægur! og fleira í þeim dúr. Ég ákvað að láta það ekki á mig fá. Tíminn með Bryn yrði nógu stuttur, þótt ég léti þá ekki spilla fyrir. Dagurinn leið i töfraljóma. öðm- vísi get ég ekki lýst því. Mér hafði aldrei fundist Haverley neitt sér- stakur bær, en þegar ég var að sýna Bryn hann, sá ég hann í nýju ljósi. Um kvöldið fómm við svo í bíó og á eftir fengum við okkur spaghetti ó litlum veitingastað. Svikarinn Frá því að ég hitti Bryn fyrst vissi ég, að ég hafði aldrei hitt neinn, sem hafði jafn mikil áhrif á mig og hann. Og ég hafði haldið, að það væri gagnkvæmt! „Við eigum að keppa á morgun, en mig langar að hitta þig annað kvöld ef þú átt fri”, sagði Bryn, þegar við kvöddumst í forsalnum á hótelinu, og ég Iofaði guð, því ég átti einmitt frí þá. Það kvöld fengum við okkur í glas í kjallarasjoppu i bænum, og einu sinni enn var þessi undarlegi, óraunvemlegi blær yfir öllu. Kannski var það vegna þess, að ég vissi, að kvöldið eftir yrði hann farinn fyrir fullt og allt, og því reyndi ég að njóta hverrar minútu til hins ýtrasta. Eða kannski var það eitthvað annað og meira.... Ég þorði varla að vona. Það var brjálæði að ímynda sér, að þetta stutta ævintýri gæti leitt til ein- hvers varanlegra: að Bryn gæti orðið ástfanginn af mér. Þegar við gengum aftur heim á Royal, varð Bryn svo undarlega þögull, og á hóteltröppunum spurði hann skyndilega: „Ætlarðu að skrifa mér, Carol? Ég veit ekki, hvenær ég get hitt þig aftur, en mig langar til að halda sambandi við þig.” „Já, já, auðvitað geri ég það,” svaraði ég. „Það er aðeins eitt, Carol, sagði hann vandræðalega. „Hvað er það?” spurði ég. „Það er nefnilega þannig...” En áður en hann komst lengra, kom hópur af félögum hans upp tröpp- umar. „Hvemig hefur stjarnan það?” sagði einn þeirra hlæjandi. „Nógar dömur handa stjömunum, erþað ekki?” Ég sneri mér undan og fór hjó mér, móðguð og reið yfir dóna- skapnum. „Þeir em bara afbrýði - samir, af því að þú ert besti maður- inn í liðinu,” sagði ég, þegar við komum inn á hótelið. En Bryn virtist anntu-s hugar og svaraði ekki. Þess í stað opnaði hann dyrnar fyrir mig. „Jæja, góða nótt, Carol. „En heimilisfangið þitt, Bryn! Ég get ekki skrifað þér, ef ég veit ekki, hvar þú átt heima.” Hann hikaði andartak, og ég hélt, að hann væri hættur við allt saman. Þá reif hann blað úr vasabókinni sinni, skrifaði á það, braut það saman og fékk mér. „Góða nótt, Carol. Og þakka þér fyrir yndis- lega helgi,” sagði hann. Hann kyssti mig snöggt og laust og fór síðan. 1 herberginu mínu tók ég upp blaðið og horfði á nafnið hans, eins og klunnalegir prentstafimir gætu fært mig nær honum. B. Wilson, 79 a Scudamore Street, Croxley. Ég reyndi að ímynda mér, hvemig þar væri umhorfs, en gat það ekki. Áður en ég fór i rúmið lét ég blaðið i hólf á veskinu minu. Daginn eftir, þegar ég kom á vakt, vom Croxley ljónin farin. Þessi stutti tími, sem ég hafði átt með Bryn virtist þegar eins og fjar- lægur draumur. Ég átti erfitt með að ímynda mér það, svona um hábjartan daginn, að ég ætti eftir að hitta Bryn aftur. En ég hugsaði varla um annað og var stöðugt að rifja upp fyrir mér andlit hans og 48. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.